„Hér stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júlí 2024 22:30 Höskuldur Gunnlaugsson og félagar í Breiðabliki búa yfir mikilli reynslu af Evrópuleikjum. vísir/arnar Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að Kópavogsliðið ætli ekki að vera með neitt hálfkák í leiknum gegn Drita frá Kósóvó í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun. „Það er komin tilhlökkun og það styttist í þetta. Þjálfarateymið er búið að leggja fyrir okkur það helsta sem við getum rýnt í þá. Þetta er verðugur andstæðingur og hörkugæjar. Við þurfum bara að sjá til þess að við mætum á tánum og með þessa ákefð sem hefur einkennt okkur á Kópavogsvelli og ekki síst í Evrópuverkefnunum,“ sagði Höskuldur í samtali við Val Pál Eiríksson. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Í 1. umferð forkeppninnar sló Breiðablik Tikves frá Norður-Makedóníu úr leik, 5-4 samanlagt. „Það er erfitt að segja fyrirfram,“ sagði Höskuldur aðspurður um muninn á Tikves og Drita. „Þetta er þannig séð ekkert ósvipað. Þeir virðast vera með ákveðin einstaklingsgæði, kraftmiklir í skyndisóknum og harðir. Tikves var það alveg líka og nýttu þá sénsa sem við gáfum þeim. Við þurfum bara að vera sérstaklega einbeittir að hleypa ekki á okkur auðveldum færum og upphlaupum.“ Höskuldur segir að Blikar ætli að byrja leikinn á morgun af fullum krafti. „Ef ég þyrfti að velja myndi ég vilja byrja úti en mér er svo sem alveg sama. Við þurfum bara að sjá til þess að við tökum okkur ekki of langan tíma í að vera hálft í hálft að þreifa fyrir okkur. Hérna erum við bara á Kópavogsvelli og þá stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús,“ sagði Höskuldur að lokum. Klippa: Viðtal við Höskuld Gunnlaugsson Hlusta má á viðtalið við Höskuld í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Breiðabliks og Drita hefst klukkan 19:15 annað kvöld og verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar 2. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
„Það er komin tilhlökkun og það styttist í þetta. Þjálfarateymið er búið að leggja fyrir okkur það helsta sem við getum rýnt í þá. Þetta er verðugur andstæðingur og hörkugæjar. Við þurfum bara að sjá til þess að við mætum á tánum og með þessa ákefð sem hefur einkennt okkur á Kópavogsvelli og ekki síst í Evrópuverkefnunum,“ sagði Höskuldur í samtali við Val Pál Eiríksson. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Í 1. umferð forkeppninnar sló Breiðablik Tikves frá Norður-Makedóníu úr leik, 5-4 samanlagt. „Það er erfitt að segja fyrirfram,“ sagði Höskuldur aðspurður um muninn á Tikves og Drita. „Þetta er þannig séð ekkert ósvipað. Þeir virðast vera með ákveðin einstaklingsgæði, kraftmiklir í skyndisóknum og harðir. Tikves var það alveg líka og nýttu þá sénsa sem við gáfum þeim. Við þurfum bara að vera sérstaklega einbeittir að hleypa ekki á okkur auðveldum færum og upphlaupum.“ Höskuldur segir að Blikar ætli að byrja leikinn á morgun af fullum krafti. „Ef ég þyrfti að velja myndi ég vilja byrja úti en mér er svo sem alveg sama. Við þurfum bara að sjá til þess að við tökum okkur ekki of langan tíma í að vera hálft í hálft að þreifa fyrir okkur. Hérna erum við bara á Kópavogsvelli og þá stígum við fast á bensíngjöfina og höldum henni í botni í níutíu mínútur plús,“ sagði Höskuldur að lokum. Klippa: Viðtal við Höskuld Gunnlaugsson Hlusta má á viðtalið við Höskuld í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Breiðabliks og Drita hefst klukkan 19:15 annað kvöld og verður sýndur beint á rás Bestu deildarinnar 2.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira