Göngutúr í góða veðrinu varð að martröð Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. ágúst 2024 11:12 Hundurinn Smári fann öngul við Kleifarvatn í gær sem hafði í för með sér alvarlegar afleiðingar. Andrea Björk Hannesdóttir Andrea Björk Hannesdóttir dýralæknir var á göngu með hundinum sínum Smára í gær í blíðviðrinu við Kleifarvatn þegar að óheppilegt atvik varpaði dökkum skugga á annars fallegan dag. Hundurinn fann öngul með beitu og snæri við vatnið og „ákvað að gleypa góssið“ sem hafði í för með sér hrikalegar afleiðingar „Ég er svo reið og leið, ég veit varla hvar ég á að byrja! Takk fyrir þú sem skildir öngulinn eftir við Kleifarvatn með beitu og snæri. Yndislegur göngutúr í góða veðrinu varð að martröð. Við höfum oft gengið þarna og aldrei lent í öðru eins!“ Segir Andrea um atvikið á Facebook. Lán í óláni Andrea segir í samtali við Vísi að allt hefði getað farið á miklu verri veg og að í raun sé um lán í óláni að ræða. „Ég hef margoft labbað þarna. Hann át öngul en sem betur fer festist hann í tungunni en fór ekki niður í maga eða festist í vélindanu. Ég meina sama hvort þetta sé viljaverk eða óviljaverk að skilja öngulinn eftir þarna að þá er þetta ágætis áminning að skilja ekki svona eftir. Ég er bara svo fegin því ég á tvo aðra hunda, aðra sem er fimmtán ára og er lifrarveik. Ef ég hefði þurft að deyfa hana, hefði hún kannski ekki lifað það af. Síðan er ég með tík sem er hvolpafull og það má helst ekki deyfa þær því að það getur valdið því að hvolparnir lifi ekki af.“ Hugsar ekki 100% skýrt með sitt eigið dýr Andrea segir það líka heppilegt að hún sé sjálf dýralæknir en hún tók Smára strax í bifreið sína þegar að öngullinn festist í tungu hundsins og keyrði með hann upp á næstu dýralæknastöð þar sem hún starfar og deyfði hann sjálf. „SEM BETUR FER eigum við ótrúlega góða að, en ein símhringing og María var tilbúin að taka á móti okkur með vírklippur á dýralæknamiðstöðinni þegar við komum á staðinn. Smá panikk á því hvernig í ósköpunum maður nær svona úr honum (já maður kannski hugsar ekki alveg 100% skýrt þegar þetta er manns eigið dýr),“ segir Andrea um atvikið í færslu á Facebook. Hún tekur fram að hún hafi hringt í föður sinn sem er læknir sem gat leiðbeint henni hvernig væri best að fjarlægja öngulinn. Faðir Andreu hafði áður tekið á móti veiðimanni sem var með öngul fastan í tungunni og var því ágætlega sjóaður í þeim fræðum. Biðlar til veiðimanna að fara varlega Andrea biðlar til allra veiðimanna að huga vel að búnaði sínum við veiðivötn og hvetur þá til að passa að taka ávallt með sért alla öngla, beitur, flotholt og snæri aftur heim. „Látum þetta vera lexíuna svo þetta gerist aldrei aftur og jafnvel hafi hörmulegri örlög!“ segir í Facebook-færslunni. Andrea bætir við að hún geri sér grein fyrir því að mögulega hafi öngullinn fests í botninum og snærið slitnað og því síðan skolað upp á land. „Kannski er bara um óviljaverk að ræða en það var ekkert flotholt á snærinu sem minnkar stórlega líkurnar á því að þetta gerist. Eiginmaður frænku minnar sem er mikill veiðimaður skrifaði undir á Facebook og sagði að það væri bannað að nota beiti á öngla við veiðivötn einmitt út af þessu. Ef að dýr skyldu komast í þetta eru afleiðingarnar svo miklar.“ Smári er við góða heilsu núna eftir að öngullinn var fjarlægður en þreyttur eftir deyfingu gærdagsins. Hundar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Hundurinn fann öngul með beitu og snæri við vatnið og „ákvað að gleypa góssið“ sem hafði í för með sér hrikalegar afleiðingar „Ég er svo reið og leið, ég veit varla hvar ég á að byrja! Takk fyrir þú sem skildir öngulinn eftir við Kleifarvatn með beitu og snæri. Yndislegur göngutúr í góða veðrinu varð að martröð. Við höfum oft gengið þarna og aldrei lent í öðru eins!“ Segir Andrea um atvikið á Facebook. Lán í óláni Andrea segir í samtali við Vísi að allt hefði getað farið á miklu verri veg og að í raun sé um lán í óláni að ræða. „Ég hef margoft labbað þarna. Hann át öngul en sem betur fer festist hann í tungunni en fór ekki niður í maga eða festist í vélindanu. Ég meina sama hvort þetta sé viljaverk eða óviljaverk að skilja öngulinn eftir þarna að þá er þetta ágætis áminning að skilja ekki svona eftir. Ég er bara svo fegin því ég á tvo aðra hunda, aðra sem er fimmtán ára og er lifrarveik. Ef ég hefði þurft að deyfa hana, hefði hún kannski ekki lifað það af. Síðan er ég með tík sem er hvolpafull og það má helst ekki deyfa þær því að það getur valdið því að hvolparnir lifi ekki af.“ Hugsar ekki 100% skýrt með sitt eigið dýr Andrea segir það líka heppilegt að hún sé sjálf dýralæknir en hún tók Smára strax í bifreið sína þegar að öngullinn festist í tungu hundsins og keyrði með hann upp á næstu dýralæknastöð þar sem hún starfar og deyfði hann sjálf. „SEM BETUR FER eigum við ótrúlega góða að, en ein símhringing og María var tilbúin að taka á móti okkur með vírklippur á dýralæknamiðstöðinni þegar við komum á staðinn. Smá panikk á því hvernig í ósköpunum maður nær svona úr honum (já maður kannski hugsar ekki alveg 100% skýrt þegar þetta er manns eigið dýr),“ segir Andrea um atvikið í færslu á Facebook. Hún tekur fram að hún hafi hringt í föður sinn sem er læknir sem gat leiðbeint henni hvernig væri best að fjarlægja öngulinn. Faðir Andreu hafði áður tekið á móti veiðimanni sem var með öngul fastan í tungunni og var því ágætlega sjóaður í þeim fræðum. Biðlar til veiðimanna að fara varlega Andrea biðlar til allra veiðimanna að huga vel að búnaði sínum við veiðivötn og hvetur þá til að passa að taka ávallt með sért alla öngla, beitur, flotholt og snæri aftur heim. „Látum þetta vera lexíuna svo þetta gerist aldrei aftur og jafnvel hafi hörmulegri örlög!“ segir í Facebook-færslunni. Andrea bætir við að hún geri sér grein fyrir því að mögulega hafi öngullinn fests í botninum og snærið slitnað og því síðan skolað upp á land. „Kannski er bara um óviljaverk að ræða en það var ekkert flotholt á snærinu sem minnkar stórlega líkurnar á því að þetta gerist. Eiginmaður frænku minnar sem er mikill veiðimaður skrifaði undir á Facebook og sagði að það væri bannað að nota beiti á öngla við veiðivötn einmitt út af þessu. Ef að dýr skyldu komast í þetta eru afleiðingarnar svo miklar.“ Smári er við góða heilsu núna eftir að öngullinn var fjarlægður en þreyttur eftir deyfingu gærdagsins.
Hundar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira