Óboðlegt að fangaverðir eigi í hættu að stórslasast í vinnunni Lovísa Arnardóttir skrifar 8. ágúst 2024 08:39 Fangelsið Litla Hraun á Eyrarbakka. Tíðara er að fangar beiti ofbeldi og að fangar glími við alvarleg andleg veikindi. Vísir/Vilhelm Heiðar Smith, formaður félags fangavarða, segir vinnuaðstæður fangavarða hafa breyst mikið frá því að hann hóf störf sem fangavörður fyrir átta árum. Sá hópur sem afplánar sé orðinn erfiðari og algengara sé að andlega veikt fólk sé að afplána dóma. Þrír fangaverðir slösuðust í átökum við fanga í síðustu viku. Heiðar ræddi fangelsismál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Heiðar hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra, Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Hann fundar með yfirstjórn fangelsanna í vikunni. „Það vantar fjármagn inn í þetta kerfi. Þetta kerfi verður bara eins gott og fjármagnið sem er sett inn í það,“ segir Heiðar. Stjórnendur fangelsanna reyni að styðja við fangaverði en að heimurinn sé að harðna. Í síðustu viku réðst fangi á þrjá fangaverði. Atvikið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Heiðar segir alltaf vont þegar það er ráðist á samstarfsfólk og hann voni að þessi árás verði til þess að það verði brugðist við. „Við erum að fá inn í fangelsin meira og meira af fólki sem þarf sérfræðiþjónustu geðlækna og fangelsi kannski ekki staðurinn fyrir það. En einhverra hluta vegna er geðheilbrigðiskerfið þannig að þegar þú ert í fangelsi þá nýturðu ekki sömu geðheilbrigðisþjónustu og þú fengir úti,“ segir Heiðar. Heiðar segir suma þurfa meiri athygli en aðrir og fangaverði ekki ná að sinna þeim þegar það eru tíð ofbeldismál í gangi. Þá þróist það þannig að veikindi þeirra sem eru andlega veikir versna enn frekar. Flestir í fangelsi fínt fólk Heiðar segir það sem betur fer ekki algengt að ráðist sé á fangaverði. Hópurinn sem afpláni í fangelsi sé að stærstum hluta fínt fólk en það þurfi að endurskoða það hverjir afplána og hverjir fari annað. Hann segir samskipti fanga og fangavarða yfirleitt ganga vel en þegar það kemur inn hópur sem beitir ofbeldi þá verði erfiðara að aðstoða þá sem þurfi aðstoð því fangaverðir séu fastir í verkefnum sem tengjast ofbeldi. Heiðar segir að fundað hafi verið stíft innan fangelsisins frá því að ráðist var á fangaverðina í síðustu viku til að fara yfir verklag og athuga hvernig sé hægt að tryggja betur öryggi fangavarða. „Það er fullkomlega óboðlegt að mæta í vinnuna sína… og eiga hættu á að vera stórslasaður. Það er ekki boðlegt,“ segir Heiðar. Fundar með yfirstjórn Heiðar segir félagið eigi fund með yfirstjórn og muni þar reyna að komast að því hvað verði hægt að gera. Ef ekki fáist meira fjármagn í þjálfun fangavarða þá þurfi að breyta verkferlum svo að ólíklegra sé að þetta gerist. Hann segir vanta fleiri fangaverði á vaktir og meiri reynslu. Auk þess hefur Heiðar óskar eftir fundi með dómsmálaráðherra til að fara yfir stöðu fangavarða í fangelsunum. Fangelsismál Lögreglumál Bítið Tengdar fréttir Segist niðurlægður með 415 krónur í tímakaup Sakborningur sem hlaut tíu ára fangelsisdóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli segir að honum virðist sem það sé ætlun kerfisins að framleiða iðjuleysinga og glæpamenn. Það sé niðurlægjandi að fangar fái 415 krónur í tímakaup fyrir vinnu sína innan veggja fangelsisins. Sú upphæð dugi tæpt fyrir sígarettukaupum, hvað þá klippingu eða sálfræðitímum. 7. ágúst 2024 10:33 Ástand á Litla-Hrauni: Þrír fangaverðir slasaðir eftir átök við fanga Þrír fangaverðir slösuðust og voru sendir á sjúkrahús eftir átök við fanga á Litla-Hrauni í gær. Staðan í fangelsinu er erfið en nokkur slæm og alvarleg mál hafa komið upp að undanförnu og hefur þurft að fjölga öryggisgöngum í fangelsinu að sögn fangelsismálastjóra. 3. ágúst 2024 17:34 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Sjá meira
