Nafngreina árásarmanninn til að stemma stigu við upplýsingafalsi Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2024 11:55 Blóm og bangsar sem fólk hefur skilið eftir nærri vettvangi stunguárásarinnar í Southport á mánudag. AP/James Speakman/PA Dómari í Bretlandi úrskurðaði að birta mætti nafn piltsins sem stakk fjölda barna, þar á meðal þrjú til bana, í Southport á Englandi í dag. Tvö börn sem hann særði hafa nú verið útskrifuð af sjúkrahúsi og ástand annarra fórnarlamba er sagt stöðugt. Árásarmaðurinn heitir Axel Rudakubana. Dómari úrskurðaði að heimilt væri að birta nafn hans þrátt fyrir að bresk lög kveði á um að ekki megi nafngreina ungmenni yngri en átján ára. Sky-fréttastöðin segir að Rudakubana verði átján ára eftir sex daga. Óvanalegt sé að nafngreining sé leyfð. Áður hefur komið fram að Rudakubana sé fæddur í Cardiff í Wales en hann hefur verið búsettur í þorpinu Banks nærri Southport. Rangar upplýsingar um nafn og uppruna hans hafa verið í dreifingu og meðal annars orðið kveikjan að óeirðum hægriöfgamanna í Southport og London í vikunni. Dómarinn útskýrði ákvörðun sína þannig að ef nafn Rudakubana yrði ekki birt gerði það fólki kleift að dreifa upplýsingafalsi. „Að halda áfram að koma í veg fyrir fullan fréttaflutning hefur þann ókost að leyfa öðrum að dreifa röngum upplýsingum í tómarúmi,“ sagði Andrew Menary, dómari í Liverpool. Rudakubana hefur þegar verið ákærður fyrir að myrða þrjár ungar stúlkur á aldrinu sex til níu ára. Fyrir dómi í morgun kom fram að hann hefði notað sveigðan eldshúshníf til þess að ráðast á börn á dansskemmtun. Sakborningurinn á að koma aftur fyrir dómara síðar í dag. Tvö börn sem særðust í árásinni á mánudag hafa nú verið úrskrifuð af Alder Hey-barnasjúkrahúsinu en fimm önnur eru til meðferðar þar. Í tilkynningu frá sjúkrahúsinu kom fram að börnin væru öll í stöðugu ástandi. Fleiri en hundrað manns voru handteknir í uppþotunum vegna hnífaárásarinnar í London í gær. Óeirðarseggirnir kýlu lögreglumann meðal annars í brjóstkassann og spörkuðu í annan ítrekað samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í London. Hnífaárás í Southport Bretland Erlend sakamál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Árásarmaðurinn heitir Axel Rudakubana. Dómari úrskurðaði að heimilt væri að birta nafn hans þrátt fyrir að bresk lög kveði á um að ekki megi nafngreina ungmenni yngri en átján ára. Sky-fréttastöðin segir að Rudakubana verði átján ára eftir sex daga. Óvanalegt sé að nafngreining sé leyfð. Áður hefur komið fram að Rudakubana sé fæddur í Cardiff í Wales en hann hefur verið búsettur í þorpinu Banks nærri Southport. Rangar upplýsingar um nafn og uppruna hans hafa verið í dreifingu og meðal annars orðið kveikjan að óeirðum hægriöfgamanna í Southport og London í vikunni. Dómarinn útskýrði ákvörðun sína þannig að ef nafn Rudakubana yrði ekki birt gerði það fólki kleift að dreifa upplýsingafalsi. „Að halda áfram að koma í veg fyrir fullan fréttaflutning hefur þann ókost að leyfa öðrum að dreifa röngum upplýsingum í tómarúmi,“ sagði Andrew Menary, dómari í Liverpool. Rudakubana hefur þegar verið ákærður fyrir að myrða þrjár ungar stúlkur á aldrinu sex til níu ára. Fyrir dómi í morgun kom fram að hann hefði notað sveigðan eldshúshníf til þess að ráðast á börn á dansskemmtun. Sakborningurinn á að koma aftur fyrir dómara síðar í dag. Tvö börn sem særðust í árásinni á mánudag hafa nú verið úrskrifuð af Alder Hey-barnasjúkrahúsinu en fimm önnur eru til meðferðar þar. Í tilkynningu frá sjúkrahúsinu kom fram að börnin væru öll í stöðugu ástandi. Fleiri en hundrað manns voru handteknir í uppþotunum vegna hnífaárásarinnar í London í gær. Óeirðarseggirnir kýlu lögreglumann meðal annars í brjóstkassann og spörkuðu í annan ítrekað samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í London.
Hnífaárás í Southport Bretland Erlend sakamál Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira