„Búið að leggja upp dauðafæri fyrir Donald Trump“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. júlí 2024 23:58 Eiríkur Bergmann ræddi sigurhorfur Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir skotárásina á laugardag í Kvöldfréttum. Vísir/Arnar Stjórnmálafræðiprófessor segir fátt hafa getað verið Donald Trump hagfelldara en atburðarásin á kosningafundi hans á laugardag. Hann sé kominn í dauðafæri í baráttunni um forsetaembættið og hann þurfi að geiga verulega til að klúðra því. „Það fellur einhvern veginn allt með honum þessa dagana, þetta var náttúrlega alveg ótrúleg atburðarás og spilaðist vel upp í hendurnar á honum þrátt fyrir að þetta hafi auðvitað verið hræðilegur verknaður,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Í ofanálag hafi Joe Biden mótframbjóðanda hans verið að fatast flugið og ítrekað gert meiri háttar mistök upp á síðkastið. „Þannig að staða hans er bara orðin allt önnur. Hann er ekki lengur einhver áskorandi utan af jaðri heldur getur hann stillt sér núna fram eins og aðalgaurinn.“ Aðspurður segir Eiríkur líklegt að Trump komi til með að breytast í fasi eftir atvik helgarinnar. „Hann skilur stjórnmálin sem leiksvið og setur á svið flotta sýningu og skynjar að það er önnur stemning í salnum heldur en var þegar hann þurfti að hafa fyrir því að komast að með sín skilaboð. Þannig að núna getur hann nokkuð auðveldlega ýtt Joe Biden til hliðar og tekið sér stöðu á miðju sviðinu,“ segir Eiríkur. Samsæriskenningar á lofti um aðild Biden Hann segir atburði af þessum toga kalla strax á samsæriskenningar, þær séu þegar komnar á fleygiferð. Einhverjir haldi að Trump hafi sjálfur sviðsett atburðarásina en þó ekki margir. „Enda þyrfti meiri færni en helstu framleiðendur í Hollywood hafa yfir að ráða til þess að hanna aðra eins atburðarás. En það er líklega ekkert getað verið eins hagfellt honum og akkúrat það sem gerðist,“ segir Eiríkur. Þá saki einhverjir djúpríki um að hafa staðið að tilræðinu, jafnvel með vitund og vilja Biden. Það sé viðbúið að flökkusagna og samsæriskenninga verði vart, sérstaklega í því skautaða stjórnmálaástandi sem ríkt hefur í Bandaríkjunum að undanförnu. „Þar sem ekkert traust er til staðar og andstæðir hópar eru tilbúnir til að trúa andstæðingum sínum um hvað sem er.“ Hvernig heldurðu að kosningarnar fari? „Það er búið að leggja upp dauðafæri fyrir Donald Trump. Hann er bara með opið mark og þarf að geiga allverulega sjálfur til þess að klúðra þessari stöðu sem upp er núna.“ Honum hafi verið hugsað til kosningastrategista Demókrataflokksins þegar þeir komu saman í morgun. „Þeir hafa nú klórað sér heldur betur í kollinum hvernig eigi að vinna sig úr þessari stöðu. Þeir eiga mjög erfitt verk fyrir höndum og næstum ómögulegt.“ Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira
„Það fellur einhvern veginn allt með honum þessa dagana, þetta var náttúrlega alveg ótrúleg atburðarás og spilaðist vel upp í hendurnar á honum þrátt fyrir að þetta hafi auðvitað verið hræðilegur verknaður,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor. Í ofanálag hafi Joe Biden mótframbjóðanda hans verið að fatast flugið og ítrekað gert meiri háttar mistök upp á síðkastið. „Þannig að staða hans er bara orðin allt önnur. Hann er ekki lengur einhver áskorandi utan af jaðri heldur getur hann stillt sér núna fram eins og aðalgaurinn.“ Aðspurður segir Eiríkur líklegt að Trump komi til með að breytast í fasi eftir atvik helgarinnar. „Hann skilur stjórnmálin sem leiksvið og setur á svið flotta sýningu og skynjar að það er önnur stemning í salnum heldur en var þegar hann þurfti að hafa fyrir því að komast að með sín skilaboð. Þannig að núna getur hann nokkuð auðveldlega ýtt Joe Biden til hliðar og tekið sér stöðu á miðju sviðinu,“ segir Eiríkur. Samsæriskenningar á lofti um aðild Biden Hann segir atburði af þessum toga kalla strax á samsæriskenningar, þær séu þegar komnar á fleygiferð. Einhverjir haldi að Trump hafi sjálfur sviðsett atburðarásina en þó ekki margir. „Enda þyrfti meiri færni en helstu framleiðendur í Hollywood hafa yfir að ráða til þess að hanna aðra eins atburðarás. En það er líklega ekkert getað verið eins hagfellt honum og akkúrat það sem gerðist,“ segir Eiríkur. Þá saki einhverjir djúpríki um að hafa staðið að tilræðinu, jafnvel með vitund og vilja Biden. Það sé viðbúið að flökkusagna og samsæriskenninga verði vart, sérstaklega í því skautaða stjórnmálaástandi sem ríkt hefur í Bandaríkjunum að undanförnu. „Þar sem ekkert traust er til staðar og andstæðir hópar eru tilbúnir til að trúa andstæðingum sínum um hvað sem er.“ Hvernig heldurðu að kosningarnar fari? „Það er búið að leggja upp dauðafæri fyrir Donald Trump. Hann er bara með opið mark og þarf að geiga allverulega sjálfur til þess að klúðra þessari stöðu sem upp er núna.“ Honum hafi verið hugsað til kosningastrategista Demókrataflokksins þegar þeir komu saman í morgun. „Þeir hafa nú klórað sér heldur betur í kollinum hvernig eigi að vinna sig úr þessari stöðu. Þeir eiga mjög erfitt verk fyrir höndum og næstum ómögulegt.“
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Sjá meira