Segir Sterling hafa brugðist liðsfélögum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 08:01 Það er komin upp mikil óvissa með framtíð Raheem Sterling hjá Chelsea og hann sjálfur heimtar skýringar. Getty/ James Gill Chelsea tapaði í gær fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili sem jafnframt var fyrsti keppnisleikur liðsins undir stjórn nýja stjórans Enzo Maresca. Fyrsta stóra vandamál tímabilsins var þó komið fram í dagsljósið áður en leikurinn var flautaður á. Klukkutíma fyrir leik sendi Raheem Sterling frá sér yfirlýsingu þar sem hann heimtaði um skýringar á stöðu sinni innan félagsins. Litlu áður hafði Maresca tilkynnt byrjunarlið sitt og leikmannahóp fyrir leikinn á móti Manchester City og þar mátti ekki sjá nafn Sterling. Hann var ekki sá eini. Það komast bara tuttugu leikmenn fyrir á hverri skýrslu og Chelsea er með 42 leikmenn á skrá. Knattspyrnustjórinn Maresca segir að þrjátíu af þessum leikmönnum séu að keppa um sæti í liðinu. Sterling fékk að heyra það frá knattspyrnusérfræðingunum úti. Þeir segja Sterling hafa ekki verið að hugsa um liðið sitt með þessu útspili sínu rétt fyrir mikilvægan fyrsta leik. Micah Richards, fyrrum varnarmaður Manchester City sakaði Sterling um að „bregðast liðsfélögum sínum“ og fyrrum miðjumaður Liverpool, Jamie Redknapp, kallaði yfirlýsinguna „algjört rusl“. Pat Nevin, fyrrum leikmaður Chelsea, segir það nokkuð augljóst að Sterling sé næsti leikmaður á leiðinni í burtu frá félaginu. Framtíð Conor Gallagher, Ben Chilwell, Trevoh Chalobah og Romelu Lukaku er líka í uppnámi. Knattspyrnustjórinn var spurður út í Sterling og framtíð hans. „Ég vil hafa Raheem Sterling en ég vil líka hafa alla þrjátíu leikmennina sem við höfum. Það er bara ekki pláss fyrir þá alla og því þurfa einhverjir þeirra að yfirgefa okkur,“ sagði Enzo Maresca. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2012 sem Sterling tekur ekki þátt í fyrsta leik á tímabilinu. Chelsea keypti hann á fimmtíu milljónir punda frá Manchester City fyrir tveimur árum en hlutirnir hafa ekki alveg gengið upp. Sterling hefur skorað níu og tíu mörk á þessum tveimur tímabilum en hefur misst sæti sitt í enska landsliðinu. Micah Richards telur að Sterling og hans fólk viti alveg hvað þau eru að gera. „Raheem og hans lið ætluðu sér að búa til læti. Það er bara ekki nógu gott að senda svona tilkynningu frá sér skömmu fyrir leik. Það hjálpar ekki liðsfélögum þínum eða eykur líkurnar á því að þú komist aftur í liðið. Stjórinn valdi hann ekki og hann þarf að vinna úr því,“ sagði Richards. Lesa má meira um viðbrögð sérfræðinganna hér. Enski boltinn Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Fleiri fréttir Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjá meira
Fyrsta stóra vandamál tímabilsins var þó komið fram í dagsljósið áður en leikurinn var flautaður á. Klukkutíma fyrir leik sendi Raheem Sterling frá sér yfirlýsingu þar sem hann heimtaði um skýringar á stöðu sinni innan félagsins. Litlu áður hafði Maresca tilkynnt byrjunarlið sitt og leikmannahóp fyrir leikinn á móti Manchester City og þar mátti ekki sjá nafn Sterling. Hann var ekki sá eini. Það komast bara tuttugu leikmenn fyrir á hverri skýrslu og Chelsea er með 42 leikmenn á skrá. Knattspyrnustjórinn Maresca segir að þrjátíu af þessum leikmönnum séu að keppa um sæti í liðinu. Sterling fékk að heyra það frá knattspyrnusérfræðingunum úti. Þeir segja Sterling hafa ekki verið að hugsa um liðið sitt með þessu útspili sínu rétt fyrir mikilvægan fyrsta leik. Micah Richards, fyrrum varnarmaður Manchester City sakaði Sterling um að „bregðast liðsfélögum sínum“ og fyrrum miðjumaður Liverpool, Jamie Redknapp, kallaði yfirlýsinguna „algjört rusl“. Pat Nevin, fyrrum leikmaður Chelsea, segir það nokkuð augljóst að Sterling sé næsti leikmaður á leiðinni í burtu frá félaginu. Framtíð Conor Gallagher, Ben Chilwell, Trevoh Chalobah og Romelu Lukaku er líka í uppnámi. Knattspyrnustjórinn var spurður út í Sterling og framtíð hans. „Ég vil hafa Raheem Sterling en ég vil líka hafa alla þrjátíu leikmennina sem við höfum. Það er bara ekki pláss fyrir þá alla og því þurfa einhverjir þeirra að yfirgefa okkur,“ sagði Enzo Maresca. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2012 sem Sterling tekur ekki þátt í fyrsta leik á tímabilinu. Chelsea keypti hann á fimmtíu milljónir punda frá Manchester City fyrir tveimur árum en hlutirnir hafa ekki alveg gengið upp. Sterling hefur skorað níu og tíu mörk á þessum tveimur tímabilum en hefur misst sæti sitt í enska landsliðinu. Micah Richards telur að Sterling og hans fólk viti alveg hvað þau eru að gera. „Raheem og hans lið ætluðu sér að búa til læti. Það er bara ekki nógu gott að senda svona tilkynningu frá sér skömmu fyrir leik. Það hjálpar ekki liðsfélögum þínum eða eykur líkurnar á því að þú komist aftur í liðið. Stjórinn valdi hann ekki og hann þarf að vinna úr því,“ sagði Richards. Lesa má meira um viðbrögð sérfræðinganna hér.
Enski boltinn Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sport Fleiri fréttir Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjá meira