„Verða örugglega fleiri lögreglumenn en áhorfendur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. júlí 2024 12:00 Arnar Gunnlaugsson segir sína menn mæta reiða til leiks eftir þrjá erfiða leiki. Vísir/Arnar Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir sína menn mæta reiða til leiks í Evrópuleik kvöldsins við Egnatia frá Albaníu. Hann hefur litlar áhyggjur af hegðun fólks í stúkunni. Víkingur tapaði einvígi sínu við Shamrock Rovers frá Írlandi í forkeppni Meistaradeildarinnar í síðustu viku og færðist því yfir í Sambandsdeildina. Þá töpuðu Víkingar óvænt fyrir KA norðan heiða um helgina. Arnar segir sína menn hafa æft vel og farið vel yfir málin. „Þetta eru búnir að vera þungir leikir, síðustu þrír, og erfið úrslit. Við mætum reiðir til leiks. Þetta er búin að vera frábær æfingavika og við höfum talað opinskátt um hlutina. Það eru svona fimm prósent sem vantar hingað og þangað á öllum vígstöðum. Ég held við sjáum góða frammistöðu,“ segir Arnar. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara En er ekki leiðinlegt að vera eina íslenska liðið sem tapaði Evrópueinvígi sínu? „Hin liðin gerðu ótrúlega vel og við klikkuðum bara á okkar verkefni. Það gerist bara í fótbolta. Frammistaðan var mjög góð í báðum leikjunum og reyndar á móti KA líka. Stundum taparu bara fótboltaleikjum. Þú reynir að finna ástæður fyrir því. Ég tel okkur hafa fundið þær ástæður,“ segir Arnar. Klippa: Mæta reiðir til leiks Hvernig lið er þetta sem Víkingar mæta í kvöld? „Þeir kunna flesta hluti mjög vel en eiga til að vera óagaðir í sínum leik. Taktískt að slökkva á sér og fara að hugsa um hvað er í kvöldmatinn í staðinn fyrir að klára leikinn í 90 mínútur. Sem Valur fékk ef til vill að kynnast. Á þeirra degi geta þeir verið virkilega öflugir og eru með tekníska leikmenn innanborðs,“ Arnar kveðst þá ekki hafa áhyggjur af látum í stúkunni. Upp úr sauð þegar albanskur mótherji kom síðast hingað til lands og mætti Val. UEFA hefur tekið fast á málum og lögregluviðvera verður í Víkinni, sem og á Kópavogsvelli, í kvöld. „Í gamla daga hefði maður haft áhyggjur. En í dag sendir UEFA eitt bréf og hótar því að lið spili ekki næstu áratugina ef menn láta svona. Mér skilst að viðureignin úti hjá Val hafi heppnast mjög vel. Svo er þetta high risk leikur í augum UEFA svo það verða hér örugglega fleiri lögreglumenn en áhorfendur á morgun. Ég hef engar áhyggjur,“ segir Arnar. Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum að ofan. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“ „Gríðarlega mikil spenna. Klárlega, mér finnst við búnir að spila bara ágætlega undanfarið þó úrslitin hafi ekki verið að ganga með okkur. Þurfum bara að fá tuðruna í netið og þá held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður Víkings, fyrir leik kvöldsins gegn Egnatia í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 25. júlí 2024 09:00 Stjörnumenn úttroðnir af upplýsingum um næsta mótherja: „Það voru tveir fundir í gær“ Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, á von á því að leikirnir gegn Paide í forkeppni Sambandsdeildarinnar verði öðruvísi en leikirnir gegn Linfield. 24. júlí 2024 19:30 „Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að Kópavogsliðið ætli ekki að vera með neitt hálfkák í leiknum gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. 24. júlí 2024 22:30 Mest lesið Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Sjá meira
Víkingur tapaði einvígi sínu við Shamrock Rovers frá Írlandi í forkeppni Meistaradeildarinnar í síðustu viku og færðist því yfir í Sambandsdeildina. Þá töpuðu Víkingar óvænt fyrir KA norðan heiða um helgina. Arnar segir sína menn hafa æft vel og farið vel yfir málin. „Þetta eru búnir að vera þungir leikir, síðustu þrír, og erfið úrslit. Við mætum reiðir til leiks. Þetta er búin að vera frábær æfingavika og við höfum talað opinskátt um hlutina. Það eru svona fimm prósent sem vantar hingað og þangað á öllum vígstöðum. Ég held við sjáum góða frammistöðu,“ segir Arnar. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara En er ekki leiðinlegt að vera eina íslenska liðið sem tapaði Evrópueinvígi sínu? „Hin liðin gerðu ótrúlega vel og við klikkuðum bara á okkar verkefni. Það gerist bara í fótbolta. Frammistaðan var mjög góð í báðum leikjunum og reyndar á móti KA líka. Stundum taparu bara fótboltaleikjum. Þú reynir að finna ástæður fyrir því. Ég tel okkur hafa fundið þær ástæður,“ segir Arnar. Klippa: Mæta reiðir til leiks Hvernig lið er þetta sem Víkingar mæta í kvöld? „Þeir kunna flesta hluti mjög vel en eiga til að vera óagaðir í sínum leik. Taktískt að slökkva á sér og fara að hugsa um hvað er í kvöldmatinn í staðinn fyrir að klára leikinn í 90 mínútur. Sem Valur fékk ef til vill að kynnast. Á þeirra degi geta þeir verið virkilega öflugir og eru með tekníska leikmenn innanborðs,“ Arnar kveðst þá ekki hafa áhyggjur af látum í stúkunni. Upp úr sauð þegar albanskur mótherji kom síðast hingað til lands og mætti Val. UEFA hefur tekið fast á málum og lögregluviðvera verður í Víkinni, sem og á Kópavogsvelli, í kvöld. „Í gamla daga hefði maður haft áhyggjur. En í dag sendir UEFA eitt bréf og hótar því að lið spili ekki næstu áratugina ef menn láta svona. Mér skilst að viðureignin úti hjá Val hafi heppnast mjög vel. Svo er þetta high risk leikur í augum UEFA svo það verða hér örugglega fleiri lögreglumenn en áhorfendur á morgun. Ég hef engar áhyggjur,“ segir Arnar. Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum að ofan.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“ „Gríðarlega mikil spenna. Klárlega, mér finnst við búnir að spila bara ágætlega undanfarið þó úrslitin hafi ekki verið að ganga með okkur. Þurfum bara að fá tuðruna í netið og þá held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður Víkings, fyrir leik kvöldsins gegn Egnatia í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 25. júlí 2024 09:00 Stjörnumenn úttroðnir af upplýsingum um næsta mótherja: „Það voru tveir fundir í gær“ Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, á von á því að leikirnir gegn Paide í forkeppni Sambandsdeildarinnar verði öðruvísi en leikirnir gegn Linfield. 24. júlí 2024 19:30 „Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að Kópavogsliðið ætli ekki að vera með neitt hálfkák í leiknum gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. 24. júlí 2024 22:30 Mest lesið Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Man. Utd. - Everton | Moyes mætir á gamla heimavöllinn Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Sjá meira
„Erum búnir að skoða þá vel og það er fullt af fínum spilurum þarna“ „Gríðarlega mikil spenna. Klárlega, mér finnst við búnir að spila bara ágætlega undanfarið þó úrslitin hafi ekki verið að ganga með okkur. Þurfum bara að fá tuðruna í netið og þá held ég að við séum í góðum málum,“ sagði Aron Elís Þrándarsson, leikmaður Víkings, fyrir leik kvöldsins gegn Egnatia í undankeppni Sambandsdeildarinnar. 25. júlí 2024 09:00
Stjörnumenn úttroðnir af upplýsingum um næsta mótherja: „Það voru tveir fundir í gær“ Guðmundur Kristjánsson, fyrirliði Stjörnunnar, á von á því að leikirnir gegn Paide í forkeppni Sambandsdeildarinnar verði öðruvísi en leikirnir gegn Linfield. 24. júlí 2024 19:30
„Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að Kópavogsliðið ætli ekki að vera með neitt hálfkák í leiknum gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. 24. júlí 2024 22:30