Heiðar hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra, Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Hann fundar með yfirstjórn fangelsanna í vikunni. „Það vantar fjármagn inn í þetta kerfi. Þetta kerfi verður bara eins gott og fjármagnið sem er sett inn í það,“ segir Heiðar. Stjórnendur fangelsanna reyni að styðja við fangaverði en að heimurinn sé að harðna. Í síðustu viku réðst fangi á þrjá fangaverði. Atvikið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Heiðar segir alltaf vont þegar það er ráðist á samstarfsfólk og hann voni að þessi árás verði til þess að það verði brugðist við. „Við erum að fá inn í fangelsin meira og meira af fólki sem þarf sérfræðiþjónustu geðlækna og fangelsi kannski ekki staðurinn fyrir það. En einhverra hluta vegna er geðheilbrigðiskerfið þannig að þegar þú ert í fangelsi þá nýturðu ekki sömu geðheilbrigðisþjónustu og þú fengir úti,“ segir Heiðar. Heiðar segir suma þurfa meiri athygli en aðrir og fangaverði ekki ná að sinna þeim þegar það eru tíð ofbeldismál í gangi. Þá þróist það þannig að veikindi þeirra sem eru andlega veikir versna enn frekar. Flestir í fangelsi fínt fólk Heiðar segir það sem betur fer ekki algengt að ráðist sé á fangaverði. Hópurinn sem afpláni í fangelsi sé að stærstum hluta fínt fólk en það þurfi að endurskoða það hverjir afplána og hverjir fari annað. Hann segir samskipti fanga og fangavarða yfirleitt ganga vel en þegar það kemur inn hópur sem beitir ofbeldi þá verði erfiðara að aðstoða þá sem þurfi aðstoð því fangaverðir séu fastir í verkefnum sem tengjast ofbeldi. Heiðar segir að fundað hafi verið stíft innan fangelsisins frá því að ráðist var á fangaverðina í síðustu viku til að fara yfir verklag og athuga hvernig sé hægt að tryggja betur öryggi fangavarða. „Það er fullkomlega óboðlegt að mæta í vinnuna sína… og eiga hættu á að vera stórslasaður. Það er ekki boðlegt,“ segir Heiðar. Fundar með yfirstjórn Heiðar segir félagið eigi fund með yfirstjórn og muni þar reyna að komast að því hvað verði hægt að gera. Ef ekki fáist meira fjármagn í þjálfun fangavarða þá þurfi að breyta verkferlum svo að ólíklegra sé að þetta gerist. Hann segir vanta fleiri fangaverði á vaktir og meiri reynslu. Auk þess hefur Heiðar óskar eftir fundi með dómsmálaráðherra til að fara yfir stöðu fangavarða í fangelsunum.
Fangelsismál Lögreglumál Bítið Tengdar fréttir Segist niðurlægður með 415 krónur í tímakaup Sakborningur sem hlaut tíu ára fangelsisdóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli segir að honum virðist sem það sé ætlun kerfisins að framleiða iðjuleysinga og glæpamenn. Það sé niðurlægjandi að fangar fái 415 krónur í tímakaup fyrir vinnu sína innan veggja fangelsisins. Sú upphæð dugi tæpt fyrir sígarettukaupum, hvað þá klippingu eða sálfræðitímum. 7. ágúst 2024 10:33 Ástand á Litla-Hrauni: Þrír fangaverðir slasaðir eftir átök við fanga Þrír fangaverðir slösuðust og voru sendir á sjúkrahús eftir átök við fanga á Litla-Hrauni í gær. Staðan í fangelsinu er erfið en nokkur slæm og alvarleg mál hafa komið upp að undanförnu og hefur þurft að fjölga öryggisgöngum í fangelsinu að sögn fangelsismálastjóra. 3. ágúst 2024 17:34 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Sjá meira
Segist niðurlægður með 415 krónur í tímakaup Sakborningur sem hlaut tíu ára fangelsisdóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli segir að honum virðist sem það sé ætlun kerfisins að framleiða iðjuleysinga og glæpamenn. Það sé niðurlægjandi að fangar fái 415 krónur í tímakaup fyrir vinnu sína innan veggja fangelsisins. Sú upphæð dugi tæpt fyrir sígarettukaupum, hvað þá klippingu eða sálfræðitímum. 7. ágúst 2024 10:33
Ástand á Litla-Hrauni: Þrír fangaverðir slasaðir eftir átök við fanga Þrír fangaverðir slösuðust og voru sendir á sjúkrahús eftir átök við fanga á Litla-Hrauni í gær. Staðan í fangelsinu er erfið en nokkur slæm og alvarleg mál hafa komið upp að undanförnu og hefur þurft að fjölga öryggisgöngum í fangelsinu að sögn fangelsismálastjóra. 3. ágúst 2024 17:34
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent