„Hefur verið minn dyggasti þjónn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. ágúst 2024 10:30 Arnar Gunnlaugsson segir sína menn klára í slaginn. Vísir/Arnar Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir mikinn missi í Pablo Punyed sem sleit nýverið krossband. Þrátt fyrir meiðslavandræði ætla Víkingar sér sigur á Flora Tallinn í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Víkingur og Flora Tallinn mætast klukkan 18:15 í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Þetta er stór stund fyrir okkur. Þetta er í annað skiptið sem við erum í þriðju umferð í Sambandsdeildinni. Síðast voru það hörkuleikir við Lech Poznan en núna er það Flora Tallinn sem er sögufrægur klúbbur í eistneskum fótbolta,“ segir Arnar um leik kvöldsins. En hvernig liði eru Víkingarnir að mæta? Klippa: „Hann hefur verið minn dyggasti þjónn“ „Þetta er 4-4-2 lið sem er ekkert ósvipað okkur varnarlega en eru með aðeins öðruvísi áherslur sóknarlega. Það hefur gengið illa að þeirra mati í deildinni heima fyrir í ár en eins og við þekkjum er stutt í að hjólin snúast þér í vil. Mögulega líta þeir á Evrópukeppnina á byrjunarreit til að snúa tímabilinu sér í vil. Við eigum von á erfiðum leik,“ segir Arnar í samtali við Stöð 2 Sport. Hörkuðu í gegnum vandræðin Það kom um tveggja vikna kafli þar sem Víkingum gekk illa að ná í úrslit og féllu þeir af þeim sökum úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu gegn Shamrock Rovers og töpuðu þá einnig fyrir KA í Bestu deildinni og fyrri leiknum við albönsku meistarana í Egnatia á Víkingsvelli. Síðan þá hefur liðið hins vegar unnið alla sína leiki, þar á meðal góðan 2-0 útisigur í Albaníu sem fleytti þeim áfram í einvígið við Flora Tallinn. „Það er mjög merkilegt hvernig þetta hefur gerst. Við vorum í sjálfu sér ekkert að spila illa en bara náðum ekki í úrslit. Svo bara breyttist þetta á 30. mínútu hérna gegn HK. Fram að því vorum við í brasi og skorum svo gott mark. Síðan þá hefur sólin skinið á Víkinga. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta er fljótt að snúast við,“ segir Arnar. Meiðslin að stríða Það er áhugavert hvað Víkingar hafa fundið góðan takt á miðað við hvað leikmenn liðsins hafa verið stráfelldir í meiðsli síðustu vikur. Matthías Vilhjálmsson, Nikolaj Hansen og Pablo Punyed eru allir frá. Aron Elís Þrándarson, Gunnar Vatnhamar og fleiri hafa einnig lent í meiðslum undanfarið. „Staðan gæti verið betri. Við fengum ömurlegar fréttir í gær með Pablo sem er virkilega sárt fyrir hans hönd. En svo kemur Tarik til okkar í gær líka, talandi um skin og skúrir, en hann verður í hóp á morgun,“ „Það verða örugglega fimm til sex sterkir leikmenn sem verða ekki í hóp. Það er bara eins og alltaf, svona er þetta bara. Það þýðir ekki að væla yfir því. Við erum með sterkan og breiðan hóp og leikmenn hafa stigið virkilega upp í fjarveru stórra pósta,“ segir Arnar. Hefur fulla trú á Pablo Verst sé að Pablo Punyed, sem hefur verið prímusmótorinn í spilamennsku Víkings undir stjórn Arnars undanfarin ár, sé með slitið krossband og frá fram á næstu leiktíð. „Þetta er bara ömurlegt. Hann hefur verið minn dyggasti þjónn og topp 2-3 kaup í sögu Víkings. Það hefur mjög mikil áhrif á okkar leik og valdamikill í klefanum líka sem ég trúi ekki öðru en hann verði áfram. Ef ég treysti einhverjum manni til að koma sterkur til baka eftir svona erfið meiðsli, þrátt fyrir hækkandi aldur, er það Pablo Punyed,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Víkingur Reykjavík Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Víkingur og Flora Tallinn mætast klukkan 18:15 í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Þetta er stór stund fyrir okkur. Þetta er í annað skiptið sem við erum í þriðju umferð í Sambandsdeildinni. Síðast voru það hörkuleikir við Lech Poznan en núna er það Flora Tallinn sem er sögufrægur klúbbur í eistneskum fótbolta,“ segir Arnar um leik kvöldsins. En hvernig liði eru Víkingarnir að mæta? Klippa: „Hann hefur verið minn dyggasti þjónn“ „Þetta er 4-4-2 lið sem er ekkert ósvipað okkur varnarlega en eru með aðeins öðruvísi áherslur sóknarlega. Það hefur gengið illa að þeirra mati í deildinni heima fyrir í ár en eins og við þekkjum er stutt í að hjólin snúast þér í vil. Mögulega líta þeir á Evrópukeppnina á byrjunarreit til að snúa tímabilinu sér í vil. Við eigum von á erfiðum leik,“ segir Arnar í samtali við Stöð 2 Sport. Hörkuðu í gegnum vandræðin Það kom um tveggja vikna kafli þar sem Víkingum gekk illa að ná í úrslit og féllu þeir af þeim sökum úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu gegn Shamrock Rovers og töpuðu þá einnig fyrir KA í Bestu deildinni og fyrri leiknum við albönsku meistarana í Egnatia á Víkingsvelli. Síðan þá hefur liðið hins vegar unnið alla sína leiki, þar á meðal góðan 2-0 útisigur í Albaníu sem fleytti þeim áfram í einvígið við Flora Tallinn. „Það er mjög merkilegt hvernig þetta hefur gerst. Við vorum í sjálfu sér ekkert að spila illa en bara náðum ekki í úrslit. Svo bara breyttist þetta á 30. mínútu hérna gegn HK. Fram að því vorum við í brasi og skorum svo gott mark. Síðan þá hefur sólin skinið á Víkinga. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta er fljótt að snúast við,“ segir Arnar. Meiðslin að stríða Það er áhugavert hvað Víkingar hafa fundið góðan takt á miðað við hvað leikmenn liðsins hafa verið stráfelldir í meiðsli síðustu vikur. Matthías Vilhjálmsson, Nikolaj Hansen og Pablo Punyed eru allir frá. Aron Elís Þrándarson, Gunnar Vatnhamar og fleiri hafa einnig lent í meiðslum undanfarið. „Staðan gæti verið betri. Við fengum ömurlegar fréttir í gær með Pablo sem er virkilega sárt fyrir hans hönd. En svo kemur Tarik til okkar í gær líka, talandi um skin og skúrir, en hann verður í hóp á morgun,“ „Það verða örugglega fimm til sex sterkir leikmenn sem verða ekki í hóp. Það er bara eins og alltaf, svona er þetta bara. Það þýðir ekki að væla yfir því. Við erum með sterkan og breiðan hóp og leikmenn hafa stigið virkilega upp í fjarveru stórra pósta,“ segir Arnar. Hefur fulla trú á Pablo Verst sé að Pablo Punyed, sem hefur verið prímusmótorinn í spilamennsku Víkings undir stjórn Arnars undanfarin ár, sé með slitið krossband og frá fram á næstu leiktíð. „Þetta er bara ömurlegt. Hann hefur verið minn dyggasti þjónn og topp 2-3 kaup í sögu Víkings. Það hefur mjög mikil áhrif á okkar leik og valdamikill í klefanum líka sem ég trúi ekki öðru en hann verði áfram. Ef ég treysti einhverjum manni til að koma sterkur til baka eftir svona erfið meiðsli, þrátt fyrir hækkandi aldur, er það Pablo Punyed,“ segir Arnar. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Víkingur Reykjavík Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira