Göngutúr í góða veðrinu varð að martröð Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. ágúst 2024 11:12 Hundurinn Smári fann öngul við Kleifarvatn í gær sem hafði í för með sér alvarlegar afleiðingar. Andrea Björk Hannesdóttir Andrea Björk Hannesdóttir dýralæknir var á göngu með hundinum sínum Smára í gær í blíðviðrinu við Kleifarvatn þegar að óheppilegt atvik varpaði dökkum skugga á annars fallegan dag. Hundurinn fann öngul með beitu og snæri við vatnið og „ákvað að gleypa góssið“ sem hafði í för með sér hrikalegar afleiðingar „Ég er svo reið og leið, ég veit varla hvar ég á að byrja! Takk fyrir þú sem skildir öngulinn eftir við Kleifarvatn með beitu og snæri. Yndislegur göngutúr í góða veðrinu varð að martröð. Við höfum oft gengið þarna og aldrei lent í öðru eins!“ Segir Andrea um atvikið á Facebook. Lán í óláni Andrea segir í samtali við Vísi að allt hefði getað farið á miklu verri veg og að í raun sé um lán í óláni að ræða. „Ég hef margoft labbað þarna. Hann át öngul en sem betur fer festist hann í tungunni en fór ekki niður í maga eða festist í vélindanu. Ég meina sama hvort þetta sé viljaverk eða óviljaverk að skilja öngulinn eftir þarna að þá er þetta ágætis áminning að skilja ekki svona eftir. Ég er bara svo fegin því ég á tvo aðra hunda, aðra sem er fimmtán ára og er lifrarveik. Ef ég hefði þurft að deyfa hana, hefði hún kannski ekki lifað það af. Síðan er ég með tík sem er hvolpafull og það má helst ekki deyfa þær því að það getur valdið því að hvolparnir lifi ekki af.“ Hugsar ekki 100% skýrt með sitt eigið dýr Andrea segir það líka heppilegt að hún sé sjálf dýralæknir en hún tók Smára strax í bifreið sína þegar að öngullinn festist í tungu hundsins og keyrði með hann upp á næstu dýralæknastöð þar sem hún starfar og deyfði hann sjálf. „SEM BETUR FER eigum við ótrúlega góða að, en ein símhringing og María var tilbúin að taka á móti okkur með vírklippur á dýralæknamiðstöðinni þegar við komum á staðinn. Smá panikk á því hvernig í ósköpunum maður nær svona úr honum (já maður kannski hugsar ekki alveg 100% skýrt þegar þetta er manns eigið dýr),“ segir Andrea um atvikið í færslu á Facebook. Hún tekur fram að hún hafi hringt í föður sinn sem er læknir sem gat leiðbeint henni hvernig væri best að fjarlægja öngulinn. Faðir Andreu hafði áður tekið á móti veiðimanni sem var með öngul fastan í tungunni og var því ágætlega sjóaður í þeim fræðum. Biðlar til veiðimanna að fara varlega Andrea biðlar til allra veiðimanna að huga vel að búnaði sínum við veiðivötn og hvetur þá til að passa að taka ávallt með sért alla öngla, beitur, flotholt og snæri aftur heim. „Látum þetta vera lexíuna svo þetta gerist aldrei aftur og jafnvel hafi hörmulegri örlög!“ segir í Facebook-færslunni. Andrea bætir við að hún geri sér grein fyrir því að mögulega hafi öngullinn fests í botninum og snærið slitnað og því síðan skolað upp á land. „Kannski er bara um óviljaverk að ræða en það var ekkert flotholt á snærinu sem minnkar stórlega líkurnar á því að þetta gerist. Eiginmaður frænku minnar sem er mikill veiðimaður skrifaði undir á Facebook og sagði að það væri bannað að nota beiti á öngla við veiðivötn einmitt út af þessu. Ef að dýr skyldu komast í þetta eru afleiðingarnar svo miklar.“ Smári er við góða heilsu núna eftir að öngullinn var fjarlægður en þreyttur eftir deyfingu gærdagsins. Hundar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira
Hundurinn fann öngul með beitu og snæri við vatnið og „ákvað að gleypa góssið“ sem hafði í för með sér hrikalegar afleiðingar „Ég er svo reið og leið, ég veit varla hvar ég á að byrja! Takk fyrir þú sem skildir öngulinn eftir við Kleifarvatn með beitu og snæri. Yndislegur göngutúr í góða veðrinu varð að martröð. Við höfum oft gengið þarna og aldrei lent í öðru eins!“ Segir Andrea um atvikið á Facebook. Lán í óláni Andrea segir í samtali við Vísi að allt hefði getað farið á miklu verri veg og að í raun sé um lán í óláni að ræða. „Ég hef margoft labbað þarna. Hann át öngul en sem betur fer festist hann í tungunni en fór ekki niður í maga eða festist í vélindanu. Ég meina sama hvort þetta sé viljaverk eða óviljaverk að skilja öngulinn eftir þarna að þá er þetta ágætis áminning að skilja ekki svona eftir. Ég er bara svo fegin því ég á tvo aðra hunda, aðra sem er fimmtán ára og er lifrarveik. Ef ég hefði þurft að deyfa hana, hefði hún kannski ekki lifað það af. Síðan er ég með tík sem er hvolpafull og það má helst ekki deyfa þær því að það getur valdið því að hvolparnir lifi ekki af.“ Hugsar ekki 100% skýrt með sitt eigið dýr Andrea segir það líka heppilegt að hún sé sjálf dýralæknir en hún tók Smára strax í bifreið sína þegar að öngullinn festist í tungu hundsins og keyrði með hann upp á næstu dýralæknastöð þar sem hún starfar og deyfði hann sjálf. „SEM BETUR FER eigum við ótrúlega góða að, en ein símhringing og María var tilbúin að taka á móti okkur með vírklippur á dýralæknamiðstöðinni þegar við komum á staðinn. Smá panikk á því hvernig í ósköpunum maður nær svona úr honum (já maður kannski hugsar ekki alveg 100% skýrt þegar þetta er manns eigið dýr),“ segir Andrea um atvikið í færslu á Facebook. Hún tekur fram að hún hafi hringt í föður sinn sem er læknir sem gat leiðbeint henni hvernig væri best að fjarlægja öngulinn. Faðir Andreu hafði áður tekið á móti veiðimanni sem var með öngul fastan í tungunni og var því ágætlega sjóaður í þeim fræðum. Biðlar til veiðimanna að fara varlega Andrea biðlar til allra veiðimanna að huga vel að búnaði sínum við veiðivötn og hvetur þá til að passa að taka ávallt með sért alla öngla, beitur, flotholt og snæri aftur heim. „Látum þetta vera lexíuna svo þetta gerist aldrei aftur og jafnvel hafi hörmulegri örlög!“ segir í Facebook-færslunni. Andrea bætir við að hún geri sér grein fyrir því að mögulega hafi öngullinn fests í botninum og snærið slitnað og því síðan skolað upp á land. „Kannski er bara um óviljaverk að ræða en það var ekkert flotholt á snærinu sem minnkar stórlega líkurnar á því að þetta gerist. Eiginmaður frænku minnar sem er mikill veiðimaður skrifaði undir á Facebook og sagði að það væri bannað að nota beiti á öngla við veiðivötn einmitt út af þessu. Ef að dýr skyldu komast í þetta eru afleiðingarnar svo miklar.“ Smári er við góða heilsu núna eftir að öngullinn var fjarlægður en þreyttur eftir deyfingu gærdagsins.
Hundar Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Fleiri fréttir Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Sjá meira