„Fullorðna fólk, grow up!“ Jón Ísak Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 11. ágúst 2024 10:24 Páll Óskar og Antonio giftu sig í mars síðastliðnum. Vísir/Viktor Freyr Páll Óskar segir að á meðan fólk er ennþá að kasta pílum í það hvernig fólk lítur út, hvað það gerir eða hvernig það lifir lífinu sínu, séum við ekki frjáls, og Gleðigangan haldi áfram. Fólk sem dreifi óhróðri og óábyrgum upplýsingum á netinu þurfi að þroskast. Páll Óskar hélt uppi stuðinu venju samkvæmt á Pride balli í gærkvöldi, en hann var að undirbúa ballið þegar fréttamaður náði af honum tali. Hann segir að það sé alltaf mikil keyrsla í þessari viku hjá honum. „Við ákváðum að gera brúðartertu núna sem lokatrukkinn hjá mér af því að ég er nýgiftur manni sem heitir Antonio og hann kom hingað til Íslands sem flóttamaður frá Venesúela. Þannig að langflestir sem voru brúðkaupsgestir upp á vagninum voru samlandar hans sem eru að fóta sig hérna á Íslandi frá Venesúela, og eru að koma inn í og mæta mjög krefjandi aðstæðum,“ segir Páll. Hann hafi langað að gera brúðartertu vegna þess að hún er minni um vísinn að fyrstu réttindunum sem þau fengu á sínum tíma 1996, þegar hommar og lesbíur fengu að ganga í staðfesta samvist. „Þetta voru fyrstu merkin um að við værum ekki annars flokks þegnar. Þannig að brúðartertan þýðir ýmislegt fyrir mjög marga,“ segir Páll. Réttindabaráttan samtvinnuð Páll Óskar segir að réttindabarátta ýmissa hópa sé samtvinnuð. „Ef einhver hópur er tekin, hvort sem það er transfólk, intersex fólk, flóttamenn eða fólkið í Palestínu, og einhverjum lygum og óhróðri dreift um þetta fólk, þá kemur það okkur við af því það kemur niður á okkur líka.“ Hann segir hnefaleikakappann á Ólympíuleikunum mjög gott dæmi. Allt í einu hafi verið fullorðið fólk á netinu verið að spyrja spurninga eins og : „Ertu karl eða kona?“ „Þriggja til fjögurra ára gömul börn hafa spurt mig að sömu spurningu síðan 1991, ertu strákur eða stelpa? Fullorðna fólk, grow up! Þið eruð betur lesin en þetta!“ segir Páll. Brúðkaupstertan var glæsileg.Vísir/Viktor Freyr Hann kveðst ekki hafa hugmynd um það hvort boxarinn sé trans eða ekki, hvort hún sé gagnkynhneigð eða ekki, „en í guðanna bænum, gefið fólki frelsi til að vera það sjálft.“ Þurfum að læra lifa með samfélagsmiðlunum Páll segir að á samfélagsmiðlum sé ákveðið bakslag í baráttu hinseginfólks. „Já á internetinu, fólk sem er ekki nógu vel lesið.“ Það fólk gleypi við allskonar óhróðri, óábyrgum upplýsingum sem komi frá óábyrgu fólki. „Það er bara nýtt. Samfélagsmiðlar eru ný breyta, ný stærð sem við þurfum að lifa með,“ segir Páll. Hann segir að fólk geti tekið þátt í baráttunni með því að leiðrétta svona lygar, sögusagnir, gróusögur og mýtur. „Ég allavegana reyni að vera á vaktinni.“ Hinsegin Gleðigangan Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Sjá meira
Páll Óskar hélt uppi stuðinu venju samkvæmt á Pride balli í gærkvöldi, en hann var að undirbúa ballið þegar fréttamaður náði af honum tali. Hann segir að það sé alltaf mikil keyrsla í þessari viku hjá honum. „Við ákváðum að gera brúðartertu núna sem lokatrukkinn hjá mér af því að ég er nýgiftur manni sem heitir Antonio og hann kom hingað til Íslands sem flóttamaður frá Venesúela. Þannig að langflestir sem voru brúðkaupsgestir upp á vagninum voru samlandar hans sem eru að fóta sig hérna á Íslandi frá Venesúela, og eru að koma inn í og mæta mjög krefjandi aðstæðum,“ segir Páll. Hann hafi langað að gera brúðartertu vegna þess að hún er minni um vísinn að fyrstu réttindunum sem þau fengu á sínum tíma 1996, þegar hommar og lesbíur fengu að ganga í staðfesta samvist. „Þetta voru fyrstu merkin um að við værum ekki annars flokks þegnar. Þannig að brúðartertan þýðir ýmislegt fyrir mjög marga,“ segir Páll. Réttindabaráttan samtvinnuð Páll Óskar segir að réttindabarátta ýmissa hópa sé samtvinnuð. „Ef einhver hópur er tekin, hvort sem það er transfólk, intersex fólk, flóttamenn eða fólkið í Palestínu, og einhverjum lygum og óhróðri dreift um þetta fólk, þá kemur það okkur við af því það kemur niður á okkur líka.“ Hann segir hnefaleikakappann á Ólympíuleikunum mjög gott dæmi. Allt í einu hafi verið fullorðið fólk á netinu verið að spyrja spurninga eins og : „Ertu karl eða kona?“ „Þriggja til fjögurra ára gömul börn hafa spurt mig að sömu spurningu síðan 1991, ertu strákur eða stelpa? Fullorðna fólk, grow up! Þið eruð betur lesin en þetta!“ segir Páll. Brúðkaupstertan var glæsileg.Vísir/Viktor Freyr Hann kveðst ekki hafa hugmynd um það hvort boxarinn sé trans eða ekki, hvort hún sé gagnkynhneigð eða ekki, „en í guðanna bænum, gefið fólki frelsi til að vera það sjálft.“ Þurfum að læra lifa með samfélagsmiðlunum Páll segir að á samfélagsmiðlum sé ákveðið bakslag í baráttu hinseginfólks. „Já á internetinu, fólk sem er ekki nógu vel lesið.“ Það fólk gleypi við allskonar óhróðri, óábyrgum upplýsingum sem komi frá óábyrgu fólki. „Það er bara nýtt. Samfélagsmiðlar eru ný breyta, ný stærð sem við þurfum að lifa með,“ segir Páll. Hann segir að fólk geti tekið þátt í baráttunni með því að leiðrétta svona lygar, sögusagnir, gróusögur og mýtur. „Ég allavegana reyni að vera á vaktinni.“
Hinsegin Gleðigangan Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Sjá meira