Neville vill enskan þjálfara fyrir landsliðið Smári Jökull Jónsson skrifar 16. júlí 2024 22:31 Neville vill að heimamaður taki við enska landsliðinu af Gareth Southgate. Vísir/Getty Enska knattspyrnusambandið leitar bæði innan- og utanlands að næsta þjálfara enska landsliðsins í knattspyrnu. Sérfræðingurinn Gary Neville vill að sambandið ráði heimamann. Gareth Southgate sagði starfi sínu lausu sem landsliðsþjálfari enska landsliðsins í morgun. Enskir knattspyrnuspekingar kappkosta nú við að orða hvern þjálfarann á fætur öðrum við starfið og sitt sýnist hverjum. Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins og núverandi sérfræðingur á Skysports, er harður á því að ráða eigi Englending sem landsliðsþjálfara. „Næsti þjálfari þarf að vinna bikar til að gera betur en Gareth Southgate. Við höfum haft allar tegundir þjálfara í gegnum árin. Þennan flotta, alþjóðlegan, bestu ensku þjálfarana og aðila sem hafa komið upp í gegnum yngri landsliðin.“ „Það eru engin vísindi varðandi hvað virkar og það er enginn augljós kandídat. Graham Potter og Eddie Howe verða nefndir og ég held að það verði ráðinn enskur þjálfari,“ segir Neville í samtali við Skysports. „Gefum þeim tækifærið“ Á sínum tíma færði enska sambandið höfuðstöðvar allra landsliða sinna yfir á St. George Park sem var byggt árið 2012. Neville segir að ein af ástæðunum hafi verið að búa til og þróa góða enska þjálfara. Hann vill meina að það væri rangt að ráða erlendan aðila í starfið á þessum tímapunkti. „Þú getur ekki horft framhjá frábærum erlendum þjálfurum eins og Jurgen Klopp og Pep Guardiola. Enskir þjálfarar eiga langan veg fyrir höndum gagnvart öðrum stórum þjóðum og við þurfum að leggja hart að okkur og gefa þeim tækifæri í stærstu og erfiðustu leikjunum. Gefum þeim tækifærið.“ Líta líka út fyrir landsteinana Í frétt Skysports kemur fram að enska knattspyrnusambandið ætli þó ekki að einskorða leit sína að eftirmanni Southgate við heimamenn þó sagt sé að yfirmaður sambandsins, Mark Bullingham, vilji ráða Englending. John McDermott, tæknilegur ráðgjafi hjá sambandinu, er nátengdur Mauricio Pochettino eftir að þeir unnu saman hjá Tottenham og þá eiga Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, og Graham Potter fyrrum stjóri Chelsea og Brighton, sína aðdáendur innan knattspyrnusambandsins. Enska sambandið þyrfti að greiða Newcastle góða upphæð ef Howe yrði ráðinn en hann skrifaði undir nýjan samning við félagið á síðasta ári. Potter ku vera áhugasamur um að taka við landsliðinu og þá er Lee Carsley, þjálfari U21-árs liðs Englands, líka inni í myndinni. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira
Gareth Southgate sagði starfi sínu lausu sem landsliðsþjálfari enska landsliðsins í morgun. Enskir knattspyrnuspekingar kappkosta nú við að orða hvern þjálfarann á fætur öðrum við starfið og sitt sýnist hverjum. Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins og núverandi sérfræðingur á Skysports, er harður á því að ráða eigi Englending sem landsliðsþjálfara. „Næsti þjálfari þarf að vinna bikar til að gera betur en Gareth Southgate. Við höfum haft allar tegundir þjálfara í gegnum árin. Þennan flotta, alþjóðlegan, bestu ensku þjálfarana og aðila sem hafa komið upp í gegnum yngri landsliðin.“ „Það eru engin vísindi varðandi hvað virkar og það er enginn augljós kandídat. Graham Potter og Eddie Howe verða nefndir og ég held að það verði ráðinn enskur þjálfari,“ segir Neville í samtali við Skysports. „Gefum þeim tækifærið“ Á sínum tíma færði enska sambandið höfuðstöðvar allra landsliða sinna yfir á St. George Park sem var byggt árið 2012. Neville segir að ein af ástæðunum hafi verið að búa til og þróa góða enska þjálfara. Hann vill meina að það væri rangt að ráða erlendan aðila í starfið á þessum tímapunkti. „Þú getur ekki horft framhjá frábærum erlendum þjálfurum eins og Jurgen Klopp og Pep Guardiola. Enskir þjálfarar eiga langan veg fyrir höndum gagnvart öðrum stórum þjóðum og við þurfum að leggja hart að okkur og gefa þeim tækifæri í stærstu og erfiðustu leikjunum. Gefum þeim tækifærið.“ Líta líka út fyrir landsteinana Í frétt Skysports kemur fram að enska knattspyrnusambandið ætli þó ekki að einskorða leit sína að eftirmanni Southgate við heimamenn þó sagt sé að yfirmaður sambandsins, Mark Bullingham, vilji ráða Englending. John McDermott, tæknilegur ráðgjafi hjá sambandinu, er nátengdur Mauricio Pochettino eftir að þeir unnu saman hjá Tottenham og þá eiga Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, og Graham Potter fyrrum stjóri Chelsea og Brighton, sína aðdáendur innan knattspyrnusambandsins. Enska sambandið þyrfti að greiða Newcastle góða upphæð ef Howe yrði ráðinn en hann skrifaði undir nýjan samning við félagið á síðasta ári. Potter ku vera áhugasamur um að taka við landsliðinu og þá er Lee Carsley, þjálfari U21-árs liðs Englands, líka inni í myndinni.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Sjá meira