Hafði gott af of löngu banni Stefán Árni Pálsson skrifar 20. ágúst 2024 08:01 Ragnar Bragi hefur verið frábær fyrir Fylki í sumar. vísir/arnar Fyrirliði Fylkis segir að hann hafi mögulega bara haft gott af óþarflega löngu leikbanni í Bestu-deild karla. Árbæingar ætla að halda sæti sínu í deildinni. Ragnar Bragi Sveinsson segir að sigur Fylkis á HK í Kórnum geti gefið liðinu enn meira en stigin þrjú í botnbaráttunni. Fylkir er eftir sigurinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 16 stig, tveimur stigum fyrir ofan HK, stigi á eftir Vestra og tveimur stigum frá KR. „Eins og gefur að skilja var þetta fáránlega mikilvægt fyrir okkur og sérstaklega í ljósi þess hvernig leikurinn fór á laugardaginn hjá Vestra á móti KR. Þetta var lífsnauðsynlegur sigur fyrir okkur og ég tala ekki um hvernig við unnum leikinn. Að lenda manni færri þegar það voru einhverjar fimmtíu og eitthvað mínútur búnar og þá hugsaði maður að þetta gæti verið djöfulsins brekka. En við bara þjöppum okkur saman og það gerist stundum þegar maður lendir einum færri, þá hugsar maður bara fokkit og keyrir á þetta.“ Mikið undir Halldór Jón Sigurður leikmaður Fylkis fékk rautt spjald í leiknum á sunnudagskvöldið, en Fylkir vann engu að síður manni færri. Í útsendingunni á Stöð 2 Sport sást vel að Ragnar var ekkert sérstaklega hrifinn af umræddu rauðu spjaldi. „Ég var kannski frekar svekktur þegar þetta gerist. Það kom smá vonleysi yfir mig. Við lendum í því að fá rautt spjald þarna líka í fyrra. Það eru miklar tilfinningar í þessu, enda mikið undir.“ Ragnar Bragi var í leikbanni í síðasta leik Fylkis gegn KA. Í leiknum þar á undan héldu Árbæingar aftur á móti að Ragnar væri einnig í banni og byrjaði hann því ekki þann leik þar sem allur undirbúningur þjálfarateymisins var með þeim formerkjum að Ragnar væri í banni. Menn áttuðu sig seint á því að hann væri einfaldlega ekki í banni í þeim leik. Ragnar hefur spilað vel fyrir Fylki á tímabilinu. „Ég var í toppstandi í leiknum þar sem ég fékk eiginlega tveggja leikja frí,“ segir Ragnar og hlær. „En þetta hefur í raun verið tröppugangurinn hjá mér síðan að Rúnar [Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis] tók við. Hann lætur okkur æfa meira heldur en aðrir þjálfarar. Svo tók maður margt í gegn varðandi undirbúning og mataræði, þar sem maður er ekki að yngjast í þessu.“ Besta deild karla Fylkir Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
Ragnar Bragi Sveinsson segir að sigur Fylkis á HK í Kórnum geti gefið liðinu enn meira en stigin þrjú í botnbaráttunni. Fylkir er eftir sigurinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 16 stig, tveimur stigum fyrir ofan HK, stigi á eftir Vestra og tveimur stigum frá KR. „Eins og gefur að skilja var þetta fáránlega mikilvægt fyrir okkur og sérstaklega í ljósi þess hvernig leikurinn fór á laugardaginn hjá Vestra á móti KR. Þetta var lífsnauðsynlegur sigur fyrir okkur og ég tala ekki um hvernig við unnum leikinn. Að lenda manni færri þegar það voru einhverjar fimmtíu og eitthvað mínútur búnar og þá hugsaði maður að þetta gæti verið djöfulsins brekka. En við bara þjöppum okkur saman og það gerist stundum þegar maður lendir einum færri, þá hugsar maður bara fokkit og keyrir á þetta.“ Mikið undir Halldór Jón Sigurður leikmaður Fylkis fékk rautt spjald í leiknum á sunnudagskvöldið, en Fylkir vann engu að síður manni færri. Í útsendingunni á Stöð 2 Sport sást vel að Ragnar var ekkert sérstaklega hrifinn af umræddu rauðu spjaldi. „Ég var kannski frekar svekktur þegar þetta gerist. Það kom smá vonleysi yfir mig. Við lendum í því að fá rautt spjald þarna líka í fyrra. Það eru miklar tilfinningar í þessu, enda mikið undir.“ Ragnar Bragi var í leikbanni í síðasta leik Fylkis gegn KA. Í leiknum þar á undan héldu Árbæingar aftur á móti að Ragnar væri einnig í banni og byrjaði hann því ekki þann leik þar sem allur undirbúningur þjálfarateymisins var með þeim formerkjum að Ragnar væri í banni. Menn áttuðu sig seint á því að hann væri einfaldlega ekki í banni í þeim leik. Ragnar hefur spilað vel fyrir Fylki á tímabilinu. „Ég var í toppstandi í leiknum þar sem ég fékk eiginlega tveggja leikja frí,“ segir Ragnar og hlær. „En þetta hefur í raun verið tröppugangurinn hjá mér síðan að Rúnar [Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis] tók við. Hann lætur okkur æfa meira heldur en aðrir þjálfarar. Svo tók maður margt í gegn varðandi undirbúning og mataræði, þar sem maður er ekki að yngjast í þessu.“
Besta deild karla Fylkir Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira