Segir Sterling hafa brugðist liðsfélögum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2024 08:01 Það er komin upp mikil óvissa með framtíð Raheem Sterling hjá Chelsea og hann sjálfur heimtar skýringar. Getty/ James Gill Chelsea tapaði í gær fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili sem jafnframt var fyrsti keppnisleikur liðsins undir stjórn nýja stjórans Enzo Maresca. Fyrsta stóra vandamál tímabilsins var þó komið fram í dagsljósið áður en leikurinn var flautaður á. Klukkutíma fyrir leik sendi Raheem Sterling frá sér yfirlýsingu þar sem hann heimtaði um skýringar á stöðu sinni innan félagsins. Litlu áður hafði Maresca tilkynnt byrjunarlið sitt og leikmannahóp fyrir leikinn á móti Manchester City og þar mátti ekki sjá nafn Sterling. Hann var ekki sá eini. Það komast bara tuttugu leikmenn fyrir á hverri skýrslu og Chelsea er með 42 leikmenn á skrá. Knattspyrnustjórinn Maresca segir að þrjátíu af þessum leikmönnum séu að keppa um sæti í liðinu. Sterling fékk að heyra það frá knattspyrnusérfræðingunum úti. Þeir segja Sterling hafa ekki verið að hugsa um liðið sitt með þessu útspili sínu rétt fyrir mikilvægan fyrsta leik. Micah Richards, fyrrum varnarmaður Manchester City sakaði Sterling um að „bregðast liðsfélögum sínum“ og fyrrum miðjumaður Liverpool, Jamie Redknapp, kallaði yfirlýsinguna „algjört rusl“. Pat Nevin, fyrrum leikmaður Chelsea, segir það nokkuð augljóst að Sterling sé næsti leikmaður á leiðinni í burtu frá félaginu. Framtíð Conor Gallagher, Ben Chilwell, Trevoh Chalobah og Romelu Lukaku er líka í uppnámi. Knattspyrnustjórinn var spurður út í Sterling og framtíð hans. „Ég vil hafa Raheem Sterling en ég vil líka hafa alla þrjátíu leikmennina sem við höfum. Það er bara ekki pláss fyrir þá alla og því þurfa einhverjir þeirra að yfirgefa okkur,“ sagði Enzo Maresca. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2012 sem Sterling tekur ekki þátt í fyrsta leik á tímabilinu. Chelsea keypti hann á fimmtíu milljónir punda frá Manchester City fyrir tveimur árum en hlutirnir hafa ekki alveg gengið upp. Sterling hefur skorað níu og tíu mörk á þessum tveimur tímabilum en hefur misst sæti sitt í enska landsliðinu. Micah Richards telur að Sterling og hans fólk viti alveg hvað þau eru að gera. „Raheem og hans lið ætluðu sér að búa til læti. Það er bara ekki nógu gott að senda svona tilkynningu frá sér skömmu fyrir leik. Það hjálpar ekki liðsfélögum þínum eða eykur líkurnar á því að þú komist aftur í liðið. Stjórinn valdi hann ekki og hann þarf að vinna úr því,“ sagði Richards. Lesa má meira um viðbrögð sérfræðinganna hér. Enski boltinn Mest lesið Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira
Fyrsta stóra vandamál tímabilsins var þó komið fram í dagsljósið áður en leikurinn var flautaður á. Klukkutíma fyrir leik sendi Raheem Sterling frá sér yfirlýsingu þar sem hann heimtaði um skýringar á stöðu sinni innan félagsins. Litlu áður hafði Maresca tilkynnt byrjunarlið sitt og leikmannahóp fyrir leikinn á móti Manchester City og þar mátti ekki sjá nafn Sterling. Hann var ekki sá eini. Það komast bara tuttugu leikmenn fyrir á hverri skýrslu og Chelsea er með 42 leikmenn á skrá. Knattspyrnustjórinn Maresca segir að þrjátíu af þessum leikmönnum séu að keppa um sæti í liðinu. Sterling fékk að heyra það frá knattspyrnusérfræðingunum úti. Þeir segja Sterling hafa ekki verið að hugsa um liðið sitt með þessu útspili sínu rétt fyrir mikilvægan fyrsta leik. Micah Richards, fyrrum varnarmaður Manchester City sakaði Sterling um að „bregðast liðsfélögum sínum“ og fyrrum miðjumaður Liverpool, Jamie Redknapp, kallaði yfirlýsinguna „algjört rusl“. Pat Nevin, fyrrum leikmaður Chelsea, segir það nokkuð augljóst að Sterling sé næsti leikmaður á leiðinni í burtu frá félaginu. Framtíð Conor Gallagher, Ben Chilwell, Trevoh Chalobah og Romelu Lukaku er líka í uppnámi. Knattspyrnustjórinn var spurður út í Sterling og framtíð hans. „Ég vil hafa Raheem Sterling en ég vil líka hafa alla þrjátíu leikmennina sem við höfum. Það er bara ekki pláss fyrir þá alla og því þurfa einhverjir þeirra að yfirgefa okkur,“ sagði Enzo Maresca. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2012 sem Sterling tekur ekki þátt í fyrsta leik á tímabilinu. Chelsea keypti hann á fimmtíu milljónir punda frá Manchester City fyrir tveimur árum en hlutirnir hafa ekki alveg gengið upp. Sterling hefur skorað níu og tíu mörk á þessum tveimur tímabilum en hefur misst sæti sitt í enska landsliðinu. Micah Richards telur að Sterling og hans fólk viti alveg hvað þau eru að gera. „Raheem og hans lið ætluðu sér að búa til læti. Það er bara ekki nógu gott að senda svona tilkynningu frá sér skömmu fyrir leik. Það hjálpar ekki liðsfélögum þínum eða eykur líkurnar á því að þú komist aftur í liðið. Stjórinn valdi hann ekki og hann þarf að vinna úr því,“ sagði Richards. Lesa má meira um viðbrögð sérfræðinganna hér.
Enski boltinn Mest lesið Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Sjá meira