„Búið að leggja upp dauðafæri fyrir Donald Trump“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júlí 2024 23:58 Eiríkur Bergmann ræddi sigurhorfur Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir skotárásina á laugardag í Kvöldfréttum. Vísir/Arnar Stjórnmálafræðiprófessor segir fátt hafa getað verið Donald Trump hagfelldara en atburðarásin á kosningafundi hans á laugardag. Hann sé kominn í dauðafæri í baráttunni um forsetaembættið og hann þurfi að geiga verulega til að klúðra því. „Það fellur einhvern veginn allt með honum þessa dagana, þetta var náttúrlega alveg ótrúleg atburðarás og spilaðist vel upp í hendurnar á honum þrátt fyrir að þetta hafi auðvitað verið hræðilegur verknaður,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Í ofanálag hafi Joe Biden mótframbjóðanda hans verið að fatast flugið og ítrekað gert meiri háttar mistök upp á síðkastið. „Þannig að staða hans er bara orðin allt önnur. Hann er ekki lengur einhver áskorandi utan af jaðri heldur getur hann stillt sér núna fram eins og aðalgaurinn.“ Aðspurður segir Eiríkur líklegt að Trump komi til með að breytast í fasi eftir atvik helgarinnar. „Hann skilur stjórnmálin sem leiksvið og setur á svið flotta sýningu og skynjar að það er önnur stemning í salnum heldur en var þegar hann þurfti að hafa fyrir því að komast að með sín skilaboð. Þannig að núna getur hann nokkuð auðveldlega ýtt Joe Biden til hliðar og tekið sér stöðu á miðju sviðinu,“ segir Eiríkur. Samsæriskenningar á lofti um aðild Biden Hann segir atburði af þessum toga kalla strax á samsæriskenningar, þær séu þegar komnar á fleygiferð. Einhverjir haldi að Trump hafi sjálfur sviðsett atburðarásina en þó ekki margir. „Enda þyrfti meiri færni en helstu framleiðendur í Hollywood hafa yfir að ráða til þess að hanna aðra eins atburðarás. En það er líklega ekkert getað verið eins hagfellt honum og akkúrat það sem gerðist,“ segir Eiríkur. Þá saki einhverjir djúpríki um að hafa staðið að tilræðinu, jafnvel með vitund og vilja Biden. Það sé viðbúið að flökkusagna og samsæriskenninga verði vart, sérstaklega í því skautaða stjórnmálaástandi sem ríkt hefur í Bandaríkjunum að undanförnu. „Þar sem ekkert traust er til staðar og andstæðir hópar eru tilbúnir til að trúa andstæðingum sínum um hvað sem er.“ Hvernig heldurðu að kosningarnar fari? „Það er búið að leggja upp dauðafæri fyrir Donald Trump. Hann er bara með opið mark og þarf að geiga allverulega sjálfur til þess að klúðra þessari stöðu sem upp er núna.“ Honum hafi verið hugsað til kosningastrategista Demókrataflokksins þegar þeir komu saman í morgun. „Þeir hafa nú klórað sér heldur betur í kollinum hvernig eigi að vinna sig úr þessari stöðu. Þeir eiga mjög erfitt verk fyrir höndum og næstum ómögulegt.“ Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira
„Það fellur einhvern veginn allt með honum þessa dagana, þetta var náttúrlega alveg ótrúleg atburðarás og spilaðist vel upp í hendurnar á honum þrátt fyrir að þetta hafi auðvitað verið hræðilegur verknaður,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Í ofanálag hafi Joe Biden mótframbjóðanda hans verið að fatast flugið og ítrekað gert meiri háttar mistök upp á síðkastið. „Þannig að staða hans er bara orðin allt önnur. Hann er ekki lengur einhver áskorandi utan af jaðri heldur getur hann stillt sér núna fram eins og aðalgaurinn.“ Aðspurður segir Eiríkur líklegt að Trump komi til með að breytast í fasi eftir atvik helgarinnar. „Hann skilur stjórnmálin sem leiksvið og setur á svið flotta sýningu og skynjar að það er önnur stemning í salnum heldur en var þegar hann þurfti að hafa fyrir því að komast að með sín skilaboð. Þannig að núna getur hann nokkuð auðveldlega ýtt Joe Biden til hliðar og tekið sér stöðu á miðju sviðinu,“ segir Eiríkur. Samsæriskenningar á lofti um aðild Biden Hann segir atburði af þessum toga kalla strax á samsæriskenningar, þær séu þegar komnar á fleygiferð. Einhverjir haldi að Trump hafi sjálfur sviðsett atburðarásina en þó ekki margir. „Enda þyrfti meiri færni en helstu framleiðendur í Hollywood hafa yfir að ráða til þess að hanna aðra eins atburðarás. En það er líklega ekkert getað verið eins hagfellt honum og akkúrat það sem gerðist,“ segir Eiríkur. Þá saki einhverjir djúpríki um að hafa staðið að tilræðinu, jafnvel með vitund og vilja Biden. Það sé viðbúið að flökkusagna og samsæriskenninga verði vart, sérstaklega í því skautaða stjórnmálaástandi sem ríkt hefur í Bandaríkjunum að undanförnu. „Þar sem ekkert traust er til staðar og andstæðir hópar eru tilbúnir til að trúa andstæðingum sínum um hvað sem er.“ Hvernig heldurðu að kosningarnar fari? „Það er búið að leggja upp dauðafæri fyrir Donald Trump. Hann er bara með opið mark og þarf að geiga allverulega sjálfur til þess að klúðra þessari stöðu sem upp er núna.“ Honum hafi verið hugsað til kosningastrategista Demókrataflokksins þegar þeir komu saman í morgun. „Þeir hafa nú klórað sér heldur betur í kollinum hvernig eigi að vinna sig úr þessari stöðu. Þeir eiga mjög erfitt verk fyrir höndum og næstum ómögulegt.“
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Sjá meira