Á hlaupum yfir hraunið með hræ í kjaftinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2024 12:09 Refurinn tignarlegi á sprettinum yfir hraunið. Hann var glæsilegur fagurbrúni refurinn sem sást á hlaupum yfir nýlegt hraun við Sundhnúkagígaröðina í gær. Hann var með nýveidda bráð í kjaftinum. Viðar Arason, sem starfar við öryggismál hjá HS Orku, keyrir svo til daglega Suðurstrandarveginn frá Selfossi til vinnu í Svartsengi. „Ég hef séð mjög marga refi og þeir eru yfirleitt hvítir eða gráir. Ég hef aldrei séð svona lit á ref,“ segir Viðar. Brjálæðislega flottur er lýsingin sem hann gefur á þeim stutta. Í þessu tilfelli var hann að keyra malarslóðann sem gengur undir nafninu nýi Grindavíkurvegurinn, sem er í raun sá gamli. Líklega fýll „Þá sé ég kvikyndið koma hlaupandi frá fjallinu Þorbirni,“ segir Viðar sem tók eftir því að refurinn var með hvítt hræ í kjaftinum. „Ég hélt fyrst að hann væri með kanínu. Því við vitum að það eru kanínur í skóglendingu við Þorbjörn,“ segir Viðar. Við nánari athugun telur hann líklegast að um fugl sé að ræða, líklega fýl. Reyndar virðist sem refurinn missi bráð sína á tímapunkti þegar honum bregður. Hann snýr sér og virðist virða Viðar fyrir sér, sem þó er í töluverðri fjarlægð. Því er ekki víst að refurinn hafi náð að gæða sér á fuglskjötinu. Líklega með greni í Hagafellinu „Það er svo magnað að dýrið sé að hlaupa í áttina að Sundhnúkaröðinni, að Hagafelli. Hann er að ferðast inn í mitt hraunið. Hann er ekki að fara frá hrauninu,“ segir Viðar. Refurinn sé líkast til með greni í Hagafellinu. Viðar hefur sem sérfræðingur í öryggismálum hjá HS Orku fylgst vel með aðstæðum á svæðinu í eldgosatíðinni undanfarin ár. Hann segir ótrúlegt að fylgjast með náttúrunni og breytingunni þar á þeim tíma. Spurður um dæmi nefnir hann til dæmis grjóthrun í fjallinu Þorbirni sem hafi vafalítið haft áhrif á fuglalífið þar. Dýr Grindavík Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Viðar Arason, sem starfar við öryggismál hjá HS Orku, keyrir svo til daglega Suðurstrandarveginn frá Selfossi til vinnu í Svartsengi. „Ég hef séð mjög marga refi og þeir eru yfirleitt hvítir eða gráir. Ég hef aldrei séð svona lit á ref,“ segir Viðar. Brjálæðislega flottur er lýsingin sem hann gefur á þeim stutta. Í þessu tilfelli var hann að keyra malarslóðann sem gengur undir nafninu nýi Grindavíkurvegurinn, sem er í raun sá gamli. Líklega fýll „Þá sé ég kvikyndið koma hlaupandi frá fjallinu Þorbirni,“ segir Viðar sem tók eftir því að refurinn var með hvítt hræ í kjaftinum. „Ég hélt fyrst að hann væri með kanínu. Því við vitum að það eru kanínur í skóglendingu við Þorbjörn,“ segir Viðar. Við nánari athugun telur hann líklegast að um fugl sé að ræða, líklega fýl. Reyndar virðist sem refurinn missi bráð sína á tímapunkti þegar honum bregður. Hann snýr sér og virðist virða Viðar fyrir sér, sem þó er í töluverðri fjarlægð. Því er ekki víst að refurinn hafi náð að gæða sér á fuglskjötinu. Líklega með greni í Hagafellinu „Það er svo magnað að dýrið sé að hlaupa í áttina að Sundhnúkaröðinni, að Hagafelli. Hann er að ferðast inn í mitt hraunið. Hann er ekki að fara frá hrauninu,“ segir Viðar. Refurinn sé líkast til með greni í Hagafellinu. Viðar hefur sem sérfræðingur í öryggismálum hjá HS Orku fylgst vel með aðstæðum á svæðinu í eldgosatíðinni undanfarin ár. Hann segir ótrúlegt að fylgjast með náttúrunni og breytingunni þar á þeim tíma. Spurður um dæmi nefnir hann til dæmis grjóthrun í fjallinu Þorbirni sem hafi vafalítið haft áhrif á fuglalífið þar.
Dýr Grindavík Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira