Þurftu að stækka klefann hjá Chelsea Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 11:01 Leikmenn Chelsea sjást hér fyrir leikinn á móti Manchester City í gær. Það er engin smá samkeppni í gangi hjá félaginu enda yfir fjörutíu leikmenn á skrá. Getty/Shaun Botterill Umræðan um stærð leikmannahópsins hjá Chelsea hefur verið áberandi síðustu vikur enda heldur félagið áfram að bæta við sig leikmönnum. Frá því að Behdad Eghbali og Todd Boehly eignuðust Chelsea fyrir tveimur árum síðan hafa þeir eytt um 1,5 milljörðum punda í nýja leikmenn. Breska ríkisútvarpið segir frá því að leikmannahópurinn hafi verið orðinn svo stór, eftir hundrað daga undir nýjum eigendum, að það þurfti bókstaflega að stækka búningsklefann. Það þurfti stærri klefa til að koma fleiri leikmönnum þangað inn enda þurftu leikmenn þá að skipta um föt á göngunum. Chelsea þurfti á þessum tíma að skilja Pierre-Emerick Aubameyang eftir utan Meistaradeildarhóps þrátt fyrir að hann hafi byrjað alla leikina í riðlakeppninni. Þegar kom að útsláttarkeppninni þá var ekki lengur pláss fyrir hann. Enzo Maresca, nýr knattspyrnustjóri Chelsea, fær nú það vandamikla verkefni að finna besta liðið sitt og velja þá 25 leikmenn sem verða í boði í ensku úrvalsdeildinni. Hver stjóri þarf að velja 25 manna hóp en leikmenn undir 21 árs teljast ekki með þar. Af þessum 25 þurfa síðan átta leikmenn að vera uppaldir í Englandi. Ellefu nýir leikmenn hafa bæst við í sumar og það þarf að finna út hverjir spila, hverjir eru í hóp, hverjir passa best saman og hvaða leikstíll hentar þessum leikmannahópi best. Verkefnið er því af stærri gerðinni fyrir Maresca og það er strax komið af stað mikið fjaðrafok í kringum Raheem Sterling. Umræðan um stærð leikmannahópsins og framtíð sumra leikmanna liðsins verður því örugglega mjög áberandi þar til að félagsskiptaglugginn lokar. Enski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Frá því að Behdad Eghbali og Todd Boehly eignuðust Chelsea fyrir tveimur árum síðan hafa þeir eytt um 1,5 milljörðum punda í nýja leikmenn. Breska ríkisútvarpið segir frá því að leikmannahópurinn hafi verið orðinn svo stór, eftir hundrað daga undir nýjum eigendum, að það þurfti bókstaflega að stækka búningsklefann. Það þurfti stærri klefa til að koma fleiri leikmönnum þangað inn enda þurftu leikmenn þá að skipta um föt á göngunum. Chelsea þurfti á þessum tíma að skilja Pierre-Emerick Aubameyang eftir utan Meistaradeildarhóps þrátt fyrir að hann hafi byrjað alla leikina í riðlakeppninni. Þegar kom að útsláttarkeppninni þá var ekki lengur pláss fyrir hann. Enzo Maresca, nýr knattspyrnustjóri Chelsea, fær nú það vandamikla verkefni að finna besta liðið sitt og velja þá 25 leikmenn sem verða í boði í ensku úrvalsdeildinni. Hver stjóri þarf að velja 25 manna hóp en leikmenn undir 21 árs teljast ekki með þar. Af þessum 25 þurfa síðan átta leikmenn að vera uppaldir í Englandi. Ellefu nýir leikmenn hafa bæst við í sumar og það þarf að finna út hverjir spila, hverjir eru í hóp, hverjir passa best saman og hvaða leikstíll hentar þessum leikmannahópi best. Verkefnið er því af stærri gerðinni fyrir Maresca og það er strax komið af stað mikið fjaðrafok í kringum Raheem Sterling. Umræðan um stærð leikmannahópsins og framtíð sumra leikmanna liðsins verður því örugglega mjög áberandi þar til að félagsskiptaglugginn lokar.
Enski boltinn Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Þetta var sársaukafullt“ Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira