Ferðast rúmlega einn hring í kringum hnöttinn í æfingaleiki Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. júlí 2024 13:00 Tottenham og Newcastle mættust í sýningaleik í Ástralíu þremur dögum eftir síðasta tímabil. Robert Cianflone/Getty Images Þessa stundina búa félög í ensku úrvalsdeildinni sig undir komandi tímabil. Gríðarlegur munur er á liðunum sem ferðast mest í æfingaleiki og þeim sem ferðast minnst. Þau lið sem ferðast mest til að spila æfingaleiki fljúga vegalengdir sem samsvara vel rúmlega einum hring í kringum hnöttinn. Tíu af tuttugu liðum í ensku úrvalsdeildinni hafa flogið til Bandaríkjanna og þrjú ferðuðust til Austurlanda fjær. Þau sjö lið sem eftir eru hafa hins vegar haldið sig í Evrópu, eða innan Bretlandseyja. Breska ríkisútvarpið, BBC, tók saman ferðalög liðanna. Þar kemur fram að á þessu undirbúningstímabili muni Manchester United fljúga mest, eða tæplega 21.000 kílómetra, til Noregs, Skotlands og Bandaríkjanna. Þar á eftir koma Lundúnaliðin Chelsea og Tottenham, sem bæði munu fljúga í kringum 20.000 kílómetra. Pre-season destination 1️⃣: Trondheim 🇳🇴✨#MUFC pic.twitter.com/hxVFkavCwe— Manchester United (@ManUtd) July 15, 2024 Everton er hins vegar það lið í ensku úrvalsdeildinni sem mun fljúga hvað minnst. Liðið þarf ekki að ferðast langt í sinn eina leik utan Bretlands, sem fer fram á Írlandi. Þá hafa nokkur félög skipulagt leiki gegn utandeildarliðum í nágrenni sínu. Slíkt dregur vissulega úr kolefnislosun, ásamt því að veita minni liðum aukið fjármagn. Southampton mun til að mynda spila gegn Eistleigh, West Ham leikur gegn Dagenham, Aston Villa mætir Walsall og Crystal Palace spilar gegn Crawley. Ef við tökum allt saman eru það hins vegar Tottenham og Newcastle sem fljúga hvað lengstu vegalengdirnar. Liðin mættust í sýningarleik í Ástralíu - leik sem Alan Shearer lýsti sem „geðveiki“ - aðeins þremur dögum eftir síðasta tímabil og bæði félög fljúga því samtals tæplega 50.000 kílómetra. Til samanburðar er ummál jarðar rúmir 40.000 kílómetrar. Bæði Newcastle og Tottenham hafa það yfirlýsta markmið að helminga kolefnislosun fyrir árið 2030 og að vera kolefnishlutlaus tíu árum síðar. Kolefnishlutleysi krefst þess að félögin minnki og fjarlægi alla „ónauðsynlega losun“ og því spyrja sig kannski margir hvort öll þessi ferðalög séu nauðsynleg. Enski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Sjá meira
Þau lið sem ferðast mest til að spila æfingaleiki fljúga vegalengdir sem samsvara vel rúmlega einum hring í kringum hnöttinn. Tíu af tuttugu liðum í ensku úrvalsdeildinni hafa flogið til Bandaríkjanna og þrjú ferðuðust til Austurlanda fjær. Þau sjö lið sem eftir eru hafa hins vegar haldið sig í Evrópu, eða innan Bretlandseyja. Breska ríkisútvarpið, BBC, tók saman ferðalög liðanna. Þar kemur fram að á þessu undirbúningstímabili muni Manchester United fljúga mest, eða tæplega 21.000 kílómetra, til Noregs, Skotlands og Bandaríkjanna. Þar á eftir koma Lundúnaliðin Chelsea og Tottenham, sem bæði munu fljúga í kringum 20.000 kílómetra. Pre-season destination 1️⃣: Trondheim 🇳🇴✨#MUFC pic.twitter.com/hxVFkavCwe— Manchester United (@ManUtd) July 15, 2024 Everton er hins vegar það lið í ensku úrvalsdeildinni sem mun fljúga hvað minnst. Liðið þarf ekki að ferðast langt í sinn eina leik utan Bretlands, sem fer fram á Írlandi. Þá hafa nokkur félög skipulagt leiki gegn utandeildarliðum í nágrenni sínu. Slíkt dregur vissulega úr kolefnislosun, ásamt því að veita minni liðum aukið fjármagn. Southampton mun til að mynda spila gegn Eistleigh, West Ham leikur gegn Dagenham, Aston Villa mætir Walsall og Crystal Palace spilar gegn Crawley. Ef við tökum allt saman eru það hins vegar Tottenham og Newcastle sem fljúga hvað lengstu vegalengdirnar. Liðin mættust í sýningarleik í Ástralíu - leik sem Alan Shearer lýsti sem „geðveiki“ - aðeins þremur dögum eftir síðasta tímabil og bæði félög fljúga því samtals tæplega 50.000 kílómetra. Til samanburðar er ummál jarðar rúmir 40.000 kílómetrar. Bæði Newcastle og Tottenham hafa það yfirlýsta markmið að helminga kolefnislosun fyrir árið 2030 og að vera kolefnishlutlaus tíu árum síðar. Kolefnishlutleysi krefst þess að félögin minnki og fjarlægi alla „ónauðsynlega losun“ og því spyrja sig kannski margir hvort öll þessi ferðalög séu nauðsynleg.
Enski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Sjá meira