Alfreð Finnbogason ráðinn til starfa hjá Breiðabliki Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. ágúst 2024 10:42 Alfreð Finnbogason mun sinna starfinu samhliða atvinnumennskunni. Sebastian Widmann/Bongarts/Getty Images Alfreð Finnbogason hefur verið ráðinn til starfa sem tæknilegur ráðgjafi knattspyrnudeildar Breiðabliks. Ferill hans sem atvinnumaður verður enn í forgangi en það mun breytast eftir aðstæðum. Þetta tilkynnti Breiðablik rétt áðan, í yfirlýsingunni segir: Alfreð mun bera ábyrgð á knattspyrnulegum málefnum Breiðabliks, móta stefnu um hugmyndafræði félagsins á víðum grunni og bera ábyrgð á faglegu starfi deildarinnar ásamt starfsfólki knattspyrnudeildar. Hann mun vinna náið með þjálfurum meistaraflokka félagsins og öðru starfsfólki við að halda áfram að byggja upp og efla enn frekar starfið hjá einni öflugustu knattspyrnudeild á Íslandi með árangursmiðuðum hætti. Alfreð mun vera í ráðgjafar hlutverki, samhliða því að spila sem atvinnumaður í Evrópu. Það mun svo breytast og þróast eftir aðstæðum. Alfreð sést hér hægra megin á myndinni fagna Íslandsmeistaratitlinum 2010. breidablik.isAlfreð heldur á titlinum með Kristni Steindórssyni.breidablik.is Fótboltaferillinn áfram forgangsatriði „Þegar Breiðablik leitaði til mín varðandi það að hjálpa þeim að móta stefnu næstu ára ásamt því að vera þeirra ráðgjafi varðandi fótbolta tengdar ákvarðanir, þá þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um. Við áttum góð samtöl og vorum sammála um að á meðan margt er í mjög góðum farvegi hjá Breiðablik, þá eru atriði sem hægt er að gera betur í sameiningu með rétta teyminu. Mikilvægast er að Breiðablik haldi áfram því frábæra starfi sem það er þekkt fyrir síðustu 15 árin, sem er að spila góðan og árangursríkan fótbolta, ásamt þvi að gefa ungum leikmönnum tækifæri eins og hefðin hefur verið. Minn fótboltaferill mun áfram vera mitt forgangsatriði ásamt því núna að vera Breiðablik til halds og traust þegar það á við,“ segir Alfreð. Hann er uppalinn hjá félaginu og steig þar sín fyrstu skref í meistaraflokksfótbolta. Alls spilaði hann 67 leiki á árunum 2008-10, varð bikarmeistari 2009 og kvaddi félagið sem Íslandsmeistari 2010. Síðan hefur hann víða komið við á fjórtán ára löngum atvinnumannaferli og er í dag leikmaður Eupen í Belgíu. ,,Við erum afar stolt og spennt að Alfreð sé að koma til liðs við okkur hjá Breiðabliki, en þessi frábæra viðbót, er hluti af af þeirri endurskipulagningu og stefnumótun sem verið hefur og er í gangi hjá okkur. Við vitum að þekking hans og reynsla mun nýtast félaginu afar vel nú og á komandi árum, hlökkum til samstarfsins og bjóðum Alfreð hjartanlega velkominn aftur í Breiðablik“ segir Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira
Þetta tilkynnti Breiðablik rétt áðan, í yfirlýsingunni segir: Alfreð mun bera ábyrgð á knattspyrnulegum málefnum Breiðabliks, móta stefnu um hugmyndafræði félagsins á víðum grunni og bera ábyrgð á faglegu starfi deildarinnar ásamt starfsfólki knattspyrnudeildar. Hann mun vinna náið með þjálfurum meistaraflokka félagsins og öðru starfsfólki við að halda áfram að byggja upp og efla enn frekar starfið hjá einni öflugustu knattspyrnudeild á Íslandi með árangursmiðuðum hætti. Alfreð mun vera í ráðgjafar hlutverki, samhliða því að spila sem atvinnumaður í Evrópu. Það mun svo breytast og þróast eftir aðstæðum. Alfreð sést hér hægra megin á myndinni fagna Íslandsmeistaratitlinum 2010. breidablik.isAlfreð heldur á titlinum með Kristni Steindórssyni.breidablik.is Fótboltaferillinn áfram forgangsatriði „Þegar Breiðablik leitaði til mín varðandi það að hjálpa þeim að móta stefnu næstu ára ásamt því að vera þeirra ráðgjafi varðandi fótbolta tengdar ákvarðanir, þá þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um. Við áttum góð samtöl og vorum sammála um að á meðan margt er í mjög góðum farvegi hjá Breiðablik, þá eru atriði sem hægt er að gera betur í sameiningu með rétta teyminu. Mikilvægast er að Breiðablik haldi áfram því frábæra starfi sem það er þekkt fyrir síðustu 15 árin, sem er að spila góðan og árangursríkan fótbolta, ásamt þvi að gefa ungum leikmönnum tækifæri eins og hefðin hefur verið. Minn fótboltaferill mun áfram vera mitt forgangsatriði ásamt því núna að vera Breiðablik til halds og traust þegar það á við,“ segir Alfreð. Hann er uppalinn hjá félaginu og steig þar sín fyrstu skref í meistaraflokksfótbolta. Alls spilaði hann 67 leiki á árunum 2008-10, varð bikarmeistari 2009 og kvaddi félagið sem Íslandsmeistari 2010. Síðan hefur hann víða komið við á fjórtán ára löngum atvinnumannaferli og er í dag leikmaður Eupen í Belgíu. ,,Við erum afar stolt og spennt að Alfreð sé að koma til liðs við okkur hjá Breiðabliki, en þessi frábæra viðbót, er hluti af af þeirri endurskipulagningu og stefnumótun sem verið hefur og er í gangi hjá okkur. Við vitum að þekking hans og reynsla mun nýtast félaginu afar vel nú og á komandi árum, hlökkum til samstarfsins og bjóðum Alfreð hjartanlega velkominn aftur í Breiðablik“ segir Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjá meira