„Þurfum bara að sætta okkur við þetta stig sem við unnum fyrir“ Kári Mímisson skrifar 11. ágúst 2024 20:31 Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Fylkis Vísir/Pawel Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, segist vera sáttur með frammistöðu liðsins gegn KA nú í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli sem Rúnar segir að séu vonbrigði miðað við hvernig leikurinn spilaðist. „Ef við förum yfir leikinn þá fannst mér við vera mjög fínir í fyrri hálfleik og leiddum leikinn algjörlega. Í byrjun seinni hálfleiks þá bökkum við og KA-menn komast inn í þetta en síðan erum við mjög öflugir síðustu 20 mínúturnar. Við fáum tvö, þrjú mjög góð færi í þessum leik til þess að skora mörk. Dóri í fyrri hálfleik og síðan Emil í seinni ásamt því að fá frábærar stöður nokkrum sinnum í leiknum.“ „Ég man ekki til þess að KA-menn hafi fengið mörg færi í þessum leik. Þeir skora úr einhverri fyrirgjöf þar sem það eru tveir hafsentar gegn einum framherja og það er bara í fyrsta sinn í sumar þar sem framherjinn skorar á okkur í sumar þegar hann er bara ódekkaður inn í teig sem að á bara ekki að gerast. Þetta er bara lélegt og ég er mjög ósáttur við það mark. Heilt yfir var frammistaðan í leiknum mjög fín og ég er ánægður með hana en ég hefði viljað vinna þennan leik og við fengum heldur betur tækifæri til þess.“ Spurður út í það hvað þetta stig gefur liðinu svaraði Rúnar á skemmtilegan hátt og segir að liðið hafi unnið fyrir því og hrósaði liðinu sínu fyrir frammistöðuna í dag. „Á þessum tímapunkti þá gefur þetta okkur bara eitt stig. Hefðum við viljað þrjú, já sjálfsagt. Við þurfum bara að sætta okkur við þetta stig sem við unnum fyrir, unnum ekki fyrir neinu meira en það í dag. Hefðum við ekki fengið þetta mark á okkur þá hefðum við unnið þennan leik og fengið þrjú stig. Þannig er þessi blessaði fótbolti bara. „Ég ætla bara að hrósa strákunum, þeir voru bara mjög fínir að mörgu leyti í þessum leik. Theodór Ingi sem spilaði byrjaði sinn fyrsta leik og var frábær í 60 mínútur en var orðinn smá þreyttur þá. Það er gaman að sjá unga stráka koma inn, fá tækifæri til að spreyta sig og gera það vel.“ Theodór Ingi Óskarsson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Fylki í dag og átti mjög góðan leik í dag og fór þó nokkrum sinnum illa með varnarmenn KA. Hversu erfitt var að taka hann af velli? „Hann var auðvitað bara orðinn þreyttur og maður sá það alveg. Frammistaðan hans í 60 mínútur var frábær og það er mjög erfitt að eiga við hann, ótrúlega fljótur og góður einn á móti einum. Hann þarf bara að halda áfram að vinna í því.“ Glugginn að lokast núna á þriðjudaginn, má reikna með einhverjum breytingum á hópnum ykkar? „Það er allavega enginn að fara héðan en þetta er meira spurning um það hvort einhver komi og það verður bara að koma í ljós. Eins og staðan er akkúrat núna þá sé ég það ekki gerast.“ Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Fylkir Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira
„Ef við förum yfir leikinn þá fannst mér við vera mjög fínir í fyrri hálfleik og leiddum leikinn algjörlega. Í byrjun seinni hálfleiks þá bökkum við og KA-menn komast inn í þetta en síðan erum við mjög öflugir síðustu 20 mínúturnar. Við fáum tvö, þrjú mjög góð færi í þessum leik til þess að skora mörk. Dóri í fyrri hálfleik og síðan Emil í seinni ásamt því að fá frábærar stöður nokkrum sinnum í leiknum.“ „Ég man ekki til þess að KA-menn hafi fengið mörg færi í þessum leik. Þeir skora úr einhverri fyrirgjöf þar sem það eru tveir hafsentar gegn einum framherja og það er bara í fyrsta sinn í sumar þar sem framherjinn skorar á okkur í sumar þegar hann er bara ódekkaður inn í teig sem að á bara ekki að gerast. Þetta er bara lélegt og ég er mjög ósáttur við það mark. Heilt yfir var frammistaðan í leiknum mjög fín og ég er ánægður með hana en ég hefði viljað vinna þennan leik og við fengum heldur betur tækifæri til þess.“ Spurður út í það hvað þetta stig gefur liðinu svaraði Rúnar á skemmtilegan hátt og segir að liðið hafi unnið fyrir því og hrósaði liðinu sínu fyrir frammistöðuna í dag. „Á þessum tímapunkti þá gefur þetta okkur bara eitt stig. Hefðum við viljað þrjú, já sjálfsagt. Við þurfum bara að sætta okkur við þetta stig sem við unnum fyrir, unnum ekki fyrir neinu meira en það í dag. Hefðum við ekki fengið þetta mark á okkur þá hefðum við unnið þennan leik og fengið þrjú stig. Þannig er þessi blessaði fótbolti bara. „Ég ætla bara að hrósa strákunum, þeir voru bara mjög fínir að mörgu leyti í þessum leik. Theodór Ingi sem spilaði byrjaði sinn fyrsta leik og var frábær í 60 mínútur en var orðinn smá þreyttur þá. Það er gaman að sjá unga stráka koma inn, fá tækifæri til að spreyta sig og gera það vel.“ Theodór Ingi Óskarsson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Fylki í dag og átti mjög góðan leik í dag og fór þó nokkrum sinnum illa með varnarmenn KA. Hversu erfitt var að taka hann af velli? „Hann var auðvitað bara orðinn þreyttur og maður sá það alveg. Frammistaðan hans í 60 mínútur var frábær og það er mjög erfitt að eiga við hann, ótrúlega fljótur og góður einn á móti einum. Hann þarf bara að halda áfram að vinna í því.“ Glugginn að lokast núna á þriðjudaginn, má reikna með einhverjum breytingum á hópnum ykkar? „Það er allavega enginn að fara héðan en þetta er meira spurning um það hvort einhver komi og það verður bara að koma í ljós. Eins og staðan er akkúrat núna þá sé ég það ekki gerast.“
Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Fylkir Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Í beinni: Barcelona - Inter | Þrennudraumur Börsunga lifir enn Fótbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Íslenski boltinn ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjá meira