Ferðast rúmlega einn hring í kringum hnöttinn í æfingaleiki Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. júlí 2024 13:00 Tottenham og Newcastle mættust í sýningaleik í Ástralíu þremur dögum eftir síðasta tímabil. Robert Cianflone/Getty Images Þessa stundina búa félög í ensku úrvalsdeildinni sig undir komandi tímabil. Gríðarlegur munur er á liðunum sem ferðast mest í æfingaleiki og þeim sem ferðast minnst. Þau lið sem ferðast mest til að spila æfingaleiki fljúga vegalengdir sem samsvara vel rúmlega einum hring í kringum hnöttinn. Tíu af tuttugu liðum í ensku úrvalsdeildinni hafa flogið til Bandaríkjanna og þrjú ferðuðust til Austurlanda fjær. Þau sjö lið sem eftir eru hafa hins vegar haldið sig í Evrópu, eða innan Bretlandseyja. Breska ríkisútvarpið, BBC, tók saman ferðalög liðanna. Þar kemur fram að á þessu undirbúningstímabili muni Manchester United fljúga mest, eða tæplega 21.000 kílómetra, til Noregs, Skotlands og Bandaríkjanna. Þar á eftir koma Lundúnaliðin Chelsea og Tottenham, sem bæði munu fljúga í kringum 20.000 kílómetra. Pre-season destination 1️⃣: Trondheim 🇳🇴✨#MUFC pic.twitter.com/hxVFkavCwe— Manchester United (@ManUtd) July 15, 2024 Everton er hins vegar það lið í ensku úrvalsdeildinni sem mun fljúga hvað minnst. Liðið þarf ekki að ferðast langt í sinn eina leik utan Bretlands, sem fer fram á Írlandi. Þá hafa nokkur félög skipulagt leiki gegn utandeildarliðum í nágrenni sínu. Slíkt dregur vissulega úr kolefnislosun, ásamt því að veita minni liðum aukið fjármagn. Southampton mun til að mynda spila gegn Eistleigh, West Ham leikur gegn Dagenham, Aston Villa mætir Walsall og Crystal Palace spilar gegn Crawley. Ef við tökum allt saman eru það hins vegar Tottenham og Newcastle sem fljúga hvað lengstu vegalengdirnar. Liðin mættust í sýningarleik í Ástralíu - leik sem Alan Shearer lýsti sem „geðveiki“ - aðeins þremur dögum eftir síðasta tímabil og bæði félög fljúga því samtals tæplega 50.000 kílómetra. Til samanburðar er ummál jarðar rúmir 40.000 kílómetrar. Bæði Newcastle og Tottenham hafa það yfirlýsta markmið að helminga kolefnislosun fyrir árið 2030 og að vera kolefnishlutlaus tíu árum síðar. Kolefnishlutleysi krefst þess að félögin minnki og fjarlægi alla „ónauðsynlega losun“ og því spyrja sig kannski margir hvort öll þessi ferðalög séu nauðsynleg. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira
Þau lið sem ferðast mest til að spila æfingaleiki fljúga vegalengdir sem samsvara vel rúmlega einum hring í kringum hnöttinn. Tíu af tuttugu liðum í ensku úrvalsdeildinni hafa flogið til Bandaríkjanna og þrjú ferðuðust til Austurlanda fjær. Þau sjö lið sem eftir eru hafa hins vegar haldið sig í Evrópu, eða innan Bretlandseyja. Breska ríkisútvarpið, BBC, tók saman ferðalög liðanna. Þar kemur fram að á þessu undirbúningstímabili muni Manchester United fljúga mest, eða tæplega 21.000 kílómetra, til Noregs, Skotlands og Bandaríkjanna. Þar á eftir koma Lundúnaliðin Chelsea og Tottenham, sem bæði munu fljúga í kringum 20.000 kílómetra. Pre-season destination 1️⃣: Trondheim 🇳🇴✨#MUFC pic.twitter.com/hxVFkavCwe— Manchester United (@ManUtd) July 15, 2024 Everton er hins vegar það lið í ensku úrvalsdeildinni sem mun fljúga hvað minnst. Liðið þarf ekki að ferðast langt í sinn eina leik utan Bretlands, sem fer fram á Írlandi. Þá hafa nokkur félög skipulagt leiki gegn utandeildarliðum í nágrenni sínu. Slíkt dregur vissulega úr kolefnislosun, ásamt því að veita minni liðum aukið fjármagn. Southampton mun til að mynda spila gegn Eistleigh, West Ham leikur gegn Dagenham, Aston Villa mætir Walsall og Crystal Palace spilar gegn Crawley. Ef við tökum allt saman eru það hins vegar Tottenham og Newcastle sem fljúga hvað lengstu vegalengdirnar. Liðin mættust í sýningarleik í Ástralíu - leik sem Alan Shearer lýsti sem „geðveiki“ - aðeins þremur dögum eftir síðasta tímabil og bæði félög fljúga því samtals tæplega 50.000 kílómetra. Til samanburðar er ummál jarðar rúmir 40.000 kílómetrar. Bæði Newcastle og Tottenham hafa það yfirlýsta markmið að helminga kolefnislosun fyrir árið 2030 og að vera kolefnishlutlaus tíu árum síðar. Kolefnishlutleysi krefst þess að félögin minnki og fjarlægi alla „ónauðsynlega losun“ og því spyrja sig kannski margir hvort öll þessi ferðalög séu nauðsynleg.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Sjá meira