Drake bjargaði Íslendingafélaginu frá gjaldþroti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 10:01 Rapparinn Drake er mikill íþróttaáhugamaður og mikil stuðningsmaður Toronto Raptors í NBA. Getty/Carmen Mandato Kanadíski tónlistarmaðurinn Drake er óvænt hetja hjá stuðningsmönnum ítalska fótboltafélagsins Venezia. GQ Italia segir frá því að það sé í raun rapparanum að þakka að Venezia fór ekki á hausinn. Með Venezia spila íslensku leikmennirnir Bjarki Steinn Bjarkason og Mikael Egill Ellertsson en þeir hafa báðir verið í kringum íslenska A-landsliðið. Hefðu endað í D-deildinni Fjárhagsstaða félagsins var mjög slæm en um tíma leit út fyrir að félagið yrði gjaldþrota og yrði þar af leiðandi dæmt niður í D-deild. Matte Babel, markaðsstjóri hjá fyrirtæki Drake, fékk neyðarsímtal frá Ítalíu. Í símanum var Brad Katsuyama, annar eiganda Venezia. „Hann er góður vinur minn og sagði mér frá vandræðunum. Staðan var skýr. Venezia þurfti að safna tíu milljónum evra á nokkrum vikum og svo þrjátíu milljónum evra á nokkrum mánuðum því annars færi félagið á hausinn,“ sagði Babel við GQ. Sex milljarðar króna „Feneyjar er ótrúleg borg og Venezia hefur alltaf verið sérstakt félag. Ég talaði við Drake, svo aftur Brad og við ræddum það hvernig við gætum hjálpað. Eftir tvær vikur vorum við búnir að ganga frá þessu, höfðum safnað peningunum sem þurfti til að borga laun leikmanna og til að sleppa við gjaldþrot,“ sagði Babel. Drake og fjárfestar á hans vegum, redduðu þessum fjörutíu milljónum evra en það jafngildir sex milljörðum íslenskra króna. Tengingin við Drake mikilvæg Babel segir það líka mikils virði fyrir félagið að tengja sig við heimsfræga tónlistarstjörnu eins og Drake. Það munu auka sýnileika og alþjóðlegan áhuga á félaginu sem opnar líka enn fleiri tækifæri. Venezia mun spila í NOCTA treyjum á tímabilinu en það er fatafyrirtæki Drake. Það má má búast við því að mikið verði lagt í búningana í vetur. Venezia spilar í Seríu A á þessu tímabili eftir að hafa unnið úrslitakeppni ítölsku b-deildarinnar í vor. Liðið hafði fallið úr Seríu A vorið 2022. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus) Ítalski boltinn Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira
GQ Italia segir frá því að það sé í raun rapparanum að þakka að Venezia fór ekki á hausinn. Með Venezia spila íslensku leikmennirnir Bjarki Steinn Bjarkason og Mikael Egill Ellertsson en þeir hafa báðir verið í kringum íslenska A-landsliðið. Hefðu endað í D-deildinni Fjárhagsstaða félagsins var mjög slæm en um tíma leit út fyrir að félagið yrði gjaldþrota og yrði þar af leiðandi dæmt niður í D-deild. Matte Babel, markaðsstjóri hjá fyrirtæki Drake, fékk neyðarsímtal frá Ítalíu. Í símanum var Brad Katsuyama, annar eiganda Venezia. „Hann er góður vinur minn og sagði mér frá vandræðunum. Staðan var skýr. Venezia þurfti að safna tíu milljónum evra á nokkrum vikum og svo þrjátíu milljónum evra á nokkrum mánuðum því annars færi félagið á hausinn,“ sagði Babel við GQ. Sex milljarðar króna „Feneyjar er ótrúleg borg og Venezia hefur alltaf verið sérstakt félag. Ég talaði við Drake, svo aftur Brad og við ræddum það hvernig við gætum hjálpað. Eftir tvær vikur vorum við búnir að ganga frá þessu, höfðum safnað peningunum sem þurfti til að borga laun leikmanna og til að sleppa við gjaldþrot,“ sagði Babel. Drake og fjárfestar á hans vegum, redduðu þessum fjörutíu milljónum evra en það jafngildir sex milljörðum íslenskra króna. Tengingin við Drake mikilvæg Babel segir það líka mikils virði fyrir félagið að tengja sig við heimsfræga tónlistarstjörnu eins og Drake. Það munu auka sýnileika og alþjóðlegan áhuga á félaginu sem opnar líka enn fleiri tækifæri. Venezia mun spila í NOCTA treyjum á tímabilinu en það er fatafyrirtæki Drake. Það má má búast við því að mikið verði lagt í búningana í vetur. Venezia spilar í Seríu A á þessu tímabili eftir að hafa unnið úrslitakeppni ítölsku b-deildarinnar í vor. Liðið hafði fallið úr Seríu A vorið 2022. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus)
Ítalski boltinn Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira