Bendir íbúum á tjaldsvæði í grennd við borgina Tómas Arnar Þorláksson skrifar 19. júlí 2024 13:00 Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, bendir fólki sem býr á Sævarhöfða á tjaldsvæði í grennd við borgina. Arnar/Vilhelm „Ég hef ekki verið hlynntur þessari þróun að Reykjavíkurborg búi til hjólhýsagarð sem sérstakt húsnæðisúrræði. Aðal atriðið er það að byggja nóg til þess að allir geti fundið þak yfir höfuðið og mæta sérstaklega lágtekjuhópum með sérstökum úrræðum og það erum við að gera.“ Þetta segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur inntur eftir viðbrögðum við kröfum íbúa í hjólhýsabyggð í borginni um nýtt svæði fyrir byggðina. Hann bendir íbúum á tjaldsvæði á suðvesturhorninu þar sem er hægt að koma sér fyrir. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokk fólksins í Reykjavíkurborg, vakti athygli á bagalegri stöðu íbúa í hjólhýsabyggð við iðnaðarsvæði á Sævarhöfða í skoðanagrein á Vísi í gær. Henni hafi brugðið illa við að sjá aðstöðuna og sagði að fólki væri gert að búa á sorphaug. Ekki heppilegt fyrir börn Hjólhýsabyggðin var upprunalega í Laugardalnum en var síðan færð í núverandi ástand sem átti að vera tímabundið í mest tólf vikur. Síðan þá er liðið tæpt ár en Einar segir að það komi ekki til skoðunar að finna annað svæði fyrir hjólhýsabyggð í borginni. „Ég er bara þeirrar skoðunar að hjólhýsagarður sem við þekkjum af erlendri fyrirmynd sé ekki heppilegt húsnæðisúrræði. Þessi aðstaða sem var útbúin á höfða var tímabundið úrræði til að komast til móts við þessa íbúa sem vilja ekki borga fullt markaðsverð þarna niður í Laugardal. Í grunninn snýst þetta um það að Kolbrún vill að við búum til hjólhýsagarð sem húsnæðisúrræði í Reykjavíkurborg og því er ég innilega ósammála. Ég held að það sé ekki heppilegt fyrir fjölskyldurnar í borginni og allra helst börn að alast upp við slíkar aðstæður.“ Segir þetta ekki hlutverk borgarinnar Einar segir það ekki hlutverk borgarinnar að niðurgreiða úrræði fyrir fólk sem kjósi að búa í hjólhýsi og ítrekar að um sjálfstætt val sé að ræða. „Borgin er leiðandi í landinu þegar það kemur að uppbyggingu félagslegs húsnæðis í gegnum félagsbústaði og styður einnig uppbyggingu hagkvæms leiguhúsnæði og óhagnaðardrifnu húsnæðisfélagana með stofnframlögum í samvinnu við ríkið. Í þetta fara milljarðar. Ég held að það sé sú leið sem sé farsælust fyrir okkur sem samfélag.“ Bendir á tjaldsvæði fyrir utan borgina Spurður hvort að fólk sem býr í hjólhýsum af öðrum ástæðum en efnahagslegum þurfi að leita út fyrir Reykjavíkurborg segir Einar: „Ég vil þá bara benda á það að það eru tjaldsvæði víða hérna á suðvesturhorninu þar sem er hægt að leigja til lengri tíma og það er þá að markaðsforsendum en ég held að það sé ekki hlutverk sveitarfélaganna að niðurgreiða slík úrræði.“ Reykjavík Flokkur fólksins Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Tjaldsvæði Húsnæðismál Hjólhýsabyggð í Reykjavík Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Sjá meira
Þetta segir Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur inntur eftir viðbrögðum við kröfum íbúa í hjólhýsabyggð í borginni um nýtt svæði fyrir byggðina. Hann bendir íbúum á tjaldsvæði á suðvesturhorninu þar sem er hægt að koma sér fyrir. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, oddviti Flokk fólksins í Reykjavíkurborg, vakti athygli á bagalegri stöðu íbúa í hjólhýsabyggð við iðnaðarsvæði á Sævarhöfða í skoðanagrein á Vísi í gær. Henni hafi brugðið illa við að sjá aðstöðuna og sagði að fólki væri gert að búa á sorphaug. Ekki heppilegt fyrir börn Hjólhýsabyggðin var upprunalega í Laugardalnum en var síðan færð í núverandi ástand sem átti að vera tímabundið í mest tólf vikur. Síðan þá er liðið tæpt ár en Einar segir að það komi ekki til skoðunar að finna annað svæði fyrir hjólhýsabyggð í borginni. „Ég er bara þeirrar skoðunar að hjólhýsagarður sem við þekkjum af erlendri fyrirmynd sé ekki heppilegt húsnæðisúrræði. Þessi aðstaða sem var útbúin á höfða var tímabundið úrræði til að komast til móts við þessa íbúa sem vilja ekki borga fullt markaðsverð þarna niður í Laugardal. Í grunninn snýst þetta um það að Kolbrún vill að við búum til hjólhýsagarð sem húsnæðisúrræði í Reykjavíkurborg og því er ég innilega ósammála. Ég held að það sé ekki heppilegt fyrir fjölskyldurnar í borginni og allra helst börn að alast upp við slíkar aðstæður.“ Segir þetta ekki hlutverk borgarinnar Einar segir það ekki hlutverk borgarinnar að niðurgreiða úrræði fyrir fólk sem kjósi að búa í hjólhýsi og ítrekar að um sjálfstætt val sé að ræða. „Borgin er leiðandi í landinu þegar það kemur að uppbyggingu félagslegs húsnæðis í gegnum félagsbústaði og styður einnig uppbyggingu hagkvæms leiguhúsnæði og óhagnaðardrifnu húsnæðisfélagana með stofnframlögum í samvinnu við ríkið. Í þetta fara milljarðar. Ég held að það sé sú leið sem sé farsælust fyrir okkur sem samfélag.“ Bendir á tjaldsvæði fyrir utan borgina Spurður hvort að fólk sem býr í hjólhýsum af öðrum ástæðum en efnahagslegum þurfi að leita út fyrir Reykjavíkurborg segir Einar: „Ég vil þá bara benda á það að það eru tjaldsvæði víða hérna á suðvesturhorninu þar sem er hægt að leigja til lengri tíma og það er þá að markaðsforsendum en ég held að það sé ekki hlutverk sveitarfélaganna að niðurgreiða slík úrræði.“
Reykjavík Flokkur fólksins Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Tjaldsvæði Húsnæðismál Hjólhýsabyggð í Reykjavík Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Sjá meira