„Biden á langa sögu af mismælum“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júlí 2024 23:48 Vísir/Vilhelm Joe Biden forseti Bandaríkjanna sýndi að hann hefur góða þekkingu og innsýn í utanríkis- og varnarmál á blaðamannafundinum sem hann hélt í gær. Þetta er mat Friðjóns Friðjónssonar, borgarfulltrúa og áhugamanns um bandarísk stjórnmál, sem var álitsgjafi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ætli Biden sér að vinna kosningarnar þurfi hann hins vegar að standa sig vel í öðrum málum. Hann segir Biden eiga langa sögu af mismælum, en nú sé auðvelt fyrir andstæðinga að nota mismælin gegn honum. Friðjón segir að Biden hafi svarað spurningum blaðamanna í gær vel, hvað málefni eins og utanríkis- og varnarmál varðar. Vandinn sé hins vegar að þau mál vinni ekki kosningar. „Kjósendur hugsa miklu meira um mál sem standa þeim nærri. Veskið og hvernig farnast foreldrum og börnum og svoleiðis,“ segir Friðjón. Ef Biden ætli sér að vinna kosningarnar þurfi hann að standa sig vel í öðrum málum. Friðjón segir Biden hafa svarað spurningum blaðamanna vel í gær. Hann hafi sýnt fram á góða þekkingu í utanríkis- og varnarmálum.EPA Kallaði Obama „Barack America“ Friðjón segir Biden eiga langa sögu af mismælum. „Fyrir sextán árum þegar hann og Barack Obama voru í framboði, þá kallaði hann Barack Obama „Barack America.“ Þannig þetta hefur svosem gerst áður,“ segir Friðjón. Vandinn sé hins vegar sá að eftir kappræðurnar í síðasta mánuði, séu komnar svo miklu dýpri og erfiðari spurningar um getu hans til að sinna starfinu. „Ekki bara núna, heldur hvernig verður það eftir fjögur og hálft ár, þegar hann lætur af embætti?“ segir Friðjón. Biden þurfi að láta kosningabaráttuna snúast um Trump Friðjón segir að Biden þurfi að vera ótrúlega heppinn og eiga fullkomna kosningabaráttu til að eiga möguleika á því að vinna kosningarnar. Þar að auki þyrfti Trump helst að lenda í meiriháttar vandræðum. „Líkurnar á því að Biden vinni eru afar litlar. Bandarískir kjósendur treysta honum ekki,“ segir Friðjón. „Trump ætlar að láta þessar kosningar snúast aldur og heilsufar Biden. Ef Demókratar ætla að vinna þurfa þeir að láta þessar kosningar snúast um Trump og hvernig hann var sem forseti, þá óreiðu og vandræði sem voru þá í gangi,“ segir Friðjón. Flestir ráðherrar úr ríkisstjórn Trumps styðji hann ekki núna og vari við honum. Hann telur að Biden ætli að láta tímann líða þannig að demókrataflokkurinn sitji uppi með hann sem frambjóðanda. „En ef þrýstingurinn vex og fleiri þungavigtarmenn koma fram í demókrataflokknum, þeim mun erfiðara verður fyrir hann að halda áfram. Þá mun Harris að öllum líkindum taka við,“ segir Friðjón. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Þrír læknar sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira
Friðjón segir að Biden hafi svarað spurningum blaðamanna í gær vel, hvað málefni eins og utanríkis- og varnarmál varðar. Vandinn sé hins vegar að þau mál vinni ekki kosningar. „Kjósendur hugsa miklu meira um mál sem standa þeim nærri. Veskið og hvernig farnast foreldrum og börnum og svoleiðis,“ segir Friðjón. Ef Biden ætli sér að vinna kosningarnar þurfi hann að standa sig vel í öðrum málum. Friðjón segir Biden hafa svarað spurningum blaðamanna vel í gær. Hann hafi sýnt fram á góða þekkingu í utanríkis- og varnarmálum.EPA Kallaði Obama „Barack America“ Friðjón segir Biden eiga langa sögu af mismælum. „Fyrir sextán árum þegar hann og Barack Obama voru í framboði, þá kallaði hann Barack Obama „Barack America.“ Þannig þetta hefur svosem gerst áður,“ segir Friðjón. Vandinn sé hins vegar sá að eftir kappræðurnar í síðasta mánuði, séu komnar svo miklu dýpri og erfiðari spurningar um getu hans til að sinna starfinu. „Ekki bara núna, heldur hvernig verður það eftir fjögur og hálft ár, þegar hann lætur af embætti?“ segir Friðjón. Biden þurfi að láta kosningabaráttuna snúast um Trump Friðjón segir að Biden þurfi að vera ótrúlega heppinn og eiga fullkomna kosningabaráttu til að eiga möguleika á því að vinna kosningarnar. Þar að auki þyrfti Trump helst að lenda í meiriháttar vandræðum. „Líkurnar á því að Biden vinni eru afar litlar. Bandarískir kjósendur treysta honum ekki,“ segir Friðjón. „Trump ætlar að láta þessar kosningar snúast aldur og heilsufar Biden. Ef Demókratar ætla að vinna þurfa þeir að láta þessar kosningar snúast um Trump og hvernig hann var sem forseti, þá óreiðu og vandræði sem voru þá í gangi,“ segir Friðjón. Flestir ráðherrar úr ríkisstjórn Trumps styðji hann ekki núna og vari við honum. Hann telur að Biden ætli að láta tímann líða þannig að demókrataflokkurinn sitji uppi með hann sem frambjóðanda. „En ef þrýstingurinn vex og fleiri þungavigtarmenn koma fram í demókrataflokknum, þeim mun erfiðara verður fyrir hann að halda áfram. Þá mun Harris að öllum líkindum taka við,“ segir Friðjón.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Þrír læknar sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira