Drake bjargaði Íslendingafélaginu frá gjaldþroti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 10:01 Rapparinn Drake er mikill íþróttaáhugamaður og mikil stuðningsmaður Toronto Raptors í NBA. Getty/Carmen Mandato Kanadíski tónlistarmaðurinn Drake er óvænt hetja hjá stuðningsmönnum ítalska fótboltafélagsins Venezia. GQ Italia segir frá því að það sé í raun rapparanum að þakka að Venezia fór ekki á hausinn. Með Venezia spila íslensku leikmennirnir Bjarki Steinn Bjarkason og Mikael Egill Ellertsson en þeir hafa báðir verið í kringum íslenska A-landsliðið. Hefðu endað í D-deildinni Fjárhagsstaða félagsins var mjög slæm en um tíma leit út fyrir að félagið yrði gjaldþrota og yrði þar af leiðandi dæmt niður í D-deild. Matte Babel, markaðsstjóri hjá fyrirtæki Drake, fékk neyðarsímtal frá Ítalíu. Í símanum var Brad Katsuyama, annar eiganda Venezia. „Hann er góður vinur minn og sagði mér frá vandræðunum. Staðan var skýr. Venezia þurfti að safna tíu milljónum evra á nokkrum vikum og svo þrjátíu milljónum evra á nokkrum mánuðum því annars færi félagið á hausinn,“ sagði Babel við GQ. Sex milljarðar króna „Feneyjar er ótrúleg borg og Venezia hefur alltaf verið sérstakt félag. Ég talaði við Drake, svo aftur Brad og við ræddum það hvernig við gætum hjálpað. Eftir tvær vikur vorum við búnir að ganga frá þessu, höfðum safnað peningunum sem þurfti til að borga laun leikmanna og til að sleppa við gjaldþrot,“ sagði Babel. Drake og fjárfestar á hans vegum, redduðu þessum fjörutíu milljónum evra en það jafngildir sex milljörðum íslenskra króna. Tengingin við Drake mikilvæg Babel segir það líka mikils virði fyrir félagið að tengja sig við heimsfræga tónlistarstjörnu eins og Drake. Það munu auka sýnileika og alþjóðlegan áhuga á félaginu sem opnar líka enn fleiri tækifæri. Venezia mun spila í NOCTA treyjum á tímabilinu en það er fatafyrirtæki Drake. Það má má búast við því að mikið verði lagt í búningana í vetur. Venezia spilar í Seríu A á þessu tímabili eftir að hafa unnið úrslitakeppni ítölsku b-deildarinnar í vor. Liðið hafði fallið úr Seríu A vorið 2022. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus) Ítalski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Sjá meira
GQ Italia segir frá því að það sé í raun rapparanum að þakka að Venezia fór ekki á hausinn. Með Venezia spila íslensku leikmennirnir Bjarki Steinn Bjarkason og Mikael Egill Ellertsson en þeir hafa báðir verið í kringum íslenska A-landsliðið. Hefðu endað í D-deildinni Fjárhagsstaða félagsins var mjög slæm en um tíma leit út fyrir að félagið yrði gjaldþrota og yrði þar af leiðandi dæmt niður í D-deild. Matte Babel, markaðsstjóri hjá fyrirtæki Drake, fékk neyðarsímtal frá Ítalíu. Í símanum var Brad Katsuyama, annar eiganda Venezia. „Hann er góður vinur minn og sagði mér frá vandræðunum. Staðan var skýr. Venezia þurfti að safna tíu milljónum evra á nokkrum vikum og svo þrjátíu milljónum evra á nokkrum mánuðum því annars færi félagið á hausinn,“ sagði Babel við GQ. Sex milljarðar króna „Feneyjar er ótrúleg borg og Venezia hefur alltaf verið sérstakt félag. Ég talaði við Drake, svo aftur Brad og við ræddum það hvernig við gætum hjálpað. Eftir tvær vikur vorum við búnir að ganga frá þessu, höfðum safnað peningunum sem þurfti til að borga laun leikmanna og til að sleppa við gjaldþrot,“ sagði Babel. Drake og fjárfestar á hans vegum, redduðu þessum fjörutíu milljónum evra en það jafngildir sex milljörðum íslenskra króna. Tengingin við Drake mikilvæg Babel segir það líka mikils virði fyrir félagið að tengja sig við heimsfræga tónlistarstjörnu eins og Drake. Það munu auka sýnileika og alþjóðlegan áhuga á félaginu sem opnar líka enn fleiri tækifæri. Venezia mun spila í NOCTA treyjum á tímabilinu en það er fatafyrirtæki Drake. Það má má búast við því að mikið verði lagt í búningana í vetur. Venezia spilar í Seríu A á þessu tímabili eftir að hafa unnið úrslitakeppni ítölsku b-deildarinnar í vor. Liðið hafði fallið úr Seríu A vorið 2022. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus)
Ítalski boltinn Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Sjá meira
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn