Ástand á Litla-Hrauni: Þrír fangaverðir slasaðir eftir átök við fanga Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. ágúst 2024 17:34 Alvarlegt atvik kom upp í fangelsinu á Litla-Hrauni í gær. vísir Þrír fangaverðir slösuðust og voru sendir á sjúkrahús eftir átök við fanga á Litla-Hrauni í gær. Staðan í fangelsinu er erfið en nokkur slæm og alvarleg mál hafa komið upp að undanförnu og hefur þurft að fjölga öryggisgöngum í fangelsinu að sögn fangelsismálastjóra. Erfiðar aðstæður sköpuðust í fangelsinu á Litla-Hrauni í gær en atvikið hefur verið tilkynnt til lögreglu. „Það var atvik á Litla-Hrauni í gær þar sem fangi veittist að nokkrum fangavörðum með þeim afleiðingum að þrír þeirra slösuðust þannig að þeir þurftu að fara á sjúkrahús til að láta gera að sárum sínum. Ég vonast til að þeir nái sér að fullu en þetta var slæmt atvik,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við fréttastofu. Páll fór sjálfur á staðinn en hann segir starfsfólk og stjórnendur sem voru á vettvangi hafa unnið vel úr aðstæðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er fanginn sem um ræðir íslenskur ríkisborgari á þrítugsaldri sem hefur áður verið í kastljósi fjölmiðla og afplánar dóm á Litla-Hrauni fyrir ýmis ofbeldis- og vopnalagabrot. Breytt verklag komið til að vera „Þetta hefur auðvitað þær afleiðingar að þessi einstaklingur mun sæta agaviðurlögum. Núna er staðan einfaldlega þannig að við rekum þarna í rauninni tvo öryggisganga í fangelsinu á Litla-Hrauni þar sem við erum búin að breyta verklagi og það sýnist mér komið til þess að vera,“ segir Páll. Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Baldur Mikilvægt að tryggja öryggi fangavarða Aðspurður segir hann aðstæður í fangelsinu ekki góðar að því leytinu til að erfitt er að skipta upp fangahópum innan fangelsisins. „Það hafa komið upp svona alvarleg mál, slæm mál að undanförnu. Það þarf kannski lengra tímabil til þess að gera sér grein fyrir því hvort að þetta sé að aukast varanlega. En það sem við erum hins vegar alveg klárlega að sjá er óútskýranleg hegðun einstaklinga sem eru í afplánun og gæsluvarðhaldi sem að er ólógísk og þú veist ekki hvenær von er á hreinlega næstu látum. Og við þurfum að taka mið af því við vistun slíkra einstaklinga,“ segir Páll. Unnið er að hönnun og byggingu nýs fangelsis, en þangað til það er tilbúið þurfi að tryggja að hægt sé að reka fangelsið með öruggum hætti. „Ef að þetta heldur áfram þá þurfum við jafnframt að stýfa af aðrar reglur í fangelsinu því að þrátt fyrir að við viljum gera vel við alla okkar skjólstæðinga þá nær það ekki úr fyrir þau mörk að tryggja öryggi fangavarða í vinnunni,“ segir Páll. Áskorun að manna fangelsin Líkt og áður segir er búið að taka hluta af fangelsinu til viðbótar sem nú er rekin sem öryggisdeild. „Þar er stundum bara einn einstaklingur, stundum tveir og stundum þrír, allt eftir aðstæðum. Við reynum að hafa fólk þar eins stutt og hægt er. En þegar um er að ræða ítrekuð agabrot og ítrekaðar árásir þá þýðir það að einstaklingar þurfa að vera þar lengur eftir því sem þessir hlutir gerast oftar og það ber að taka þessar uppákomur alvarlega,“ ítrekar Páll. Neysla fíkniefna tíðkast innan fangelsisins og er það sveiflukennt að sögn Páls hversu mikil og alvarleg neysla viðgengs innan fangelsisins. „Það sem að kannski má segja að hefur bæst við neyslutengda „ruglhegðun“ er svo bara hegðun einstaklinga sem að við kannski vitum lítið um og eru bara ofbeldishneigðir og eru að sýna af sér hótanir og ofbeldi með reglubundnum hætti ótengt neyslu.“ Spurður hvernig gengur að manna vaktir fangavarða og annars starfsfólks þegar þrír þurftu aðhlynningu eftir árás, á sama tíma og sumarleyfi standa yfir, segir Páll það geta verið áskorun. „Það hefur alveg verið snúið á köflum og það verður alltaf snúnar eftir því sem fleiri fara frá vegna veikinda sem tengjast átökum í vinnunni. Hins vegar er þetta mjög gott fólk sem vinnur í kerfinu þannig þegar það kemur ákall um hjálp innan kerfis, þá bregst fólk vel við og fólk stendur saman og stendur vaktina vel,“ segir Páll. Fangelsismál Lögreglan Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Erfiðar aðstæður sköpuðust í fangelsinu á Litla-Hrauni í gær en atvikið hefur verið tilkynnt til lögreglu. „Það var atvik á Litla-Hrauni í gær þar sem fangi veittist að nokkrum fangavörðum með þeim afleiðingum að þrír þeirra slösuðust þannig að þeir þurftu að fara á sjúkrahús til að láta gera að sárum sínum. Ég vonast til að þeir nái sér að fullu en þetta var slæmt atvik,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við fréttastofu. Páll fór sjálfur á staðinn en hann segir starfsfólk og stjórnendur sem voru á vettvangi hafa unnið vel úr aðstæðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er fanginn sem um ræðir íslenskur ríkisborgari á þrítugsaldri sem hefur áður verið í kastljósi fjölmiðla og afplánar dóm á Litla-Hrauni fyrir ýmis ofbeldis- og vopnalagabrot. Breytt verklag komið til að vera „Þetta hefur auðvitað þær afleiðingar að þessi einstaklingur mun sæta agaviðurlögum. Núna er staðan einfaldlega þannig að við rekum þarna í rauninni tvo öryggisganga í fangelsinu á Litla-Hrauni þar sem við erum búin að breyta verklagi og það sýnist mér komið til þess að vera,“ segir Páll. Páll Winkel fangelsismálastjóri.Vísir/Baldur Mikilvægt að tryggja öryggi fangavarða Aðspurður segir hann aðstæður í fangelsinu ekki góðar að því leytinu til að erfitt er að skipta upp fangahópum innan fangelsisins. „Það hafa komið upp svona alvarleg mál, slæm mál að undanförnu. Það þarf kannski lengra tímabil til þess að gera sér grein fyrir því hvort að þetta sé að aukast varanlega. En það sem við erum hins vegar alveg klárlega að sjá er óútskýranleg hegðun einstaklinga sem eru í afplánun og gæsluvarðhaldi sem að er ólógísk og þú veist ekki hvenær von er á hreinlega næstu látum. Og við þurfum að taka mið af því við vistun slíkra einstaklinga,“ segir Páll. Unnið er að hönnun og byggingu nýs fangelsis, en þangað til það er tilbúið þurfi að tryggja að hægt sé að reka fangelsið með öruggum hætti. „Ef að þetta heldur áfram þá þurfum við jafnframt að stýfa af aðrar reglur í fangelsinu því að þrátt fyrir að við viljum gera vel við alla okkar skjólstæðinga þá nær það ekki úr fyrir þau mörk að tryggja öryggi fangavarða í vinnunni,“ segir Páll. Áskorun að manna fangelsin Líkt og áður segir er búið að taka hluta af fangelsinu til viðbótar sem nú er rekin sem öryggisdeild. „Þar er stundum bara einn einstaklingur, stundum tveir og stundum þrír, allt eftir aðstæðum. Við reynum að hafa fólk þar eins stutt og hægt er. En þegar um er að ræða ítrekuð agabrot og ítrekaðar árásir þá þýðir það að einstaklingar þurfa að vera þar lengur eftir því sem þessir hlutir gerast oftar og það ber að taka þessar uppákomur alvarlega,“ ítrekar Páll. Neysla fíkniefna tíðkast innan fangelsisins og er það sveiflukennt að sögn Páls hversu mikil og alvarleg neysla viðgengs innan fangelsisins. „Það sem að kannski má segja að hefur bæst við neyslutengda „ruglhegðun“ er svo bara hegðun einstaklinga sem að við kannski vitum lítið um og eru bara ofbeldishneigðir og eru að sýna af sér hótanir og ofbeldi með reglubundnum hætti ótengt neyslu.“ Spurður hvernig gengur að manna vaktir fangavarða og annars starfsfólks þegar þrír þurftu aðhlynningu eftir árás, á sama tíma og sumarleyfi standa yfir, segir Páll það geta verið áskorun. „Það hefur alveg verið snúið á köflum og það verður alltaf snúnar eftir því sem fleiri fara frá vegna veikinda sem tengjast átökum í vinnunni. Hins vegar er þetta mjög gott fólk sem vinnur í kerfinu þannig þegar það kemur ákall um hjálp innan kerfis, þá bregst fólk vel við og fólk stendur saman og stendur vaktina vel,“ segir Páll.
Fangelsismál Lögreglan Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira