Áfall og tímabilinu lokið hjá Arnari: „Fæ engu breytt úr þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 23. júlí 2024 09:01 Arnar Freyr borinn af velli í leik HK og Vestra á dögunum Vísir/HAG Það er óhætt að segja að HK-ingar, sem að standa í ströngu í Bestu deildinni um þessar mundir, hafi orðið fyrir áfalli um nýliðna helgi þegar að markvörðurinn reynslumikli, Arnar Freyr Ólafsson, varð fyrir því óláni að slíta hásin í leik gegn Vestra. „Það kemur bolti inn fyrir sem ég ætla að reyna hlaupa að og sópa upp. Þegar að ég er að spyrna mér af stað þá smellur eitthvað í hásininni,“ segir Arnar Freyr. „Eins og staðan er núna er ég bara með slitna hásin. Þarf að fara í aðgerð að láta laga það og svo er það að reyna koma sér aftur til baka í þetta.“ Arnar var viss um leið og atvikið á sér stað að hásinin væri slitin. „Miðað við lýsingar sem maður hafði heyrt áður frá fólki sem hafði lent í því að slíta hásin, hvernig það væri, þá var ég eiginlega alveg viss um að þetta væri hásinin sem væri farin.“ Þó svo að Arnar hefði verið viss frá fyrstu stundu að hásinin væri slitin var sóknarmaður Vestra ekki alveg með á nótunum og taldi hann vera með krampa og gerði tilraun til þess að teygja á fæti Arnars. „Það var einhver smá misskilningur í gangi þarna en hann áttaði sig á aðstæðum áður en hann fór að teygja á mér. Að þetta væri ekki krampi. Við náðum að stoppa hann af áður en hann fór að teygja á kálfanum á mér. Ljós að tímabilinu er lokið fyrir Arnar Frey sem er með reynslumestu leikmönnum HK og mikill leiðtogi. Framundan hátt upp í ár fjarri knattspyrnuvellinum. Ljóst er að um mikið áfall er að ræða fyrir Arnar en ekki síður HK-liðið sem háir harða botnbaráttu í Bestu deildinni um þessar mundir. Þrátt fyrir allt er Arnar Freyr furðubratturVísir/Arnar „Eins og staðan er akkúrat núna er ég furðu brattur. Ég veit svo sem ekki hvernig þetta verður þegar að maður hefur ekki mætt á fótboltaæfingu í einhvern tíma. Þetta er bara eitthvað sem maður verður að sætta sig við. Ég fæ engu breytt úr þessu . Við reynum bara að taka þetta á kassann og koma sterkari til baka. Það lengsta sem maður hefur verið frá vegna meiðsla eru einhverjar fimm til átta vikur. Þetta er alveg glænýtt fyrir mér. Svo verður bara að koma í ljós hvernig maður tæklar það þegar að líður á. Það er erfitt að skilja við liðið á þessum stað þrátt fyrir að ég treysti þeim fullkomlega fyrir því að klára þetta verkefni. Maður reynir bara að vera til staðar fyrir þá utan vallar. Hjálpa til eins mikið og maður getur.“ Besta deild karla HK Vestri Íslenski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
„Það kemur bolti inn fyrir sem ég ætla að reyna hlaupa að og sópa upp. Þegar að ég er að spyrna mér af stað þá smellur eitthvað í hásininni,“ segir Arnar Freyr. „Eins og staðan er núna er ég bara með slitna hásin. Þarf að fara í aðgerð að láta laga það og svo er það að reyna koma sér aftur til baka í þetta.“ Arnar var viss um leið og atvikið á sér stað að hásinin væri slitin. „Miðað við lýsingar sem maður hafði heyrt áður frá fólki sem hafði lent í því að slíta hásin, hvernig það væri, þá var ég eiginlega alveg viss um að þetta væri hásinin sem væri farin.“ Þó svo að Arnar hefði verið viss frá fyrstu stundu að hásinin væri slitin var sóknarmaður Vestra ekki alveg með á nótunum og taldi hann vera með krampa og gerði tilraun til þess að teygja á fæti Arnars. „Það var einhver smá misskilningur í gangi þarna en hann áttaði sig á aðstæðum áður en hann fór að teygja á mér. Að þetta væri ekki krampi. Við náðum að stoppa hann af áður en hann fór að teygja á kálfanum á mér. Ljós að tímabilinu er lokið fyrir Arnar Frey sem er með reynslumestu leikmönnum HK og mikill leiðtogi. Framundan hátt upp í ár fjarri knattspyrnuvellinum. Ljóst er að um mikið áfall er að ræða fyrir Arnar en ekki síður HK-liðið sem háir harða botnbaráttu í Bestu deildinni um þessar mundir. Þrátt fyrir allt er Arnar Freyr furðubratturVísir/Arnar „Eins og staðan er akkúrat núna er ég furðu brattur. Ég veit svo sem ekki hvernig þetta verður þegar að maður hefur ekki mætt á fótboltaæfingu í einhvern tíma. Þetta er bara eitthvað sem maður verður að sætta sig við. Ég fæ engu breytt úr þessu . Við reynum bara að taka þetta á kassann og koma sterkari til baka. Það lengsta sem maður hefur verið frá vegna meiðsla eru einhverjar fimm til átta vikur. Þetta er alveg glænýtt fyrir mér. Svo verður bara að koma í ljós hvernig maður tæklar það þegar að líður á. Það er erfitt að skilja við liðið á þessum stað þrátt fyrir að ég treysti þeim fullkomlega fyrir því að klára þetta verkefni. Maður reynir bara að vera til staðar fyrir þá utan vallar. Hjálpa til eins mikið og maður getur.“
Besta deild karla HK Vestri Íslenski boltinn Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira