Kennedy hættir og lýsir yfir stuðningi við Trump Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2024 19:17 Forsetaframboð Roberts F. Kennedy yngra er dautt en á ýmsu hefur gengið hjá honum undanfarna mánuði. Hann naut ekki stuðnings eigin fjölskyldu í kosningabaráttunni. Getty/Mario Tama Robert F. Kennedy yngri dró framboð sitt til forseta Bandaríkjanna til baka og lýsti yfir stuðningi við Donald Trump í ræðu í dag. Hann sagðist engu að síður þess viss að hann hefði unnið sigur í „heiðarlegu kerfi“. Á blaðamannafundi þar sem Kennedy kynnti ákvörðun sína í dag sagðist hann ekki geta beðið fólk um að kjósa sig þar sem hann ætti ekki raunhæfa möguleika á að ná kjöri. Hann yrði áfram á kjörseðlinum í sumum ríkjum en draga sig til baka í tíu ríkjum þar sem framboð hans gæti haft áhrif á úrslit kosninganna. Sakaði Kennedy demókrata um að há stríð fyrir dómstólum gegn sér og Trump. Demókratar væru ekki lengur talsmenn stjórnarskrárinnar og hefðu vikið frá grunngildum flokksins frá æsku hans sjálfs. Kennedy ætlaði upphaflega að bjóða sig fram í forvali demókrata en skráði sig síðan sem óháður frambjóðandi. NBC-sjónvarpsstöðin segir að Kennedy ætli að koma fram á kosningafundi með Trump í Phoenix í Arizona dag. Blaðamannafundur Kennedy fór fram þar. Bandarískir fjölmiðlar hafa sagt frá tilraunum Kennedy til þess að fá bæði Trump og Harris til þess að lofa sér áhrifastöðu í ríkisstjórn gegn því að lýsa yfir stuðningi við annað hvort þeirra. Ekki er ljóst hvort að Kennedy hafi fengið slíkt loforð frá Trump. Vísbendingar hafa verið í skoðanakönnunum um að Kennedy gæti tekið atkvæði af Trump í lykilríkjum sem eru líkleg til að ráða úrslitum í forsetakosningunum. Ákvörðun Kennedy nú gæti því hjálpað Trump í hörðum slag við Kamölu Harris, forsetaefni demókrata. Sagður svíkja gildi Kennedy-fjölskyldunnar Mikill vandræðagangur hefur einkennt framboð Kennedy. Hann hefur átt erfitt með að koma nafni sínu á kjörseðilinn í öllum ríkjum, meðal annars vegna ásakana um að hann hafi skilað inn fölsuðum gögnum. Þá hefur hvert furðumálið rekið annað. Hann greindi sjálfur frá því að ormar hefðu fundist í heila hans og viðurkenndi nýlega að hafa skilið eftir bjarnarhúnshræ í Miðgarði í New York fyrir tíu árum. Kennedy er sonur Roberts F. Kennedy, bróður Johns F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Þeir voru báðir ráðnir af dögum. Fjölskylda hans brást við tíðindunum í dag með því að saka hann um að svíkja gildi föður síns og stórfjölskyldunnar. „Þetta er dapurlegur endir á dapurlegri sögu,“ sagði í yfirlýsingunni sem fimm af systkinum Kennedy skrifuðu undir. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. 21. ágúst 2024 11:35 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Á blaðamannafundi þar sem Kennedy kynnti ákvörðun sína í dag sagðist hann ekki geta beðið fólk um að kjósa sig þar sem hann ætti ekki raunhæfa möguleika á að ná kjöri. Hann yrði áfram á kjörseðlinum í sumum ríkjum en draga sig til baka í tíu ríkjum þar sem framboð hans gæti haft áhrif á úrslit kosninganna. Sakaði Kennedy demókrata um að há stríð fyrir dómstólum gegn sér og Trump. Demókratar væru ekki lengur talsmenn stjórnarskrárinnar og hefðu vikið frá grunngildum flokksins frá æsku hans sjálfs. Kennedy ætlaði upphaflega að bjóða sig fram í forvali demókrata en skráði sig síðan sem óháður frambjóðandi. NBC-sjónvarpsstöðin segir að Kennedy ætli að koma fram á kosningafundi með Trump í Phoenix í Arizona dag. Blaðamannafundur Kennedy fór fram þar. Bandarískir fjölmiðlar hafa sagt frá tilraunum Kennedy til þess að fá bæði Trump og Harris til þess að lofa sér áhrifastöðu í ríkisstjórn gegn því að lýsa yfir stuðningi við annað hvort þeirra. Ekki er ljóst hvort að Kennedy hafi fengið slíkt loforð frá Trump. Vísbendingar hafa verið í skoðanakönnunum um að Kennedy gæti tekið atkvæði af Trump í lykilríkjum sem eru líkleg til að ráða úrslitum í forsetakosningunum. Ákvörðun Kennedy nú gæti því hjálpað Trump í hörðum slag við Kamölu Harris, forsetaefni demókrata. Sagður svíkja gildi Kennedy-fjölskyldunnar Mikill vandræðagangur hefur einkennt framboð Kennedy. Hann hefur átt erfitt með að koma nafni sínu á kjörseðilinn í öllum ríkjum, meðal annars vegna ásakana um að hann hafi skilað inn fölsuðum gögnum. Þá hefur hvert furðumálið rekið annað. Hann greindi sjálfur frá því að ormar hefðu fundist í heila hans og viðurkenndi nýlega að hafa skilið eftir bjarnarhúnshræ í Miðgarði í New York fyrir tíu árum. Kennedy er sonur Roberts F. Kennedy, bróður Johns F. Kennedy, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Þeir voru báðir ráðnir af dögum. Fjölskylda hans brást við tíðindunum í dag með því að saka hann um að svíkja gildi föður síns og stórfjölskyldunnar. „Þetta er dapurlegur endir á dapurlegri sögu,“ sagði í yfirlýsingunni sem fimm af systkinum Kennedy skrifuðu undir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. 21. ágúst 2024 11:35 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Sjá meira
Kennedy íhugar að hætta og styðja Trump í staðinn Varaforsetaefni Roberts F. Kennedy yngri, óháðs frambjóðanda til forseta Bandaríkjanna, segir að hann íhugi að draga framboð sitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað hjá Kennedy að undanförnu. 21. ágúst 2024 11:35