Óboðlegt að fangaverðir eigi í hættu að stórslasast í vinnunni Lovísa Arnardóttir skrifar 8. ágúst 2024 08:39 Fangelsið Litla Hraun á Eyrarbakka. Tíðara er að fangar beiti ofbeldi og að fangar glími við alvarleg andleg veikindi. Vísir/Vilhelm Heiðar Smith, formaður félags fangavarða, segir vinnuaðstæður fangavarða hafa breyst mikið frá því að hann hóf störf sem fangavörður fyrir átta árum. Sá hópur sem afplánar sé orðinn erfiðari og algengara sé að andlega veikt fólk sé að afplána dóma. Þrír fangaverðir slösuðust í átökum við fanga í síðustu viku. Heiðar ræddi fangelsismál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Heiðar hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra, Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Hann fundar með yfirstjórn fangelsanna í vikunni. „Það vantar fjármagn inn í þetta kerfi. Þetta kerfi verður bara eins gott og fjármagnið sem er sett inn í það,“ segir Heiðar. Stjórnendur fangelsanna reyni að styðja við fangaverði en að heimurinn sé að harðna. Í síðustu viku réðst fangi á þrjá fangaverði. Atvikið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Heiðar segir alltaf vont þegar það er ráðist á samstarfsfólk og hann voni að þessi árás verði til þess að það verði brugðist við. „Við erum að fá inn í fangelsin meira og meira af fólki sem þarf sérfræðiþjónustu geðlækna og fangelsi kannski ekki staðurinn fyrir það. En einhverra hluta vegna er geðheilbrigðiskerfið þannig að þegar þú ert í fangelsi þá nýturðu ekki sömu geðheilbrigðisþjónustu og þú fengir úti,“ segir Heiðar. Heiðar segir suma þurfa meiri athygli en aðrir og fangaverði ekki ná að sinna þeim þegar það eru tíð ofbeldismál í gangi. Þá þróist það þannig að veikindi þeirra sem eru andlega veikir versna enn frekar. Flestir í fangelsi fínt fólk Heiðar segir það sem betur fer ekki algengt að ráðist sé á fangaverði. Hópurinn sem afpláni í fangelsi sé að stærstum hluta fínt fólk en það þurfi að endurskoða það hverjir afplána og hverjir fari annað. Hann segir samskipti fanga og fangavarða yfirleitt ganga vel en þegar það kemur inn hópur sem beitir ofbeldi þá verði erfiðara að aðstoða þá sem þurfi aðstoð því fangaverðir séu fastir í verkefnum sem tengjast ofbeldi. Heiðar segir að fundað hafi verið stíft innan fangelsisins frá því að ráðist var á fangaverðina í síðustu viku til að fara yfir verklag og athuga hvernig sé hægt að tryggja betur öryggi fangavarða. „Það er fullkomlega óboðlegt að mæta í vinnuna sína… og eiga hættu á að vera stórslasaður. Það er ekki boðlegt,“ segir Heiðar. Fundar með yfirstjórn Heiðar segir félagið eigi fund með yfirstjórn og muni þar reyna að komast að því hvað verði hægt að gera. Ef ekki fáist meira fjármagn í þjálfun fangavarða þá þurfi að breyta verkferlum svo að ólíklegra sé að þetta gerist. Hann segir vanta fleiri fangaverði á vaktir og meiri reynslu. Auk þess hefur Heiðar óskar eftir fundi með dómsmálaráðherra til að fara yfir stöðu fangavarða í fangelsunum. Fangelsismál Lögreglumál Bítið Tengdar fréttir Segist niðurlægður með 415 krónur í tímakaup Sakborningur sem hlaut tíu ára fangelsisdóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli segir að honum virðist sem það sé ætlun kerfisins að framleiða iðjuleysinga og glæpamenn. Það sé niðurlægjandi að fangar fái 415 krónur í tímakaup fyrir vinnu sína innan veggja fangelsisins. Sú upphæð dugi tæpt fyrir sígarettukaupum, hvað þá klippingu eða sálfræðitímum. 7. ágúst 2024 10:33 Ástand á Litla-Hrauni: Þrír fangaverðir slasaðir eftir átök við fanga Þrír fangaverðir slösuðust og voru sendir á sjúkrahús eftir átök við fanga á Litla-Hrauni í gær. Staðan í fangelsinu er erfið en nokkur slæm og alvarleg mál hafa komið upp að undanförnu og hefur þurft að fjölga öryggisgöngum í fangelsinu að sögn fangelsismálastjóra. 3. ágúst 2024 17:34 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Heiðar hefur óskað eftir fundi með dómsmálaráðherra, Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Hann fundar með yfirstjórn fangelsanna í vikunni. „Það vantar fjármagn inn í þetta kerfi. Þetta kerfi verður bara eins gott og fjármagnið sem er sett inn í það,“ segir Heiðar. Stjórnendur fangelsanna reyni að styðja við fangaverði en að heimurinn sé að harðna. Í síðustu viku réðst fangi á þrjá fangaverði. Atvikið hefur verið tilkynnt til lögreglu. Heiðar segir alltaf vont þegar það er ráðist á samstarfsfólk og hann voni að þessi árás verði til þess að það verði brugðist við. „Við erum að fá inn í fangelsin meira og meira af fólki sem þarf sérfræðiþjónustu geðlækna og fangelsi kannski ekki staðurinn fyrir það. En einhverra hluta vegna er geðheilbrigðiskerfið þannig að þegar þú ert í fangelsi þá nýturðu ekki sömu geðheilbrigðisþjónustu og þú fengir úti,“ segir Heiðar. Heiðar segir suma þurfa meiri athygli en aðrir og fangaverði ekki ná að sinna þeim þegar það eru tíð ofbeldismál í gangi. Þá þróist það þannig að veikindi þeirra sem eru andlega veikir versna enn frekar. Flestir í fangelsi fínt fólk Heiðar segir það sem betur fer ekki algengt að ráðist sé á fangaverði. Hópurinn sem afpláni í fangelsi sé að stærstum hluta fínt fólk en það þurfi að endurskoða það hverjir afplána og hverjir fari annað. Hann segir samskipti fanga og fangavarða yfirleitt ganga vel en þegar það kemur inn hópur sem beitir ofbeldi þá verði erfiðara að aðstoða þá sem þurfi aðstoð því fangaverðir séu fastir í verkefnum sem tengjast ofbeldi. Heiðar segir að fundað hafi verið stíft innan fangelsisins frá því að ráðist var á fangaverðina í síðustu viku til að fara yfir verklag og athuga hvernig sé hægt að tryggja betur öryggi fangavarða. „Það er fullkomlega óboðlegt að mæta í vinnuna sína… og eiga hættu á að vera stórslasaður. Það er ekki boðlegt,“ segir Heiðar. Fundar með yfirstjórn Heiðar segir félagið eigi fund með yfirstjórn og muni þar reyna að komast að því hvað verði hægt að gera. Ef ekki fáist meira fjármagn í þjálfun fangavarða þá þurfi að breyta verkferlum svo að ólíklegra sé að þetta gerist. Hann segir vanta fleiri fangaverði á vaktir og meiri reynslu. Auk þess hefur Heiðar óskar eftir fundi með dómsmálaráðherra til að fara yfir stöðu fangavarða í fangelsunum.
Fangelsismál Lögreglumál Bítið Tengdar fréttir Segist niðurlægður með 415 krónur í tímakaup Sakborningur sem hlaut tíu ára fangelsisdóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli segir að honum virðist sem það sé ætlun kerfisins að framleiða iðjuleysinga og glæpamenn. Það sé niðurlægjandi að fangar fái 415 krónur í tímakaup fyrir vinnu sína innan veggja fangelsisins. Sú upphæð dugi tæpt fyrir sígarettukaupum, hvað þá klippingu eða sálfræðitímum. 7. ágúst 2024 10:33 Ástand á Litla-Hrauni: Þrír fangaverðir slasaðir eftir átök við fanga Þrír fangaverðir slösuðust og voru sendir á sjúkrahús eftir átök við fanga á Litla-Hrauni í gær. Staðan í fangelsinu er erfið en nokkur slæm og alvarleg mál hafa komið upp að undanförnu og hefur þurft að fjölga öryggisgöngum í fangelsinu að sögn fangelsismálastjóra. 3. ágúst 2024 17:34 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Segist niðurlægður með 415 krónur í tímakaup Sakborningur sem hlaut tíu ára fangelsisdóm í umfangsmiklu fíkniefnamáli segir að honum virðist sem það sé ætlun kerfisins að framleiða iðjuleysinga og glæpamenn. Það sé niðurlægjandi að fangar fái 415 krónur í tímakaup fyrir vinnu sína innan veggja fangelsisins. Sú upphæð dugi tæpt fyrir sígarettukaupum, hvað þá klippingu eða sálfræðitímum. 7. ágúst 2024 10:33
Ástand á Litla-Hrauni: Þrír fangaverðir slasaðir eftir átök við fanga Þrír fangaverðir slösuðust og voru sendir á sjúkrahús eftir átök við fanga á Litla-Hrauni í gær. Staðan í fangelsinu er erfið en nokkur slæm og alvarleg mál hafa komið upp að undanförnu og hefur þurft að fjölga öryggisgöngum í fangelsinu að sögn fangelsismálastjóra. 3. ágúst 2024 17:34