Heitavatnsleysið: Flykktust í sund og sluppu við uppvaskið með grillveislu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. ágúst 2024 20:31 Veitur hleyptu í dag heitu vatni á Hólmsheiði og Almannadal en stór hluti höfuðborgarsvæðisins býr enn við umfangsmikið heitavatnsleysi en framkvæmdastýran segir framkvæmdir á áætlun. Fólk geti að líkindum farið í bað eftir hádegi á morgun Íbúar tóku þessu raski af æðruleysi, margir nýttu sér sturtuaðstöðu sundlauga Reykjavíkur og gamla fólkið skellti sér í grillveislu með útilegu ívafi. Breiðholt er eitt þeirra hverfa sem er og verður heitavatnslaust til hádegis á morgun. Þar er unnið hörðum höndum að því að tengja Suðuræð 2 við Suðuræð 1 sem er flutningslögn fyrir heitt vatn frá virkjunum. Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra hjá Veitum, segir að framkvæmdir séu á áætlun og viðurkennir að þeim fylgir talsvert rask fyrir íbúa á þeim svæðum sem undir eru. „Já, þetta eru að sjálfsögðu óþægindi og mér finnst samt alveg frábært að finna þann skilning sem við höfum fengið. Við erum í rauninni að veita þessum lífsgæðum – sem heita vatnið okkar er – til höfuðborgarsvæðisins. Það er bara komið að þeim tímapunkti núna að eftirspurnin er orðin það mikil eftir þessum lífsgæðum, að þjóna stækkandi samfélagi, að við þurfum að auka flutningsgetuna.“ Starfsfólk Veitna vinnur nú hörðum höndum að því að tengja Suðuræð 2 við Suðuræð 1. Þessi drónamynd fangar framkvæmdirnar sem eiga sér nú stað á horni Völvufells og Suðurfells í Breiðholti.Vísir/arnar Hafið þið frétt af einhverjum skemmdum? „Við höfum heyrt af því að einhverjir ofnalekar hafi komið upp en við vitum ekki hvort þeir tengist beinlínis þessu en við getum samt alveg sagt að þetta sé ákveðið álagspróf að taka svona stórt kerfi úr notkun og setja það svo aftur í notkun. Það er alveg viðbúið að það komi upp rekstrartruflanir og jafnvel einhverjar bilanir.“ Til stendur að ljúka verkinu í hádeginu á morgun en heita vatninu verður hleypt á hægt og rólega. Á heimasíðu Veitna má sjá tímasetningu eftir hverfum. Fólk flykktist í Laugardalslaug til að komast í bað Vaktstjóri í Laugardalslaug skildi ekkert í því í fyrstu hvers vegna óvenjumikil aðsókn var í sund í morgun en fattaði fljótlega að hún stafaði af umfangsmiklu heitavatnsleysi á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/arnar Í ljósi þess að þriðjungur þjóðarinnar kemst ekki í sund í sínu hverfi þá er kannski ekki skrítið að fólk hafi í dag tekið að flykkjast í sundlaugar í Reykjavík. Guðný Björk Halldórsdóttir vaktstjóri í Laugardalslaug hafði gleymt heitavatnsleysinu og var undrandi á gríðarlegri aðsókn í laugina í morgun. „Ég og besta vinkona mín byrjuðum í afgreiðslunni í morgun og vanalega er þetta svo kósí á morgnanna, allir fastagestirnir kunna þetta og allt voða næs en svo hefur bara verið brjálað að gera síðan við opnuðum,“ útskýrir Guðný. Margir borguðu sig inn í laugina til að komast í sturtuaðstöðuna. Nokkrir eldri borgarar úr öðrum hverfum voru hissa á að þurfa að taka upp veskið þegar þeir mættu í afgreiðsluna í Laugardalslauginni í morgun. „Við erum nýbyrjuð að rukka og það eru ekkert allir voðalega sáttir við þetta.“ Komu sér hjá uppvaski með því blása til grillveislu Starfsfólk Hrafnistu hugsaði með sanni út fyrir kassann þegar það frétti af heitavatnsleysinu og ákvað að bjóða til grillveislu með útileguívafi í hádeginu, en þannig komst fólk hjá því að fást við mikið uppvask. Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðukona Hrafnistu, segir framkvæmdirnar vissulega setja ákveðna rútínu úr skorðum hjá íbúum Hrafnistu en þau hafi ákveðið að gera gott úr málunum. „Við reynum bara að bregðast við á jákvæðan hátt og leysa málin. Við báðum um gott veður og vorum bænheyrð. Þetta yndislega veður breytir öllu og þetta er ekkert mál,“ segir Árdís, hæstánægð með grillveisluna. Orkumál Reykjavík Vatn Tengdar fréttir Sögulegt heitavatnsleysi og brjáluð umferð Veitur hleyptu síðdegis heitu vatni á Hólmsheiði og Almannadal en stór hluti höfuðborgarsvæðisins býr enn við umfangsmikið heitavatnsleysi. Framkvæmdastýran segir framkvæmdir á áætlun. Fólk geti að líkindum farið í bað eftir hádegi á morgun. Íbúar tóku raskinu af æðruleysi, margir nýttu sér sturtuaðstöðu sundlauga Reykjavíkur og gamla fólkið skellti sér í grillveislu. 20. ágúst 2024 17:58 Unnið í alla nótt og allt samkvæmt áætlun Framkvæmdir við hitaveitutengingu, sem haft hafa í för með sér umfangsmestu heitavatnslokun sögunnar, eru á áætlun og miðar vel, að sögn forstöðumanns hjá Veitum. Óvenjumikið hefur verið að gera í sundlaugum utan lokunarsvæðisins í morgun. 20. ágúst 2024 11:59 Óvenju mikið að gera í Laugardalslaug í morgun Mikið var að gera í Laugardalslaug í Reykjavík í morgun. „Við héldum að það væri ættarmót,“ segir Birna Rún Kolbeinsdóttir starfsmaður laugarinnar. „Nú er allt flóttafólkið að koma hingað,“ segir hún og á þá við þá íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þurfa að flýja heimili sín vegna heitavatnsleysis. 20. ágúst 2024 08:25 Stærra svæði aldrei orðið heitavatnslaust Íbúar víða á höfuðborgarsvæði verða að búa sig undir heitavatnsleysi næstu þrjá daga. Aldrei fyrr hefur jafn stórt svæði orðið fyrir truflunum. 18. ágúst 2024 12:09 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Íbúar tóku þessu raski af æðruleysi, margir nýttu sér sturtuaðstöðu sundlauga Reykjavíkur og gamla fólkið skellti sér í grillveislu með útilegu ívafi. Breiðholt er eitt þeirra hverfa sem er og verður heitavatnslaust til hádegis á morgun. Þar er unnið hörðum höndum að því að tengja Suðuræð 2 við Suðuræð 1 sem er flutningslögn fyrir heitt vatn frá virkjunum. Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra hjá Veitum, segir að framkvæmdir séu á áætlun og viðurkennir að þeim fylgir talsvert rask fyrir íbúa á þeim svæðum sem undir eru. „Já, þetta eru að sjálfsögðu óþægindi og mér finnst samt alveg frábært að finna þann skilning sem við höfum fengið. Við erum í rauninni að veita þessum lífsgæðum – sem heita vatnið okkar er – til höfuðborgarsvæðisins. Það er bara komið að þeim tímapunkti núna að eftirspurnin er orðin það mikil eftir þessum lífsgæðum, að þjóna stækkandi samfélagi, að við þurfum að auka flutningsgetuna.“ Starfsfólk Veitna vinnur nú hörðum höndum að því að tengja Suðuræð 2 við Suðuræð 1. Þessi drónamynd fangar framkvæmdirnar sem eiga sér nú stað á horni Völvufells og Suðurfells í Breiðholti.Vísir/arnar Hafið þið frétt af einhverjum skemmdum? „Við höfum heyrt af því að einhverjir ofnalekar hafi komið upp en við vitum ekki hvort þeir tengist beinlínis þessu en við getum samt alveg sagt að þetta sé ákveðið álagspróf að taka svona stórt kerfi úr notkun og setja það svo aftur í notkun. Það er alveg viðbúið að það komi upp rekstrartruflanir og jafnvel einhverjar bilanir.“ Til stendur að ljúka verkinu í hádeginu á morgun en heita vatninu verður hleypt á hægt og rólega. Á heimasíðu Veitna má sjá tímasetningu eftir hverfum. Fólk flykktist í Laugardalslaug til að komast í bað Vaktstjóri í Laugardalslaug skildi ekkert í því í fyrstu hvers vegna óvenjumikil aðsókn var í sund í morgun en fattaði fljótlega að hún stafaði af umfangsmiklu heitavatnsleysi á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/arnar Í ljósi þess að þriðjungur þjóðarinnar kemst ekki í sund í sínu hverfi þá er kannski ekki skrítið að fólk hafi í dag tekið að flykkjast í sundlaugar í Reykjavík. Guðný Björk Halldórsdóttir vaktstjóri í Laugardalslaug hafði gleymt heitavatnsleysinu og var undrandi á gríðarlegri aðsókn í laugina í morgun. „Ég og besta vinkona mín byrjuðum í afgreiðslunni í morgun og vanalega er þetta svo kósí á morgnanna, allir fastagestirnir kunna þetta og allt voða næs en svo hefur bara verið brjálað að gera síðan við opnuðum,“ útskýrir Guðný. Margir borguðu sig inn í laugina til að komast í sturtuaðstöðuna. Nokkrir eldri borgarar úr öðrum hverfum voru hissa á að þurfa að taka upp veskið þegar þeir mættu í afgreiðsluna í Laugardalslauginni í morgun. „Við erum nýbyrjuð að rukka og það eru ekkert allir voðalega sáttir við þetta.“ Komu sér hjá uppvaski með því blása til grillveislu Starfsfólk Hrafnistu hugsaði með sanni út fyrir kassann þegar það frétti af heitavatnsleysinu og ákvað að bjóða til grillveislu með útileguívafi í hádeginu, en þannig komst fólk hjá því að fást við mikið uppvask. Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðukona Hrafnistu, segir framkvæmdirnar vissulega setja ákveðna rútínu úr skorðum hjá íbúum Hrafnistu en þau hafi ákveðið að gera gott úr málunum. „Við reynum bara að bregðast við á jákvæðan hátt og leysa málin. Við báðum um gott veður og vorum bænheyrð. Þetta yndislega veður breytir öllu og þetta er ekkert mál,“ segir Árdís, hæstánægð með grillveisluna.
Orkumál Reykjavík Vatn Tengdar fréttir Sögulegt heitavatnsleysi og brjáluð umferð Veitur hleyptu síðdegis heitu vatni á Hólmsheiði og Almannadal en stór hluti höfuðborgarsvæðisins býr enn við umfangsmikið heitavatnsleysi. Framkvæmdastýran segir framkvæmdir á áætlun. Fólk geti að líkindum farið í bað eftir hádegi á morgun. Íbúar tóku raskinu af æðruleysi, margir nýttu sér sturtuaðstöðu sundlauga Reykjavíkur og gamla fólkið skellti sér í grillveislu. 20. ágúst 2024 17:58 Unnið í alla nótt og allt samkvæmt áætlun Framkvæmdir við hitaveitutengingu, sem haft hafa í för með sér umfangsmestu heitavatnslokun sögunnar, eru á áætlun og miðar vel, að sögn forstöðumanns hjá Veitum. Óvenjumikið hefur verið að gera í sundlaugum utan lokunarsvæðisins í morgun. 20. ágúst 2024 11:59 Óvenju mikið að gera í Laugardalslaug í morgun Mikið var að gera í Laugardalslaug í Reykjavík í morgun. „Við héldum að það væri ættarmót,“ segir Birna Rún Kolbeinsdóttir starfsmaður laugarinnar. „Nú er allt flóttafólkið að koma hingað,“ segir hún og á þá við þá íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þurfa að flýja heimili sín vegna heitavatnsleysis. 20. ágúst 2024 08:25 Stærra svæði aldrei orðið heitavatnslaust Íbúar víða á höfuðborgarsvæði verða að búa sig undir heitavatnsleysi næstu þrjá daga. Aldrei fyrr hefur jafn stórt svæði orðið fyrir truflunum. 18. ágúst 2024 12:09 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Sögulegt heitavatnsleysi og brjáluð umferð Veitur hleyptu síðdegis heitu vatni á Hólmsheiði og Almannadal en stór hluti höfuðborgarsvæðisins býr enn við umfangsmikið heitavatnsleysi. Framkvæmdastýran segir framkvæmdir á áætlun. Fólk geti að líkindum farið í bað eftir hádegi á morgun. Íbúar tóku raskinu af æðruleysi, margir nýttu sér sturtuaðstöðu sundlauga Reykjavíkur og gamla fólkið skellti sér í grillveislu. 20. ágúst 2024 17:58
Unnið í alla nótt og allt samkvæmt áætlun Framkvæmdir við hitaveitutengingu, sem haft hafa í för með sér umfangsmestu heitavatnslokun sögunnar, eru á áætlun og miðar vel, að sögn forstöðumanns hjá Veitum. Óvenjumikið hefur verið að gera í sundlaugum utan lokunarsvæðisins í morgun. 20. ágúst 2024 11:59
Óvenju mikið að gera í Laugardalslaug í morgun Mikið var að gera í Laugardalslaug í Reykjavík í morgun. „Við héldum að það væri ættarmót,“ segir Birna Rún Kolbeinsdóttir starfsmaður laugarinnar. „Nú er allt flóttafólkið að koma hingað,“ segir hún og á þá við þá íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þurfa að flýja heimili sín vegna heitavatnsleysis. 20. ágúst 2024 08:25
Stærra svæði aldrei orðið heitavatnslaust Íbúar víða á höfuðborgarsvæði verða að búa sig undir heitavatnsleysi næstu þrjá daga. Aldrei fyrr hefur jafn stórt svæði orðið fyrir truflunum. 18. ágúst 2024 12:09