Heitavatnsleysið: Flykktust í sund og sluppu við uppvaskið með grillveislu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. ágúst 2024 20:31 Veitur hleyptu í dag heitu vatni á Hólmsheiði og Almannadal en stór hluti höfuðborgarsvæðisins býr enn við umfangsmikið heitavatnsleysi en framkvæmdastýran segir framkvæmdir á áætlun. Fólk geti að líkindum farið í bað eftir hádegi á morgun Íbúar tóku þessu raski af æðruleysi, margir nýttu sér sturtuaðstöðu sundlauga Reykjavíkur og gamla fólkið skellti sér í grillveislu með útilegu ívafi. Breiðholt er eitt þeirra hverfa sem er og verður heitavatnslaust til hádegis á morgun. Þar er unnið hörðum höndum að því að tengja Suðuræð 2 við Suðuræð 1 sem er flutningslögn fyrir heitt vatn frá virkjunum. Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra hjá Veitum, segir að framkvæmdir séu á áætlun og viðurkennir að þeim fylgir talsvert rask fyrir íbúa á þeim svæðum sem undir eru. „Já, þetta eru að sjálfsögðu óþægindi og mér finnst samt alveg frábært að finna þann skilning sem við höfum fengið. Við erum í rauninni að veita þessum lífsgæðum – sem heita vatnið okkar er – til höfuðborgarsvæðisins. Það er bara komið að þeim tímapunkti núna að eftirspurnin er orðin það mikil eftir þessum lífsgæðum, að þjóna stækkandi samfélagi, að við þurfum að auka flutningsgetuna.“ Starfsfólk Veitna vinnur nú hörðum höndum að því að tengja Suðuræð 2 við Suðuræð 1. Þessi drónamynd fangar framkvæmdirnar sem eiga sér nú stað á horni Völvufells og Suðurfells í Breiðholti.Vísir/arnar Hafið þið frétt af einhverjum skemmdum? „Við höfum heyrt af því að einhverjir ofnalekar hafi komið upp en við vitum ekki hvort þeir tengist beinlínis þessu en við getum samt alveg sagt að þetta sé ákveðið álagspróf að taka svona stórt kerfi úr notkun og setja það svo aftur í notkun. Það er alveg viðbúið að það komi upp rekstrartruflanir og jafnvel einhverjar bilanir.“ Til stendur að ljúka verkinu í hádeginu á morgun en heita vatninu verður hleypt á hægt og rólega. Á heimasíðu Veitna má sjá tímasetningu eftir hverfum. Fólk flykktist í Laugardalslaug til að komast í bað Vaktstjóri í Laugardalslaug skildi ekkert í því í fyrstu hvers vegna óvenjumikil aðsókn var í sund í morgun en fattaði fljótlega að hún stafaði af umfangsmiklu heitavatnsleysi á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/arnar Í ljósi þess að þriðjungur þjóðarinnar kemst ekki í sund í sínu hverfi þá er kannski ekki skrítið að fólk hafi í dag tekið að flykkjast í sundlaugar í Reykjavík. Guðný Björk Halldórsdóttir vaktstjóri í Laugardalslaug hafði gleymt heitavatnsleysinu og var undrandi á gríðarlegri aðsókn í laugina í morgun. „Ég og besta vinkona mín byrjuðum í afgreiðslunni í morgun og vanalega er þetta svo kósí á morgnanna, allir fastagestirnir kunna þetta og allt voða næs en svo hefur bara verið brjálað að gera síðan við opnuðum,“ útskýrir Guðný. Margir borguðu sig inn í laugina til að komast í sturtuaðstöðuna. Nokkrir eldri borgarar úr öðrum hverfum voru hissa á að þurfa að taka upp veskið þegar þeir mættu í afgreiðsluna í Laugardalslauginni í morgun. „Við erum nýbyrjuð að rukka og það eru ekkert allir voðalega sáttir við þetta.“ Komu sér hjá uppvaski með því blása til grillveislu Starfsfólk Hrafnistu hugsaði með sanni út fyrir kassann þegar það frétti af heitavatnsleysinu og ákvað að bjóða til grillveislu með útileguívafi í hádeginu, en þannig komst fólk hjá því að fást við mikið uppvask. Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðukona Hrafnistu, segir framkvæmdirnar vissulega setja ákveðna rútínu úr skorðum hjá íbúum Hrafnistu en þau hafi ákveðið að gera gott úr málunum. „Við reynum bara að bregðast við á jákvæðan hátt og leysa málin. Við báðum um gott veður og vorum bænheyrð. Þetta yndislega veður breytir öllu og þetta er ekkert mál,“ segir Árdís, hæstánægð með grillveisluna. Orkumál Reykjavík Vatn Tengdar fréttir Sögulegt heitavatnsleysi og brjáluð umferð Veitur hleyptu síðdegis heitu vatni á Hólmsheiði og Almannadal en stór hluti höfuðborgarsvæðisins býr enn við umfangsmikið heitavatnsleysi. Framkvæmdastýran segir framkvæmdir á áætlun. Fólk geti að líkindum farið í bað eftir hádegi á morgun. Íbúar tóku raskinu af æðruleysi, margir nýttu sér sturtuaðstöðu sundlauga Reykjavíkur og gamla fólkið skellti sér í grillveislu. 20. ágúst 2024 17:58 Unnið í alla nótt og allt samkvæmt áætlun Framkvæmdir við hitaveitutengingu, sem haft hafa í för með sér umfangsmestu heitavatnslokun sögunnar, eru á áætlun og miðar vel, að sögn forstöðumanns hjá Veitum. Óvenjumikið hefur verið að gera í sundlaugum utan lokunarsvæðisins í morgun. 20. ágúst 2024 11:59 Óvenju mikið að gera í Laugardalslaug í morgun Mikið var að gera í Laugardalslaug í Reykjavík í morgun. „Við héldum að það væri ættarmót,“ segir Birna Rún Kolbeinsdóttir starfsmaður laugarinnar. „Nú er allt flóttafólkið að koma hingað,“ segir hún og á þá við þá íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þurfa að flýja heimili sín vegna heitavatnsleysis. 20. ágúst 2024 08:25 Stærra svæði aldrei orðið heitavatnslaust Íbúar víða á höfuðborgarsvæði verða að búa sig undir heitavatnsleysi næstu þrjá daga. Aldrei fyrr hefur jafn stórt svæði orðið fyrir truflunum. 18. ágúst 2024 12:09 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Íbúar tóku þessu raski af æðruleysi, margir nýttu sér sturtuaðstöðu sundlauga Reykjavíkur og gamla fólkið skellti sér í grillveislu með útilegu ívafi. Breiðholt er eitt þeirra hverfa sem er og verður heitavatnslaust til hádegis á morgun. Þar er unnið hörðum höndum að því að tengja Suðuræð 2 við Suðuræð 1 sem er flutningslögn fyrir heitt vatn frá virkjunum. Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra hjá Veitum, segir að framkvæmdir séu á áætlun og viðurkennir að þeim fylgir talsvert rask fyrir íbúa á þeim svæðum sem undir eru. „Já, þetta eru að sjálfsögðu óþægindi og mér finnst samt alveg frábært að finna þann skilning sem við höfum fengið. Við erum í rauninni að veita þessum lífsgæðum – sem heita vatnið okkar er – til höfuðborgarsvæðisins. Það er bara komið að þeim tímapunkti núna að eftirspurnin er orðin það mikil eftir þessum lífsgæðum, að þjóna stækkandi samfélagi, að við þurfum að auka flutningsgetuna.“ Starfsfólk Veitna vinnur nú hörðum höndum að því að tengja Suðuræð 2 við Suðuræð 1. Þessi drónamynd fangar framkvæmdirnar sem eiga sér nú stað á horni Völvufells og Suðurfells í Breiðholti.Vísir/arnar Hafið þið frétt af einhverjum skemmdum? „Við höfum heyrt af því að einhverjir ofnalekar hafi komið upp en við vitum ekki hvort þeir tengist beinlínis þessu en við getum samt alveg sagt að þetta sé ákveðið álagspróf að taka svona stórt kerfi úr notkun og setja það svo aftur í notkun. Það er alveg viðbúið að það komi upp rekstrartruflanir og jafnvel einhverjar bilanir.“ Til stendur að ljúka verkinu í hádeginu á morgun en heita vatninu verður hleypt á hægt og rólega. Á heimasíðu Veitna má sjá tímasetningu eftir hverfum. Fólk flykktist í Laugardalslaug til að komast í bað Vaktstjóri í Laugardalslaug skildi ekkert í því í fyrstu hvers vegna óvenjumikil aðsókn var í sund í morgun en fattaði fljótlega að hún stafaði af umfangsmiklu heitavatnsleysi á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/arnar Í ljósi þess að þriðjungur þjóðarinnar kemst ekki í sund í sínu hverfi þá er kannski ekki skrítið að fólk hafi í dag tekið að flykkjast í sundlaugar í Reykjavík. Guðný Björk Halldórsdóttir vaktstjóri í Laugardalslaug hafði gleymt heitavatnsleysinu og var undrandi á gríðarlegri aðsókn í laugina í morgun. „Ég og besta vinkona mín byrjuðum í afgreiðslunni í morgun og vanalega er þetta svo kósí á morgnanna, allir fastagestirnir kunna þetta og allt voða næs en svo hefur bara verið brjálað að gera síðan við opnuðum,“ útskýrir Guðný. Margir borguðu sig inn í laugina til að komast í sturtuaðstöðuna. Nokkrir eldri borgarar úr öðrum hverfum voru hissa á að þurfa að taka upp veskið þegar þeir mættu í afgreiðsluna í Laugardalslauginni í morgun. „Við erum nýbyrjuð að rukka og það eru ekkert allir voðalega sáttir við þetta.“ Komu sér hjá uppvaski með því blása til grillveislu Starfsfólk Hrafnistu hugsaði með sanni út fyrir kassann þegar það frétti af heitavatnsleysinu og ákvað að bjóða til grillveislu með útileguívafi í hádeginu, en þannig komst fólk hjá því að fást við mikið uppvask. Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðukona Hrafnistu, segir framkvæmdirnar vissulega setja ákveðna rútínu úr skorðum hjá íbúum Hrafnistu en þau hafi ákveðið að gera gott úr málunum. „Við reynum bara að bregðast við á jákvæðan hátt og leysa málin. Við báðum um gott veður og vorum bænheyrð. Þetta yndislega veður breytir öllu og þetta er ekkert mál,“ segir Árdís, hæstánægð með grillveisluna.
Orkumál Reykjavík Vatn Tengdar fréttir Sögulegt heitavatnsleysi og brjáluð umferð Veitur hleyptu síðdegis heitu vatni á Hólmsheiði og Almannadal en stór hluti höfuðborgarsvæðisins býr enn við umfangsmikið heitavatnsleysi. Framkvæmdastýran segir framkvæmdir á áætlun. Fólk geti að líkindum farið í bað eftir hádegi á morgun. Íbúar tóku raskinu af æðruleysi, margir nýttu sér sturtuaðstöðu sundlauga Reykjavíkur og gamla fólkið skellti sér í grillveislu. 20. ágúst 2024 17:58 Unnið í alla nótt og allt samkvæmt áætlun Framkvæmdir við hitaveitutengingu, sem haft hafa í för með sér umfangsmestu heitavatnslokun sögunnar, eru á áætlun og miðar vel, að sögn forstöðumanns hjá Veitum. Óvenjumikið hefur verið að gera í sundlaugum utan lokunarsvæðisins í morgun. 20. ágúst 2024 11:59 Óvenju mikið að gera í Laugardalslaug í morgun Mikið var að gera í Laugardalslaug í Reykjavík í morgun. „Við héldum að það væri ættarmót,“ segir Birna Rún Kolbeinsdóttir starfsmaður laugarinnar. „Nú er allt flóttafólkið að koma hingað,“ segir hún og á þá við þá íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þurfa að flýja heimili sín vegna heitavatnsleysis. 20. ágúst 2024 08:25 Stærra svæði aldrei orðið heitavatnslaust Íbúar víða á höfuðborgarsvæði verða að búa sig undir heitavatnsleysi næstu þrjá daga. Aldrei fyrr hefur jafn stórt svæði orðið fyrir truflunum. 18. ágúst 2024 12:09 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Sögulegt heitavatnsleysi og brjáluð umferð Veitur hleyptu síðdegis heitu vatni á Hólmsheiði og Almannadal en stór hluti höfuðborgarsvæðisins býr enn við umfangsmikið heitavatnsleysi. Framkvæmdastýran segir framkvæmdir á áætlun. Fólk geti að líkindum farið í bað eftir hádegi á morgun. Íbúar tóku raskinu af æðruleysi, margir nýttu sér sturtuaðstöðu sundlauga Reykjavíkur og gamla fólkið skellti sér í grillveislu. 20. ágúst 2024 17:58
Unnið í alla nótt og allt samkvæmt áætlun Framkvæmdir við hitaveitutengingu, sem haft hafa í för með sér umfangsmestu heitavatnslokun sögunnar, eru á áætlun og miðar vel, að sögn forstöðumanns hjá Veitum. Óvenjumikið hefur verið að gera í sundlaugum utan lokunarsvæðisins í morgun. 20. ágúst 2024 11:59
Óvenju mikið að gera í Laugardalslaug í morgun Mikið var að gera í Laugardalslaug í Reykjavík í morgun. „Við héldum að það væri ættarmót,“ segir Birna Rún Kolbeinsdóttir starfsmaður laugarinnar. „Nú er allt flóttafólkið að koma hingað,“ segir hún og á þá við þá íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þurfa að flýja heimili sín vegna heitavatnsleysis. 20. ágúst 2024 08:25
Stærra svæði aldrei orðið heitavatnslaust Íbúar víða á höfuðborgarsvæði verða að búa sig undir heitavatnsleysi næstu þrjá daga. Aldrei fyrr hefur jafn stórt svæði orðið fyrir truflunum. 18. ágúst 2024 12:09