Fann fimm ástæður fyrir því af hverju Man. City verður ekki enskur meistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2024 08:01 Algeng sjón á vorin. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, brosandi með enska meistarabikarinn. Getty/Michael Regan/ Veðbankar eru á því að Manchester City verði enskur meistari fimmta árið í röð en það er von fyrir önnur lið samkvæmt fróðlegum pistli á ESPN. Enska úrvalsdeildin hefst annað kvöld með leik Manchester United og Fulham á Old Trafford. Fyrsta umferðin heldur svo áfram á laugardaginn og sunnudaginn. Ryan O'Hanlon, knattspyrnusérfræðingur ESPN, fjallar um ensku úrvalsdeildina og þá sérstaklega um sigurlíkur City. Sex af síðustu sjö titlum Frá því að Pep Guardiola tók við Manchester City þá hefur liðinu alltaf verið spáð titlinum og spámenn hafa næstum því alltaf haft rétt fyrir sér. City hefur unnið sex af síðustu sjö titlum eða alla titla nema tímabilið 2019-20 þegar Liverpool vann. Chelsea vann fyrsta tímabil Guardiola í deildinni en síðan hefur honum aðeins einu sinni mistekist að gera City að enskum meisturum. Magnaður árangur hjá mögnuðum stjóra. Breytist eitthvað? Er eitthvað í spilunum til að þetta breytist eitthvað í vetur? Já kannski. O'Hanlon fann fimm ástæður fyrir því af hverju Manchester City verður ekki enskur meistari. Hann lagðist yfir tölurnar og staðreyndirnar frá sigri City manna á síðasta tímabili. Ástæðurnar eru eftirtaldar. 1. Á síðasta tímabili var Manchester City bara með meðallið en ekki frábært lið. 2. Tölurnar segja líklegt að City liðið gefi enn meira eftir á þessu tímabili. 3. Það verður ekki bara eitt lið að elta City heldur tvö. Bæði Arsenal og Liverpool. 4. Manchester City var endilega ekkert besta liðið í deildinni á síðustu leiktíð þrátt fyrir að vinna hana. 5. Arsenal (og Liverpool) gætu jafnvel orðið enn betri en á síðustu leiktíð. Það er erfitt fyrir flesta að sjá fyrir sér annað en sigur Manchester City í vor. Liðið í fyrra var engu að síður ekki nærri því sama öfluga liðið og það sem vann þrennuna tímabilið 2022-23. Kannski ekkert skrýtið enda það lið líklega eitt allra besta lið sögunnar. Kai Havertz og Mikel Arteta fagna einum af sigrum Arsenal í fyrra.Getty Ekkert lið hefur unnið ensku úrvalsdeildina fjögur ár í röð og setti City því met í fyrra. Það væri mikið afrek að vinna hana fimmta árið í röð og yrði þá enn ein sönnun á snilld Guardiola sem knattspyrnustjóra. Einhvern tímann kemur þó að því að sigurgangan endar. Pælingar O'Hanlon sýna að það er smá von fyrir hin liðin. Hefur trú á Arsenal Hann hefur mikla trú á liði Arsenal sem hefur ekki unnið titilinn í meira en tuttugu ár. Liðið hefur endað í öðru sæti undanfarin tvö tímabil og var lengst af í efsta sætinu á síðustu leiktíð. Arsenal er á leiðinni en komast þeir alla leið í markið að þessu sinni? Pistilinn má lesa hér. Hvort að hann sé næg ástæða til að setja peningana á Arsenal er erfitt að segja en áhugasamir fá alla vega vonarglætu um að enska úrvalsdeildin bjóði upp á eitthvað nýtt þegar bikarinn fer á loft næsta vor. Enski boltinn Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hefst annað kvöld með leik Manchester United og Fulham á Old Trafford. Fyrsta umferðin heldur svo áfram á laugardaginn og sunnudaginn. Ryan O'Hanlon, knattspyrnusérfræðingur ESPN, fjallar um ensku úrvalsdeildina og þá sérstaklega um sigurlíkur City. Sex af síðustu sjö titlum Frá því að Pep Guardiola tók við Manchester City þá hefur liðinu alltaf verið spáð titlinum og spámenn hafa næstum því alltaf haft rétt fyrir sér. City hefur unnið sex af síðustu sjö titlum eða alla titla nema tímabilið 2019-20 þegar Liverpool vann. Chelsea vann fyrsta tímabil Guardiola í deildinni en síðan hefur honum aðeins einu sinni mistekist að gera City að enskum meisturum. Magnaður árangur hjá mögnuðum stjóra. Breytist eitthvað? Er eitthvað í spilunum til að þetta breytist eitthvað í vetur? Já kannski. O'Hanlon fann fimm ástæður fyrir því af hverju Manchester City verður ekki enskur meistari. Hann lagðist yfir tölurnar og staðreyndirnar frá sigri City manna á síðasta tímabili. Ástæðurnar eru eftirtaldar. 1. Á síðasta tímabili var Manchester City bara með meðallið en ekki frábært lið. 2. Tölurnar segja líklegt að City liðið gefi enn meira eftir á þessu tímabili. 3. Það verður ekki bara eitt lið að elta City heldur tvö. Bæði Arsenal og Liverpool. 4. Manchester City var endilega ekkert besta liðið í deildinni á síðustu leiktíð þrátt fyrir að vinna hana. 5. Arsenal (og Liverpool) gætu jafnvel orðið enn betri en á síðustu leiktíð. Það er erfitt fyrir flesta að sjá fyrir sér annað en sigur Manchester City í vor. Liðið í fyrra var engu að síður ekki nærri því sama öfluga liðið og það sem vann þrennuna tímabilið 2022-23. Kannski ekkert skrýtið enda það lið líklega eitt allra besta lið sögunnar. Kai Havertz og Mikel Arteta fagna einum af sigrum Arsenal í fyrra.Getty Ekkert lið hefur unnið ensku úrvalsdeildina fjögur ár í röð og setti City því met í fyrra. Það væri mikið afrek að vinna hana fimmta árið í röð og yrði þá enn ein sönnun á snilld Guardiola sem knattspyrnustjóra. Einhvern tímann kemur þó að því að sigurgangan endar. Pælingar O'Hanlon sýna að það er smá von fyrir hin liðin. Hefur trú á Arsenal Hann hefur mikla trú á liði Arsenal sem hefur ekki unnið titilinn í meira en tuttugu ár. Liðið hefur endað í öðru sæti undanfarin tvö tímabil og var lengst af í efsta sætinu á síðustu leiktíð. Arsenal er á leiðinni en komast þeir alla leið í markið að þessu sinni? Pistilinn má lesa hér. Hvort að hann sé næg ástæða til að setja peningana á Arsenal er erfitt að segja en áhugasamir fá alla vega vonarglætu um að enska úrvalsdeildin bjóði upp á eitthvað nýtt þegar bikarinn fer á loft næsta vor.
Ástæðurnar eru eftirtaldar. 1. Á síðasta tímabili var Manchester City bara með meðallið en ekki frábært lið. 2. Tölurnar segja líklegt að City liðið gefi enn meira eftir á þessu tímabili. 3. Það verður ekki bara eitt lið að elta City heldur tvö. Bæði Arsenal og Liverpool. 4. Manchester City var endilega ekkert besta liðið í deildinni á síðustu leiktíð þrátt fyrir að vinna hana. 5. Arsenal (og Liverpool) gætu jafnvel orðið enn betri en á síðustu leiktíð.
Enski boltinn Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Sjá meira