Stúkan ræddi rauða spjald Arnars: „Þetta er svakalegt“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 09:30 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að fá sitt sjötta rauða spjald síðan hann mætti í Víkina. Vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, fékk rautt spjald í jafnteflinu á móti Vestra í átjándu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Stúkan ræddi hegðun þjálfara Íslandsmeistaranna sem missti sig algjörlega fyrir framan fjórða dómarann. „Þetta jöfnunarmark var kornið sem fyllti mælinn þótt að það hafi verið fleiri atriði sem hann tók nú til,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, um reiðikast Arnars sem skilaði þjálfaranum rauðu spjaldi. Kjartan vildi fá skoðun sérfræðinganna á því hvort að Vestramaðurinn Gunnar Jónas Hauksson hafi brotið á Víkingnum Sveini Gísla Þorkelssyni. Arnar trompaðist eftir að dómarinn lét leikinn ganga áfram. Mér finnst þetta ekki vera brot „Mér finnst þetta ekki vera brot og vera bara fín tækling hjá honum. Hann stekkur upp og lendir svo ofan á honum og meiðir sig sjálfsagt við það,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. Vestramenn jöfnuðu metin á meðan Sveinn Gísli lá meiddur í grasinu. Hann fór síðan meiddur af velli. „Það á hellingur eftir að gerast frá brotinu þar til að markinu kemur. Við getum alveg farið í hluti eins og þessa hreinsun frá Gísla Gottskálk [Þórðarsyni] sem var hafsent í þessum leik. Tæklingin skiptir miklu máli en ekki öllu,“ sagði Lárus. „Ég er algjörlega sammála Lárusi Orra. Mér finnst þetta ekki vera brot en vissulega fer hann aðeins í gegnum hann og hann hoppar yfir tæklinguna,“ sagði Albert Brynjar Ingason. Arnar Gunnlaugsson hefur fengið sex rauð spjöld síðan að hann tók við Víkingsliðinu. Þetta er ekki góð hegðun Stúkan sýndi hegðun Arnars frá öðru sjónarhorni en sást í sjónvarpsútsendingunni frá leiknum. Þar lætur hann öllum illum látum fyrir framan fjórða dómarann. „Við sjáum atvikið hérna og þetta er slæm frammistaða hjá honum. Þetta er ekki góð hegðun,“ sagði Lárus Orri. „Þetta er svakalegt. Hvernig hann fer með möppuna. Þetta minnir mig bara á þegar ég var að koma heima með einkunnaspjaldið úr Árbæjarskóla og pabbi var að bregðast við,“ sagði Albert í léttum tón. Það má finna alla umræðuna um Arnar og rauða spjaldið hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Reiðikast og rauða spjald Arnars Gunnlaugssonar Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Mest lesið Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Fótbolti Sagði frá því í líkræðunni að hún væri ófrísk af barni þeirra Sport Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Íslenski boltinn Watson sakaður um meint kynferðisbrot á nýjan leik Sport Ron Yeats látinn Enski boltinn Hungraður í að sýna fólki að það hefur rangt fyrir sér Fótbolti Tvö Íslandsmet féllu á Möltu Sport Kane sá um baráttuglaða Finna Fótbolti Dagskráin í dag: Hitað upp fyrir Meistaradeildina og hafnabolti Sport „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Gary Martin kveður Ísland: „Takk fyrir mig“ Skandall og ósanngjarnt gagnvart stelpum í fótbolta Ritaði ítarlega grein um Gylfa Þór: „Íslenska þjóðin í hans horni“ „Á ekki líða fyrir það að vera sonur minn“ Hættur eftir tvö föll en ævinlega þakklátur Selfossi ÍBV nálgast Bestu deildina en Grótta féll „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ Þjálfari Stjörnunnar féll með tilþrifum Sjáðu mörkin sem felldu Fylki og Keflavík Fram upp í Bestu deild kvenna Uppgjörið: Tindastóll - Fylkir 3-0 | Stólarnir halda sæti sínu Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 4-4 | Keflavík fallið úr efstu deild „Þá hefði ég aldrei aftur flutt í bæinn“ Úr krílaleikfimi á KR völlinn Kári bauð Kára velkominn í Víking Rosenörn yfirgefur Stjörnuna þó tímabilinu sé ekki lokið Framkvæmdastjóri KSÍ vísar málum ekki lengur til aganefndar Ísabella með þrennu í tíu marka sigri Vals „Þá er ekki slæmt að vera með eitt stykki Viðar Örn“ Sjáðu Evu Rut skora af 40 metra færi yfir ólympíumeistara „Hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu“ Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 1-2 | Fylkir strengdi sterkari líflínu með sigri í Garðabænum KR mun spila í Macron á næstu leiktíð Slagsmálin send til aganefndar Leggja hybrid gras á Laugardalsvöll og frjálsíþróttir fá aðra aðstöðu Grillað fyrir appelsínugula sem berjast fyrir lífi sínu Stjörnunni ekki refsað vegna leikskýrslu Sjá meira
„Þetta jöfnunarmark var kornið sem fyllti mælinn þótt að það hafi verið fleiri atriði sem hann tók nú til,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, um reiðikast Arnars sem skilaði þjálfaranum rauðu spjaldi. Kjartan vildi fá skoðun sérfræðinganna á því hvort að Vestramaðurinn Gunnar Jónas Hauksson hafi brotið á Víkingnum Sveini Gísla Þorkelssyni. Arnar trompaðist eftir að dómarinn lét leikinn ganga áfram. Mér finnst þetta ekki vera brot „Mér finnst þetta ekki vera brot og vera bara fín tækling hjá honum. Hann stekkur upp og lendir svo ofan á honum og meiðir sig sjálfsagt við það,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson. Vestramenn jöfnuðu metin á meðan Sveinn Gísli lá meiddur í grasinu. Hann fór síðan meiddur af velli. „Það á hellingur eftir að gerast frá brotinu þar til að markinu kemur. Við getum alveg farið í hluti eins og þessa hreinsun frá Gísla Gottskálk [Þórðarsyni] sem var hafsent í þessum leik. Tæklingin skiptir miklu máli en ekki öllu,“ sagði Lárus. „Ég er algjörlega sammála Lárusi Orra. Mér finnst þetta ekki vera brot en vissulega fer hann aðeins í gegnum hann og hann hoppar yfir tæklinguna,“ sagði Albert Brynjar Ingason. Arnar Gunnlaugsson hefur fengið sex rauð spjöld síðan að hann tók við Víkingsliðinu. Þetta er ekki góð hegðun Stúkan sýndi hegðun Arnars frá öðru sjónarhorni en sást í sjónvarpsútsendingunni frá leiknum. Þar lætur hann öllum illum látum fyrir framan fjórða dómarann. „Við sjáum atvikið hérna og þetta er slæm frammistaða hjá honum. Þetta er ekki góð hegðun,“ sagði Lárus Orri. „Þetta er svakalegt. Hvernig hann fer með möppuna. Þetta minnir mig bara á þegar ég var að koma heima með einkunnaspjaldið úr Árbæjarskóla og pabbi var að bregðast við,“ sagði Albert í léttum tón. Það má finna alla umræðuna um Arnar og rauða spjaldið hér fyrir neðan. Klippa: Stúkan: Reiðikast og rauða spjald Arnars Gunnlaugssonar
Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Mest lesið Aftur töpuðu lærisveinar Heimis Fótbolti Sagði frá því í líkræðunni að hún væri ófrísk af barni þeirra Sport Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Íslenski boltinn Watson sakaður um meint kynferðisbrot á nýjan leik Sport Ron Yeats látinn Enski boltinn Hungraður í að sýna fólki að það hefur rangt fyrir sér Fótbolti Tvö Íslandsmet féllu á Möltu Sport Kane sá um baráttuglaða Finna Fótbolti Dagskráin í dag: Hitað upp fyrir Meistaradeildina og hafnabolti Sport „Við náðum aldrei almennilegum tökum á leiknum“ Fótbolti Fleiri fréttir Frá Akureyri í Meistaradeild Asíu Sjóðheitur í Bestu deildinni í dag en kom heim í kulnun Gary Martin kveður Ísland: „Takk fyrir mig“ Skandall og ósanngjarnt gagnvart stelpum í fótbolta Ritaði ítarlega grein um Gylfa Þór: „Íslenska þjóðin í hans horni“ „Á ekki líða fyrir það að vera sonur minn“ Hættur eftir tvö föll en ævinlega þakklátur Selfossi ÍBV nálgast Bestu deildina en Grótta féll „Ef þetta hefði gerst í karlafótbolta“ Þjálfari Stjörnunnar féll með tilþrifum Sjáðu mörkin sem felldu Fylki og Keflavík Fram upp í Bestu deild kvenna Uppgjörið: Tindastóll - Fylkir 3-0 | Stólarnir halda sæti sínu Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 4-4 | Keflavík fallið úr efstu deild „Þá hefði ég aldrei aftur flutt í bæinn“ Úr krílaleikfimi á KR völlinn Kári bauð Kára velkominn í Víking Rosenörn yfirgefur Stjörnuna þó tímabilinu sé ekki lokið Framkvæmdastjóri KSÍ vísar málum ekki lengur til aganefndar Ísabella með þrennu í tíu marka sigri Vals „Þá er ekki slæmt að vera með eitt stykki Viðar Örn“ Sjáðu Evu Rut skora af 40 metra færi yfir ólympíumeistara „Hefði enginn dómari í heiminum sleppt þessu“ Stúkan: Ósammála um markið sem ekki fékk að standa Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 1-2 | Fylkir strengdi sterkari líflínu með sigri í Garðabænum KR mun spila í Macron á næstu leiktíð Slagsmálin send til aganefndar Leggja hybrid gras á Laugardalsvöll og frjálsíþróttir fá aðra aðstöðu Grillað fyrir appelsínugula sem berjast fyrir lífi sínu Stjörnunni ekki refsað vegna leikskýrslu Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - Fylkir 1-2 | Fylkir strengdi sterkari líflínu með sigri í Garðabænum