Afstaða borgarstjóra „blaut tuska í andlit margra“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júlí 2024 13:01 Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir er oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. Vísir/Ívar Fannar Oddviti Flokks fólksins í borginni kveðst sleginn yfir ummælum borgarstjóra um stöðu fólks sem býr í hjólhýsum í borginni. Fólkið hafi fengið fyrirheit um úrlausn sinna mála, sem nú virðist úr sögunni. Í vikunni vakti oddviti Flokks fólksins í Reykjavík athygli á bágri stöðu íbúa í hjólhýsabyggð við iðnaðarsvæði á Sævarhöfða, og að finna þyrfti fólkinu betra svæði til að búa á. Borgarstjóri sagði það ekki koma til skoðunar. Það væri ekki hlutverk borgarinnar að gera hjólhýsabyggð að húsnæðisúrræði. Þetta kemur illa við oddvitann. „Ég varð bara mjög hissa þegar ég heyrði þetta í fréttum, og finnst þetta vera blaut tuska í andlit hjólabúa sem eru þarna við Sævarhöfða. Þeir hafa talið að þetta sé biðtími, biðstöð. En í raun var borgarstjóri að segja að þetta sé bara endastöð,“ segir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Málið hafi verið í skoðun Hún segir fólkið hafa fengið fyrirheit frá borginni um að komið yrði til móts við það. „Það er búið að vera að skoða hvaða svæði koma til greina og það er jafnvel búið að nefna nokkur svæði í okkar eyru sem eru í könnun.“ Því komi viðhorf borgarstjóra mjög á óvart. Málið snúist um fólk sem hafi ekki í önnur hús að venda, en líka fólk sem kjósi sér að búa í hjólhýsi. Borgarstjóri benti því fólki á að víða á suðvesturhorninu væri að finna tjaldsvæði sem byðu upp á langtímaleigu á plássi, gegn markaðsvirði. „Þessi tónn sem fylgdi þessu svari borgarstjóra kom illa við mjög marga.“ Borgarstjóri sagði sagði einnig að hjólhýsagarðar að erlendri fyrirmynd væri ekki heppilegt búsetuform fyrir fjölskyldur, og þá allra síst börn. Kolbrún telur það haldlaust. „Að sjá fyrir sér stóran trailer park, fullt af litlum fátækum börnum. Það var dregin upp svo sérkennileg mynd af þessu, sem hann notaði sér til stuðnings til þess að slá þetta af.“ Reykjavík Borgarstjórn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Tjaldsvæði Húsnæðismál Hjólhýsabyggð í Reykjavík Tengdar fréttir „Við erum ekki eitthvað hyski“ Íbúar í hjólhýsabyggð á Sævarhöfða segja afstöðu borgarstjóra vera fordómafulla og kalla eftir því að þeim verði komið fyrir á viðunandi stað. Núverandi fyrirkomulag ógni lífi þeirra og heilsu 19. júlí 2024 21:02 Hjólhýsabúum „gert að búa á sorphaug“ Oddviti Flokks Fólksins í borgarstjórn segir hjólhýsabúa Reykjavíkur búa við mannskemmandi umhverfi. Hún segir fólkinu gert að búa á hreinum sorphaug við Sævarhöfða. Svæðið við Sævarhöfða hafi átt að vera til bráðabirgðar, en enn í dag búi þar á annan tug manns við ömurlegar aðstæður. 18. júlí 2024 20:13 Gert að búa á sorphaug við Sævarhöfða Ég fór í morgun og heimsótti hjólabúa við Sævarhöfða og brá illa við. Þessu fólki er gert að búa á hreinum sorphaug. Af hverju er ekki hægt að finna reit fyrir hjólabúa í borgarlandinu sem er mannsæmandi og nálægt helstu grunnþjónustu? 18. júlí 2024 17:31 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Í vikunni vakti oddviti Flokks fólksins í Reykjavík athygli á bágri stöðu íbúa í hjólhýsabyggð við iðnaðarsvæði á Sævarhöfða, og að finna þyrfti fólkinu betra svæði til að búa á. Borgarstjóri sagði það ekki koma til skoðunar. Það væri ekki hlutverk borgarinnar að gera hjólhýsabyggð að húsnæðisúrræði. Þetta kemur illa við oddvitann. „Ég varð bara mjög hissa þegar ég heyrði þetta í fréttum, og finnst þetta vera blaut tuska í andlit hjólabúa sem eru þarna við Sævarhöfða. Þeir hafa talið að þetta sé biðtími, biðstöð. En í raun var borgarstjóri að segja að þetta sé bara endastöð,“ segir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. Málið hafi verið í skoðun Hún segir fólkið hafa fengið fyrirheit frá borginni um að komið yrði til móts við það. „Það er búið að vera að skoða hvaða svæði koma til greina og það er jafnvel búið að nefna nokkur svæði í okkar eyru sem eru í könnun.“ Því komi viðhorf borgarstjóra mjög á óvart. Málið snúist um fólk sem hafi ekki í önnur hús að venda, en líka fólk sem kjósi sér að búa í hjólhýsi. Borgarstjóri benti því fólki á að víða á suðvesturhorninu væri að finna tjaldsvæði sem byðu upp á langtímaleigu á plássi, gegn markaðsvirði. „Þessi tónn sem fylgdi þessu svari borgarstjóra kom illa við mjög marga.“ Borgarstjóri sagði sagði einnig að hjólhýsagarðar að erlendri fyrirmynd væri ekki heppilegt búsetuform fyrir fjölskyldur, og þá allra síst börn. Kolbrún telur það haldlaust. „Að sjá fyrir sér stóran trailer park, fullt af litlum fátækum börnum. Það var dregin upp svo sérkennileg mynd af þessu, sem hann notaði sér til stuðnings til þess að slá þetta af.“
Reykjavík Borgarstjórn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Tjaldsvæði Húsnæðismál Hjólhýsabyggð í Reykjavík Tengdar fréttir „Við erum ekki eitthvað hyski“ Íbúar í hjólhýsabyggð á Sævarhöfða segja afstöðu borgarstjóra vera fordómafulla og kalla eftir því að þeim verði komið fyrir á viðunandi stað. Núverandi fyrirkomulag ógni lífi þeirra og heilsu 19. júlí 2024 21:02 Hjólhýsabúum „gert að búa á sorphaug“ Oddviti Flokks Fólksins í borgarstjórn segir hjólhýsabúa Reykjavíkur búa við mannskemmandi umhverfi. Hún segir fólkinu gert að búa á hreinum sorphaug við Sævarhöfða. Svæðið við Sævarhöfða hafi átt að vera til bráðabirgðar, en enn í dag búi þar á annan tug manns við ömurlegar aðstæður. 18. júlí 2024 20:13 Gert að búa á sorphaug við Sævarhöfða Ég fór í morgun og heimsótti hjólabúa við Sævarhöfða og brá illa við. Þessu fólki er gert að búa á hreinum sorphaug. Af hverju er ekki hægt að finna reit fyrir hjólabúa í borgarlandinu sem er mannsæmandi og nálægt helstu grunnþjónustu? 18. júlí 2024 17:31 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
„Við erum ekki eitthvað hyski“ Íbúar í hjólhýsabyggð á Sævarhöfða segja afstöðu borgarstjóra vera fordómafulla og kalla eftir því að þeim verði komið fyrir á viðunandi stað. Núverandi fyrirkomulag ógni lífi þeirra og heilsu 19. júlí 2024 21:02
Hjólhýsabúum „gert að búa á sorphaug“ Oddviti Flokks Fólksins í borgarstjórn segir hjólhýsabúa Reykjavíkur búa við mannskemmandi umhverfi. Hún segir fólkinu gert að búa á hreinum sorphaug við Sævarhöfða. Svæðið við Sævarhöfða hafi átt að vera til bráðabirgðar, en enn í dag búi þar á annan tug manns við ömurlegar aðstæður. 18. júlí 2024 20:13
Gert að búa á sorphaug við Sævarhöfða Ég fór í morgun og heimsótti hjólabúa við Sævarhöfða og brá illa við. Þessu fólki er gert að búa á hreinum sorphaug. Af hverju er ekki hægt að finna reit fyrir hjólabúa í borgarlandinu sem er mannsæmandi og nálægt helstu grunnþjónustu? 18. júlí 2024 17:31