Hjólhýsabúum „gert að búa á sorphaug“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. júlí 2024 20:13 Kolbrún segir að umhverfið við Sævarhöfða sé mannskemmandi. Vísir/Vilhelm Oddviti Flokks Fólksins í borgarstjórn segir hjólhýsabúa Reykjavíkur búa við mannskemmandi umhverfi. Hún segir fólkinu gert að búa á hreinum sorphaug við Sævarhöfða. Svæðið við Sævarhöfða hafi átt að vera til bráðabirgðar, en enn í dag búi þar á annan tug manns við ömurlegar aðstæður. „Ég fór í morgun og heimsótti hjólabúa við Sævarhöfða og brá illa við. Þessu fólki er gert að búa á hreinum sorphaug. Af hverju er ekki hægt að finna reit fyrir hjólabúa í borgarlandinu sem er mannsæmandi og nálægt helstu grunnþjónustu?“ segir Kolbrún, en hún fjallaði um málið í aðsendri grein á Vísi í kvöld. Mannskemmandi umhverfi Planið sem fólkið er á nú er í eigu borgarinnar við gamla verksmiðjubyggingu skammt frá Sævarhöfða. Kolbrún segir svæðið hafa átt að vera til bráðabirgða, eða að hámarki tólf vikur. Nú rétt tæpu ári síðar hafi enn ekkert frést frá borgaryfirvöldum í málinu. Maður sem hefur þar yfirumsjón með húsinu við hliðina veiti þeim afnot að salernum og sturtum án endurgjalds. Ekkert heitt vatn sé hinsvegar í sturtunum. Íbúar komist þar í rafmagn og greiði fyrir það. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við íbúa á svæðinu síðastliðið haust. Ekkert heitt vatn er í sturtunumAðsend „Umhverfið er einstaklega óaðlaðandi. Þarna má sjá alls konar drasl og sorp. Planið sem hýsin standa á er sóðalegt. Rúðugler sem brotnað hefur úr gömlu verksmiðjubyggingunni hefur sáldrast yfir planið,“ segir Kolbrún. Hjólabúar hafi lengi þrýst á borgina að finna lausn, bæði til skemmri tíma og lengri. Þeim líði illa á svæðinu en geti hvergi farið. Hjólhýsin eru á planinu við Sævarhöfða.Vísir Hávaðamengun öllum tímum sólarhrings Formaður Samtaka hjólabúa sendi borgarstjórn erindi á dögunum, þar sem hann sagði meðal annars að hávaðamengun væri á svæðinu öllum tímum sólarhrings vegna umferðar og öðrum sem hafa aðstöðu á svæðinu. Umferðaráreitið komi í veg fyrir að íbúar geti verið úti í góðu veðri. Útsýni yfir iðnaðarsvæðið.Vísir Í verstu veðrunum sem dunið hafa yfir, hafi fólkið verið á nálum og jafnvel ekki getað sofið. Svo mikil séu lætin og höggin sem dynji á tækunum. Engin mokstur hafi verið á svæðinu í vetur. Brýnt að borgin skapi fullnægjandi aðstæður Kolbrún segir að Flokkur fólksins hafi frá árinu 2018 ítrekað reynt að vekja athygli á málefnum hjólabúa. Tillaga flokksins um að borgin tilgreini svæði fyrir hjólhýsi og húsbíla til framtíðar í nálægð við alla helstu grunnþjónustu í Reykjavík hafi verið lögð fram í borgarráði. Þaðan hafi henni verið vísað til velferðarráðs þar sem henni var hafnað af meirihlutanum. Fólkið fær afnot af aðstöðunni án endurgjalds.Vísir „Það er brýnt að Reykjavíkurborg skapi þessum hópi fullnægjandi aðstæður til að vera með sín hjólhýsi eða húsbíla á stað þar sem þau geta verið örugg til framtíðar,“ segir Kolbrún. Í löndum sem við berum okkur saman við séu tilgreind svæði fyrir húsbíla og hjólhýsi þar sem fólk býr árið um kring og láti vel að því. „Það er ekki fram hjá því litið að hjólhýsi er ódýrt „húsnæði“ í samanburði við aðra kosti. Það þarf því ekki að koma á óvart í þeim húsnæðisvanda sem ríkt hefur í Reykjavík, að fyrir einhverja kann þetta að vera raunhæfur kostur þ.e.a.s. fáist framtíðarstaðsetning í sem hentar hjólhýsi,“ segir Kolbrún, en að sumir velji að búa í hjólhýsi af öðrum ástæðum en efnahagslegum. Kolbrún krefst þess að borgarstjórn finni strax betri stað fyrir hjólabúa á meðan verið er að skoða hvaða svæði geti hentað til framtíðar. Staðan í þessum málum sé með öllu óviðunandi eins og hún er í dag. Erindið sem formaður Samtaka hjólabúa sendi til borgarstjórnar í heild sinni er svohljóðandi: „Við höfum þurft að þola stöðugt áreiti vegna umferðar sem gerir okkur ókleift að sitja úti ef veður leifir vegna hávaðamengunar, hávaða frá öðrum sem aðstöðu hafa á svæðinu á öllum tímum sólarhrings. Við höfum þurft að kalla til lögreglu vegna partýstands í nærliggjandi húsum og unglingadrykkju sem því hefur fylgt. Það hefur verið stolið frá okkur, brotist var inn í hólf eins tækisins til að taka gaskúta. Í verstu veðrunum sem dunið hafa yfir, höfum við verið á nálum og jafnvel ekki getað sofið, af áhyggjum um hvort tækin okkar fari af stað, svo mikil eru lætin og höggin sem dynja á tækjunum í verstu hviðunum. Í vetur var enginn mokstur hjá okkur og þurftum við að sand/saltbera sjálf, að einu eða tveimur skiptum undanskildum, ef við vildum ekki detta og slasa okkur“. Reykjavík Flokkur fólksins Borgarstjórn Tengdar fréttir „Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. 15. september 2023 21:01 Íbúar í hjólhýsabyggð berjast fyrir varanlegri staðsetningu Íbúar í hjólhýsabyggðinni í Laugardal berjast fyrir því að fá varanlega staðsetningu fyrir byggðina. Þau fá ekki að skrá lögheimili sitt og skora á borgaryfirvöld að finna langtímalausnir fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. 8. desember 2022 21:23 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
„Ég fór í morgun og heimsótti hjólabúa við Sævarhöfða og brá illa við. Þessu fólki er gert að búa á hreinum sorphaug. Af hverju er ekki hægt að finna reit fyrir hjólabúa í borgarlandinu sem er mannsæmandi og nálægt helstu grunnþjónustu?“ segir Kolbrún, en hún fjallaði um málið í aðsendri grein á Vísi í kvöld. Mannskemmandi umhverfi Planið sem fólkið er á nú er í eigu borgarinnar við gamla verksmiðjubyggingu skammt frá Sævarhöfða. Kolbrún segir svæðið hafa átt að vera til bráðabirgða, eða að hámarki tólf vikur. Nú rétt tæpu ári síðar hafi enn ekkert frést frá borgaryfirvöldum í málinu. Maður sem hefur þar yfirumsjón með húsinu við hliðina veiti þeim afnot að salernum og sturtum án endurgjalds. Ekkert heitt vatn sé hinsvegar í sturtunum. Íbúar komist þar í rafmagn og greiði fyrir það. Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við íbúa á svæðinu síðastliðið haust. Ekkert heitt vatn er í sturtunumAðsend „Umhverfið er einstaklega óaðlaðandi. Þarna má sjá alls konar drasl og sorp. Planið sem hýsin standa á er sóðalegt. Rúðugler sem brotnað hefur úr gömlu verksmiðjubyggingunni hefur sáldrast yfir planið,“ segir Kolbrún. Hjólabúar hafi lengi þrýst á borgina að finna lausn, bæði til skemmri tíma og lengri. Þeim líði illa á svæðinu en geti hvergi farið. Hjólhýsin eru á planinu við Sævarhöfða.Vísir Hávaðamengun öllum tímum sólarhrings Formaður Samtaka hjólabúa sendi borgarstjórn erindi á dögunum, þar sem hann sagði meðal annars að hávaðamengun væri á svæðinu öllum tímum sólarhrings vegna umferðar og öðrum sem hafa aðstöðu á svæðinu. Umferðaráreitið komi í veg fyrir að íbúar geti verið úti í góðu veðri. Útsýni yfir iðnaðarsvæðið.Vísir Í verstu veðrunum sem dunið hafa yfir, hafi fólkið verið á nálum og jafnvel ekki getað sofið. Svo mikil séu lætin og höggin sem dynji á tækunum. Engin mokstur hafi verið á svæðinu í vetur. Brýnt að borgin skapi fullnægjandi aðstæður Kolbrún segir að Flokkur fólksins hafi frá árinu 2018 ítrekað reynt að vekja athygli á málefnum hjólabúa. Tillaga flokksins um að borgin tilgreini svæði fyrir hjólhýsi og húsbíla til framtíðar í nálægð við alla helstu grunnþjónustu í Reykjavík hafi verið lögð fram í borgarráði. Þaðan hafi henni verið vísað til velferðarráðs þar sem henni var hafnað af meirihlutanum. Fólkið fær afnot af aðstöðunni án endurgjalds.Vísir „Það er brýnt að Reykjavíkurborg skapi þessum hópi fullnægjandi aðstæður til að vera með sín hjólhýsi eða húsbíla á stað þar sem þau geta verið örugg til framtíðar,“ segir Kolbrún. Í löndum sem við berum okkur saman við séu tilgreind svæði fyrir húsbíla og hjólhýsi þar sem fólk býr árið um kring og láti vel að því. „Það er ekki fram hjá því litið að hjólhýsi er ódýrt „húsnæði“ í samanburði við aðra kosti. Það þarf því ekki að koma á óvart í þeim húsnæðisvanda sem ríkt hefur í Reykjavík, að fyrir einhverja kann þetta að vera raunhæfur kostur þ.e.a.s. fáist framtíðarstaðsetning í sem hentar hjólhýsi,“ segir Kolbrún, en að sumir velji að búa í hjólhýsi af öðrum ástæðum en efnahagslegum. Kolbrún krefst þess að borgarstjórn finni strax betri stað fyrir hjólabúa á meðan verið er að skoða hvaða svæði geti hentað til framtíðar. Staðan í þessum málum sé með öllu óviðunandi eins og hún er í dag. Erindið sem formaður Samtaka hjólabúa sendi til borgarstjórnar í heild sinni er svohljóðandi: „Við höfum þurft að þola stöðugt áreiti vegna umferðar sem gerir okkur ókleift að sitja úti ef veður leifir vegna hávaðamengunar, hávaða frá öðrum sem aðstöðu hafa á svæðinu á öllum tímum sólarhrings. Við höfum þurft að kalla til lögreglu vegna partýstands í nærliggjandi húsum og unglingadrykkju sem því hefur fylgt. Það hefur verið stolið frá okkur, brotist var inn í hólf eins tækisins til að taka gaskúta. Í verstu veðrunum sem dunið hafa yfir, höfum við verið á nálum og jafnvel ekki getað sofið, af áhyggjum um hvort tækin okkar fari af stað, svo mikil eru lætin og höggin sem dynja á tækjunum í verstu hviðunum. Í vetur var enginn mokstur hjá okkur og þurftum við að sand/saltbera sjálf, að einu eða tveimur skiptum undanskildum, ef við vildum ekki detta og slasa okkur“.
Reykjavík Flokkur fólksins Borgarstjórn Tengdar fréttir „Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. 15. september 2023 21:01 Íbúar í hjólhýsabyggð berjast fyrir varanlegri staðsetningu Íbúar í hjólhýsabyggðinni í Laugardal berjast fyrir því að fá varanlega staðsetningu fyrir byggðina. Þau fá ekki að skrá lögheimili sitt og skora á borgaryfirvöld að finna langtímalausnir fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. 8. desember 2022 21:23 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
„Ég væri dauð ef ég væri ekki jákvæð“ Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu. 15. september 2023 21:01
Íbúar í hjólhýsabyggð berjast fyrir varanlegri staðsetningu Íbúar í hjólhýsabyggðinni í Laugardal berjast fyrir því að fá varanlega staðsetningu fyrir byggðina. Þau fá ekki að skrá lögheimili sitt og skora á borgaryfirvöld að finna langtímalausnir fyrir þá sem kjósa þetta búsetuúrræði. 8. desember 2022 21:23