Leyniskjalamáli Trump vísað frá dómi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júlí 2024 16:04 Trump segir frávísunina aðeins upphafið að endalokum allra dómsmála sem hann stendur í. getty Dómari í Flórídaríki í Bandaríkjunum hefur vísað dómsmáli á hendur Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta frá dómi. Umrætt dómsmál snýst um leyniskjöl sem Trump var sagður hafa tekið með sér úr Hvíta húsinu eftir að forsetatíð hans lauk. Frávísunina tilkynnti alríkisdómarinn Aileen Cannon í dag. Taldi hún Jack Smith sérstakan saksóknara í málinu ólöglega skipaðan og því skorta hæfi til þess að höfða málið. Í ákvörðun dómarans, sem er ansi ítarleg og telur 93 blaðsíður, vísar hún til þess ákvæðis stjórnarskrárinnar sem snýr að skipunum eða útnefningum ríkisins og vísar til meginreglunnar um þrígreiningu ríkisvalds í því samhengi. Skipun Smith hafi brotið gegn þessum meginreglum stjórnarskrárinnar. Ákvörðunin gengur samt sem áður í berhögg við fyrri fordæmi sem varða skipanir sérstakra saksóknara, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Um er að ræða fjórða dómsmálið sem höfðað hefur verið gegn Donald Trump frá því að embættistíð hans lauk. Í þessu máli hefur athygli fjölmiðla beinst að því að dómarinn Aileen Cannon var skipuð í dómaraembætti af Trump og stöðvaði um tíma rannsókn yfirvalda í málinu. Nokkuð sem vakti harða gagnrýni meðal sérfræðinga og svo fór að áfrýjunardómur felldi hana úr gildi. Málið hófst með húsleit FBI í Mar-A-Lago, sveitarklúbbi Trumps í Flórída þar sem hann býr, á fyrir tveimur árum. Starfsmenn FBI lögðu hald á tólf kassa af opinberum gögnum sem Trump hafði tekið með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Greint var frá því að sum gagnanna hefðu verið merkt sem „háleynileg“. Meint brot Trump gætu varðað allt að tíu ára fangelsi, þó að slík refsing hafi verið talin ólíkleg. Hann neitaði alfarið sök. Í yfirlýsingu á Truth Social, samfélagsmiðli Trump, segir forsetinn fyrrverandi að frávísunin í dag sé aðeins upphafið. Öllum fjórum málunum, sem hann stendur í, verði vísað frá dómi á endanum. Hann bætti við að málið væri samsæri innan dómsmálaráðuneytis. Þá hvatti hann stuðningsmenn til þess að berjast gegn vopnavæðingu dómskerfisins, í aðdraganda landsþings Repúblikana sem hefst í kvöld. Þar er búist við því að Trump útnefni varaforsetaefni sitt. Saksóknari í málinu getur áfrýjað málinu til áfrýjunardómstóls. Þaðan getur annar hvor aðilinn áfrýjað málinu til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Gera má ráð fyrir að málið endi þar. Það tekur sinn tíma og afar ólíklegt að nokkur niðurstaða fáist fyrir forsetakosningarnar í haust. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Frávísunina tilkynnti alríkisdómarinn Aileen Cannon í dag. Taldi hún Jack Smith sérstakan saksóknara í málinu ólöglega skipaðan og því skorta hæfi til þess að höfða málið. Í ákvörðun dómarans, sem er ansi ítarleg og telur 93 blaðsíður, vísar hún til þess ákvæðis stjórnarskrárinnar sem snýr að skipunum eða útnefningum ríkisins og vísar til meginreglunnar um þrígreiningu ríkisvalds í því samhengi. Skipun Smith hafi brotið gegn þessum meginreglum stjórnarskrárinnar. Ákvörðunin gengur samt sem áður í berhögg við fyrri fordæmi sem varða skipanir sérstakra saksóknara, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins. Um er að ræða fjórða dómsmálið sem höfðað hefur verið gegn Donald Trump frá því að embættistíð hans lauk. Í þessu máli hefur athygli fjölmiðla beinst að því að dómarinn Aileen Cannon var skipuð í dómaraembætti af Trump og stöðvaði um tíma rannsókn yfirvalda í málinu. Nokkuð sem vakti harða gagnrýni meðal sérfræðinga og svo fór að áfrýjunardómur felldi hana úr gildi. Málið hófst með húsleit FBI í Mar-A-Lago, sveitarklúbbi Trumps í Flórída þar sem hann býr, á fyrir tveimur árum. Starfsmenn FBI lögðu hald á tólf kassa af opinberum gögnum sem Trump hafði tekið með sér til Flórída þegar hann flutti úr Hvíta húsinu. Greint var frá því að sum gagnanna hefðu verið merkt sem „háleynileg“. Meint brot Trump gætu varðað allt að tíu ára fangelsi, þó að slík refsing hafi verið talin ólíkleg. Hann neitaði alfarið sök. Í yfirlýsingu á Truth Social, samfélagsmiðli Trump, segir forsetinn fyrrverandi að frávísunin í dag sé aðeins upphafið. Öllum fjórum málunum, sem hann stendur í, verði vísað frá dómi á endanum. Hann bætti við að málið væri samsæri innan dómsmálaráðuneytis. Þá hvatti hann stuðningsmenn til þess að berjast gegn vopnavæðingu dómskerfisins, í aðdraganda landsþings Repúblikana sem hefst í kvöld. Þar er búist við því að Trump útnefni varaforsetaefni sitt. Saksóknari í málinu getur áfrýjað málinu til áfrýjunardómstóls. Þaðan getur annar hvor aðilinn áfrýjað málinu til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Gera má ráð fyrir að málið endi þar. Það tekur sinn tíma og afar ólíklegt að nokkur niðurstaða fáist fyrir forsetakosningarnar í haust.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent