Segir Sterling hafa brugðist liðsfélögum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 08:01 Það er komin upp mikil óvissa með framtíð Raheem Sterling hjá Chelsea og hann sjálfur heimtar skýringar. Getty/ James Gill Chelsea tapaði í gær fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili sem jafnframt var fyrsti keppnisleikur liðsins undir stjórn nýja stjórans Enzo Maresca. Fyrsta stóra vandamál tímabilsins var þó komið fram í dagsljósið áður en leikurinn var flautaður á. Klukkutíma fyrir leik sendi Raheem Sterling frá sér yfirlýsingu þar sem hann heimtaði um skýringar á stöðu sinni innan félagsins. Litlu áður hafði Maresca tilkynnt byrjunarlið sitt og leikmannahóp fyrir leikinn á móti Manchester City og þar mátti ekki sjá nafn Sterling. Hann var ekki sá eini. Það komast bara tuttugu leikmenn fyrir á hverri skýrslu og Chelsea er með 42 leikmenn á skrá. Knattspyrnustjórinn Maresca segir að þrjátíu af þessum leikmönnum séu að keppa um sæti í liðinu. Sterling fékk að heyra það frá knattspyrnusérfræðingunum úti. Þeir segja Sterling hafa ekki verið að hugsa um liðið sitt með þessu útspili sínu rétt fyrir mikilvægan fyrsta leik. Micah Richards, fyrrum varnarmaður Manchester City sakaði Sterling um að „bregðast liðsfélögum sínum“ og fyrrum miðjumaður Liverpool, Jamie Redknapp, kallaði yfirlýsinguna „algjört rusl“. Pat Nevin, fyrrum leikmaður Chelsea, segir það nokkuð augljóst að Sterling sé næsti leikmaður á leiðinni í burtu frá félaginu. Framtíð Conor Gallagher, Ben Chilwell, Trevoh Chalobah og Romelu Lukaku er líka í uppnámi. Knattspyrnustjórinn var spurður út í Sterling og framtíð hans. „Ég vil hafa Raheem Sterling en ég vil líka hafa alla þrjátíu leikmennina sem við höfum. Það er bara ekki pláss fyrir þá alla og því þurfa einhverjir þeirra að yfirgefa okkur,“ sagði Enzo Maresca. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2012 sem Sterling tekur ekki þátt í fyrsta leik á tímabilinu. Chelsea keypti hann á fimmtíu milljónir punda frá Manchester City fyrir tveimur árum en hlutirnir hafa ekki alveg gengið upp. Sterling hefur skorað níu og tíu mörk á þessum tveimur tímabilum en hefur misst sæti sitt í enska landsliðinu. Micah Richards telur að Sterling og hans fólk viti alveg hvað þau eru að gera. „Raheem og hans lið ætluðu sér að búa til læti. Það er bara ekki nógu gott að senda svona tilkynningu frá sér skömmu fyrir leik. Það hjálpar ekki liðsfélögum þínum eða eykur líkurnar á því að þú komist aftur í liðið. Stjórinn valdi hann ekki og hann þarf að vinna úr því,“ sagði Richards. Lesa má meira um viðbrögð sérfræðinganna hér. Enski boltinn Mest lesið Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira
Fyrsta stóra vandamál tímabilsins var þó komið fram í dagsljósið áður en leikurinn var flautaður á. Klukkutíma fyrir leik sendi Raheem Sterling frá sér yfirlýsingu þar sem hann heimtaði um skýringar á stöðu sinni innan félagsins. Litlu áður hafði Maresca tilkynnt byrjunarlið sitt og leikmannahóp fyrir leikinn á móti Manchester City og þar mátti ekki sjá nafn Sterling. Hann var ekki sá eini. Það komast bara tuttugu leikmenn fyrir á hverri skýrslu og Chelsea er með 42 leikmenn á skrá. Knattspyrnustjórinn Maresca segir að þrjátíu af þessum leikmönnum séu að keppa um sæti í liðinu. Sterling fékk að heyra það frá knattspyrnusérfræðingunum úti. Þeir segja Sterling hafa ekki verið að hugsa um liðið sitt með þessu útspili sínu rétt fyrir mikilvægan fyrsta leik. Micah Richards, fyrrum varnarmaður Manchester City sakaði Sterling um að „bregðast liðsfélögum sínum“ og fyrrum miðjumaður Liverpool, Jamie Redknapp, kallaði yfirlýsinguna „algjört rusl“. Pat Nevin, fyrrum leikmaður Chelsea, segir það nokkuð augljóst að Sterling sé næsti leikmaður á leiðinni í burtu frá félaginu. Framtíð Conor Gallagher, Ben Chilwell, Trevoh Chalobah og Romelu Lukaku er líka í uppnámi. Knattspyrnustjórinn var spurður út í Sterling og framtíð hans. „Ég vil hafa Raheem Sterling en ég vil líka hafa alla þrjátíu leikmennina sem við höfum. Það er bara ekki pláss fyrir þá alla og því þurfa einhverjir þeirra að yfirgefa okkur,“ sagði Enzo Maresca. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2012 sem Sterling tekur ekki þátt í fyrsta leik á tímabilinu. Chelsea keypti hann á fimmtíu milljónir punda frá Manchester City fyrir tveimur árum en hlutirnir hafa ekki alveg gengið upp. Sterling hefur skorað níu og tíu mörk á þessum tveimur tímabilum en hefur misst sæti sitt í enska landsliðinu. Micah Richards telur að Sterling og hans fólk viti alveg hvað þau eru að gera. „Raheem og hans lið ætluðu sér að búa til læti. Það er bara ekki nógu gott að senda svona tilkynningu frá sér skömmu fyrir leik. Það hjálpar ekki liðsfélögum þínum eða eykur líkurnar á því að þú komist aftur í liðið. Stjórinn valdi hann ekki og hann þarf að vinna úr því,“ sagði Richards. Lesa má meira um viðbrögð sérfræðinganna hér.
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira