Áttar sig ekki á ákalli formanns VG Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2024 19:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segist ekki átta sig á gagnrýni formanns VG. Vísir/Vilhelm Umverfis-, orku- og loftslagsráðherra segist ekki átta sig á ákalli formanns VG um að gengið verði lengra í stefnumörkun í vindorkumálum. Stefnumörkun í málaflokknum hafi verið í undirbúningi mjög lengi og nú sé kominn tími til að framkvæma. Mikil umræða hefur skapast um vindorkumál í vikunni eftir að Orkustofnun gaf út virkjanaleyfi fyrir fyrirhuguðum vindmyllugarði í Búrfellslundi. Forysta Landverndar hefur meðal annars lýst yfir áhyggjum og kallað eftir heildrænni stefnumörkun. „Það er erfitt að skilja það því þetta kemur ekki úr neinu. Hins vegar eru bæði Búrfellslundur og Blöndulundur í því umhverfi sem vindorkan er núna og var samþykkt í Rammanum, sem var eitt af fyrstu verkum þessarar ríkisstjórnar. Þannig að þetta hefur legið fyrir mjög lengi og hefur farið í gegn um öll þau ferli sem um er að ræða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Hann nefnir að starfshópur, skipaður Hilmari Gunnlaugssyni, Björt Ólafsdóttur og Kolbeini Proppé, hafi unnið yfirgripsmikla vinnu í samstarfi við fjölda hagsmunaaðila og skilað tillögum um málaflokkinn í fyrra. Um þetta hafi verið mikil sátt í ríkisstjórn og tillögurnar verið lagðar fyrir þingið - þó þær hafi ekki náð fram að ganga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Vinstri grænna kallaði eftir því, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, að Guðlaugur legði tillögurnar fram að nýju á haustþingi og jafnframt að gengið yrði lengra í þeim. „Ég átta mig ekki alveg á þessu vegna þess að auðvitað var þetta samþykkt í ríkisstjórn og ríkisstjórnin hefur fylgst mjög vel með þessu á öllum stigum máls. Undirbúningurinn er mjög langur og það var ekki út af efni máls heldur út af því hvernig Alþingi virkar stundum á síðustu dögum sem gerir það að verkum að þetta varð ekki að lögum,“ segir Guðlaugur. Hann muni leggja tillöguna aftur fyrir ríkisstjórn og svo þing i haust. „Það er enginn vafi að það umhverfi sem er núna verður ennþá betra þegar þetta frumvarp og þingsályktun verður samþykkt.“ Guðlaugur segir komið að skuldadögum. Lítið hafi verið gert í grænorkumálum síðustu fimmtán, tuttugu ár og því þurfi að ræða þessi mál, komast að niðurstöðu og framkvæma. Hann fellst á að fara þurfi varlega, enda mikið í húfi. „Níutíu og átta prósent ferðamanna koma hingað vegna ósnortinnar náttúru. Það eru raunveruleg verðmæti, ekki bara tilfinningaleg fyrir okkur, heldur líka efnahagsleg verðmæti. Við verðum alltaf að líta til þess. Þess vegna þurfum við að vanda okkur en við verðum að framkvæma.“ Vindorka Orkumál Orkuskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Tryggja þurfi að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra leggi fram stefnumörkun um vindorkumál á haustþingi. Hann telur að gera þurfi breytingar á tillögum sem lagðar voru fram á síðasta þingi. Tryggja þurfi að auðlindin haldist í höndum þjóðarinnar. 14. ágúst 2024 19:00 Stíga annað stórt skref að virkjun við Búrfell Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár. 14. ágúst 2024 15:07 Nauðsynlegt að sameina verndun og nýtingu orku með stuðningi staðla Deilur um vindorkugarða og virkjanaframkvæmdir á Íslandi hafa lengi verið áberandi í þjóðfélaginu, en mikilvægi þeirra hefur aukist í ljósi loftslagsvandans sem kallar á tafarlausar aðgerðir. 14. ágúst 2024 14:01 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast um vindorkumál í vikunni eftir að Orkustofnun gaf út virkjanaleyfi fyrir fyrirhuguðum vindmyllugarði í Búrfellslundi. Forysta Landverndar hefur meðal annars lýst yfir áhyggjum og kallað eftir heildrænni stefnumörkun. „Það er erfitt að skilja það því þetta kemur ekki úr neinu. Hins vegar eru bæði Búrfellslundur og Blöndulundur í því umhverfi sem vindorkan er núna og var samþykkt í Rammanum, sem var eitt af fyrstu verkum þessarar ríkisstjórnar. Þannig að þetta hefur legið fyrir mjög lengi og hefur farið í gegn um öll þau ferli sem um er að ræða,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Hann nefnir að starfshópur, skipaður Hilmari Gunnlaugssyni, Björt Ólafsdóttur og Kolbeini Proppé, hafi unnið yfirgripsmikla vinnu í samstarfi við fjölda hagsmunaaðila og skilað tillögum um málaflokkinn í fyrra. Um þetta hafi verið mikil sátt í ríkisstjórn og tillögurnar verið lagðar fyrir þingið - þó þær hafi ekki náð fram að ganga. Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Vinstri grænna kallaði eftir því, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, að Guðlaugur legði tillögurnar fram að nýju á haustþingi og jafnframt að gengið yrði lengra í þeim. „Ég átta mig ekki alveg á þessu vegna þess að auðvitað var þetta samþykkt í ríkisstjórn og ríkisstjórnin hefur fylgst mjög vel með þessu á öllum stigum máls. Undirbúningurinn er mjög langur og það var ekki út af efni máls heldur út af því hvernig Alþingi virkar stundum á síðustu dögum sem gerir það að verkum að þetta varð ekki að lögum,“ segir Guðlaugur. Hann muni leggja tillöguna aftur fyrir ríkisstjórn og svo þing i haust. „Það er enginn vafi að það umhverfi sem er núna verður ennþá betra þegar þetta frumvarp og þingsályktun verður samþykkt.“ Guðlaugur segir komið að skuldadögum. Lítið hafi verið gert í grænorkumálum síðustu fimmtán, tuttugu ár og því þurfi að ræða þessi mál, komast að niðurstöðu og framkvæma. Hann fellst á að fara þurfi varlega, enda mikið í húfi. „Níutíu og átta prósent ferðamanna koma hingað vegna ósnortinnar náttúru. Það eru raunveruleg verðmæti, ekki bara tilfinningaleg fyrir okkur, heldur líka efnahagsleg verðmæti. Við verðum alltaf að líta til þess. Þess vegna þurfum við að vanda okkur en við verðum að framkvæma.“
Vindorka Orkumál Orkuskipti Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vindorkuver í Búrfellslundi Tengdar fréttir Tryggja þurfi að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra leggi fram stefnumörkun um vindorkumál á haustþingi. Hann telur að gera þurfi breytingar á tillögum sem lagðar voru fram á síðasta þingi. Tryggja þurfi að auðlindin haldist í höndum þjóðarinnar. 14. ágúst 2024 19:00 Stíga annað stórt skref að virkjun við Búrfell Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár. 14. ágúst 2024 15:07 Nauðsynlegt að sameina verndun og nýtingu orku með stuðningi staðla Deilur um vindorkugarða og virkjanaframkvæmdir á Íslandi hafa lengi verið áberandi í þjóðfélaginu, en mikilvægi þeirra hefur aukist í ljósi loftslagsvandans sem kallar á tafarlausar aðgerðir. 14. ágúst 2024 14:01 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Tryggja þurfi að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra leggi fram stefnumörkun um vindorkumál á haustþingi. Hann telur að gera þurfi breytingar á tillögum sem lagðar voru fram á síðasta þingi. Tryggja þurfi að auðlindin haldist í höndum þjóðarinnar. 14. ágúst 2024 19:00
Stíga annað stórt skref að virkjun við Búrfell Samningur er í höfn milli Landsvirkjunar og íslenska ríkisins um lands- og vindorkuréttindi vegna Búrfellslundar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður en Búrfellslundur liggur innan þjóðlendu. Gildistími samningsins er 35 ár með möguleika á framlengingu um 15 ár. 14. ágúst 2024 15:07
Nauðsynlegt að sameina verndun og nýtingu orku með stuðningi staðla Deilur um vindorkugarða og virkjanaframkvæmdir á Íslandi hafa lengi verið áberandi í þjóðfélaginu, en mikilvægi þeirra hefur aukist í ljósi loftslagsvandans sem kallar á tafarlausar aðgerðir. 14. ágúst 2024 14:01