Helgi segir lítinn sóma að framgöngu ríkissaksóknara Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2024 12:07 Helgi hefur ekkert heyrt frá yfirmanni sínum, ríkissaksóknara, eftir að tölvupóstur barst honum um að starfsframlags hans væri ekki óskað tímabundið. Vísir/Arnar Vararíkissaksóknari furðar sig á ósk yfirmanns síns um að dómsmálaráðherra taki mál hans til skoðunar, vegna ummæla sem hann lét falla í fjölmiðlum. Hann viðurkennir að hann hefði getað orðað hlutina öðruvísi, en telur ummælin ekki hafa verið yfir strikið. Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari verði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Helgi og fjölskylda hans hafa mátt sæta hótunum af hálfu Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani, undanfarin ár. Helgi sagði í tilefni af dómi yfir Kourani að verið væri að flytja inn kúltúr í stórum stíl sem væri frábrugðin því sem Íslendingar ættu að venjast. Solaris, hjálparsamtök, hafa kært Helga fyrir ummæli sín. Hefði getað orðað hlutina öðruvísi Helgi fékk að vita af ósk Sigríðar til ráðherra í gegnum tölvupóst, sem hann las eftir að samstarfsfólki hans var tilkynnt um hana. Hann segist ekki hafa heyrt frá Sigríði eftir það. „Þetta kom mér verulega á óvart, og í raun finnst mér ekki mikill sómi að þessari framgöngu. Ég verð að segja það eins og er,“ segir Helgi. Hann ítrekar að ummælin varði mál sem tengist hans persónu og öryggi fjölskyldu hans. „Maður er náttúrulega mannlegur og maður tekur ýmislegt á sig og ber sig vel. En ég hef áttað mig á því í framhaldi af öllu þessu hvaða álag það hefur verið að vera í þrjú ár sífellt með hugann við það hvort börnin manns séu örugg heima hjá sér.“ Hann segir að mögulega hefði hann átt að láta það ógert að láta ummælin falla. „Ég reyndar held að þetta hafi allt verið mjög hófstillt og ekki tilefni til þessara viðbragða ríkissaksóknara yfir höfuð. En maður hefði nú svosem alveg getað orðað hlutina aðeins öðruvísi, það er eins og alltaf, maður er bara mannlegur. En ég vil taka fram að ég tel ekki að ég hafi farið yfir nein strik,“ segir Helgi. Mál Mohamad Kourani Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Frétti á eftir samstarfsfólki að ekki væri óskað eftir vinnuframlagi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari verði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Helgi er afar ósáttur við viðbrögð yfirmanns síns og spyr hvort hún sé embætti sínu vaxin. 29. júlí 2024 15:59 Segir Helga ekki hafa bætt ráð sitt Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari telur að rétt hafi verið staðið að tilkynningu til Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara og annarra starfsmanna embættisins. Hún segir Helga Magnús ekki hafa bætt ráð sitt eftir áminningu. 30. júlí 2024 11:34 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Fleiri fréttir Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Sjá meira
Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari verði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Helgi og fjölskylda hans hafa mátt sæta hótunum af hálfu Mohamads Thors Jóhannessonar, áður Kourani, undanfarin ár. Helgi sagði í tilefni af dómi yfir Kourani að verið væri að flytja inn kúltúr í stórum stíl sem væri frábrugðin því sem Íslendingar ættu að venjast. Solaris, hjálparsamtök, hafa kært Helga fyrir ummæli sín. Hefði getað orðað hlutina öðruvísi Helgi fékk að vita af ósk Sigríðar til ráðherra í gegnum tölvupóst, sem hann las eftir að samstarfsfólki hans var tilkynnt um hana. Hann segist ekki hafa heyrt frá Sigríði eftir það. „Þetta kom mér verulega á óvart, og í raun finnst mér ekki mikill sómi að þessari framgöngu. Ég verð að segja það eins og er,“ segir Helgi. Hann ítrekar að ummælin varði mál sem tengist hans persónu og öryggi fjölskyldu hans. „Maður er náttúrulega mannlegur og maður tekur ýmislegt á sig og ber sig vel. En ég hef áttað mig á því í framhaldi af öllu þessu hvaða álag það hefur verið að vera í þrjú ár sífellt með hugann við það hvort börnin manns séu örugg heima hjá sér.“ Hann segir að mögulega hefði hann átt að láta það ógert að láta ummælin falla. „Ég reyndar held að þetta hafi allt verið mjög hófstillt og ekki tilefni til þessara viðbragða ríkissaksóknara yfir höfuð. En maður hefði nú svosem alveg getað orðað hlutina aðeins öðruvísi, það er eins og alltaf, maður er bara mannlegur. En ég vil taka fram að ég tel ekki að ég hafi farið yfir nein strik,“ segir Helgi.
Mál Mohamad Kourani Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Tengdar fréttir Frétti á eftir samstarfsfólki að ekki væri óskað eftir vinnuframlagi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari verði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Helgi er afar ósáttur við viðbrögð yfirmanns síns og spyr hvort hún sé embætti sínu vaxin. 29. júlí 2024 15:59 Segir Helga ekki hafa bætt ráð sitt Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari telur að rétt hafi verið staðið að tilkynningu til Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara og annarra starfsmanna embættisins. Hún segir Helga Magnús ekki hafa bætt ráð sitt eftir áminningu. 30. júlí 2024 11:34 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Fleiri fréttir Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Sjá meira
Frétti á eftir samstarfsfólki að ekki væri óskað eftir vinnuframlagi Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lagt til við dómsmálaráðherra að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari verði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru á hendur honum fyrir ummæli um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum. Helgi er afar ósáttur við viðbrögð yfirmanns síns og spyr hvort hún sé embætti sínu vaxin. 29. júlí 2024 15:59
Segir Helga ekki hafa bætt ráð sitt Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari telur að rétt hafi verið staðið að tilkynningu til Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara og annarra starfsmanna embættisins. Hún segir Helga Magnús ekki hafa bætt ráð sitt eftir áminningu. 30. júlí 2024 11:34