„Já ég veit muninn... annar er saksóknari hinn er glæpamaður“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. júlí 2024 07:22 Biden virðist enn vígreifur, þrátt fyrir aukin áköll um að hann víki fyrir nýrri kynslóð. AP/Jacquelyn Martin Þrír bættust í hóp þeirra þingmanna Demókrataflokksins sem kalla nú eftir því að Joe Biden Bandaríkjaforseti stígi til hliðar í forsetakosningunum vestanhafs eftir blaðamannafund forsetans í gærkvöldi. Aðrir segja að þrátt fyrir nokkur mistök forsetans, þar sem hann víxlaði meðal annars nöfnum Kamölu Harris og Donald Trump, þá hafi hann staðið sig vel og getað svarað flóknum spurningum um til að mynda utanríkismál. „Það er mikið í húfi og við erum að tapa,“ sagði fulltrúadeildarþingmaðurinn Scott Peters frá Kaliforníu. Jim Himes, þingmaður frá Connecticut, sagðist ekki lengur telja að Joe Biden væri sterkasta vörnin gegn Donald Trump og þeirri ógn sem steðjaði að lýðræðinu. Seinna um kvöldið bættist Eric Sorensen, þingmaður frá Illinois, í hóp efasemdamanna sem nú telja átján. Biden ítrekaði hins vegar á blaðamannafundinum að hann hefði ekki í hyggju að láta gott heita og þá gerði hann grín að mistökum sínum í færslu á X/Twitter, þar sem hann sagðist jú, þekkja munin á Harris og Trump. By the way: Yes, I know the difference. One’s a prosecutor, and the other’s a felon. pic.twitter.com/65kYp6m90Z— Joe Biden (@JoeBiden) July 12, 2024 „Alveg heiðarlega... hefði hinn náunginn getað þetta?“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Chris Coons frá Delaware og einn harðasti stuðningsmaður Biden á þinginu um svör forsetans við spurningum um utanríkismál og önnur stefnumál. Þá sagði þingmaðurinn Steve Cohen frá Tennessee að hann héldi að frammistaða Biden hefði sannfært marga. „Það er of mikið gert úr því að forsetinn sé að rugla nöfnum. Það er innihaldið sem skiptir máli,“ sagði Patrick Gaspard, forseti hugveitunnar Center for American Progress á samfélagsmiðlum. Biden hefði gefið skýr svör varðandi Rússland og Kína og fleiri málefni. Þá hefur verið bent á að Trump á það ekki síður til að rugla nöfnum og þegar blaðamaður kallaði að forsetanum undir lokin að Trump væri nú þegar að gera grín að honum á samfélagsmiðlum svaraði Biden: „Hlustiði á hann“. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ 12. júlí 2024 00:10 Blaðamannafundur Biden á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Joe Biden Bandaríkjaforseti heldur í kvöld blaðamannafund að leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins loknum. Hann hefur sætt gagnrýni og jafnvel áköll um að stíga til hliðar í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum vegna lélegrar frammistöðu í kappræðum milli hans og Donalds Trump mótframbjóðanda hans. 11. júlí 2024 22:43 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Aðrir segja að þrátt fyrir nokkur mistök forsetans, þar sem hann víxlaði meðal annars nöfnum Kamölu Harris og Donald Trump, þá hafi hann staðið sig vel og getað svarað flóknum spurningum um til að mynda utanríkismál. „Það er mikið í húfi og við erum að tapa,“ sagði fulltrúadeildarþingmaðurinn Scott Peters frá Kaliforníu. Jim Himes, þingmaður frá Connecticut, sagðist ekki lengur telja að Joe Biden væri sterkasta vörnin gegn Donald Trump og þeirri ógn sem steðjaði að lýðræðinu. Seinna um kvöldið bættist Eric Sorensen, þingmaður frá Illinois, í hóp efasemdamanna sem nú telja átján. Biden ítrekaði hins vegar á blaðamannafundinum að hann hefði ekki í hyggju að láta gott heita og þá gerði hann grín að mistökum sínum í færslu á X/Twitter, þar sem hann sagðist jú, þekkja munin á Harris og Trump. By the way: Yes, I know the difference. One’s a prosecutor, and the other’s a felon. pic.twitter.com/65kYp6m90Z— Joe Biden (@JoeBiden) July 12, 2024 „Alveg heiðarlega... hefði hinn náunginn getað þetta?“ sagði öldungadeildarþingmaðurinn Chris Coons frá Delaware og einn harðasti stuðningsmaður Biden á þinginu um svör forsetans við spurningum um utanríkismál og önnur stefnumál. Þá sagði þingmaðurinn Steve Cohen frá Tennessee að hann héldi að frammistaða Biden hefði sannfært marga. „Það er of mikið gert úr því að forsetinn sé að rugla nöfnum. Það er innihaldið sem skiptir máli,“ sagði Patrick Gaspard, forseti hugveitunnar Center for American Progress á samfélagsmiðlum. Biden hefði gefið skýr svör varðandi Rússland og Kína og fleiri málefni. Þá hefur verið bent á að Trump á það ekki síður til að rugla nöfnum og þegar blaðamaður kallaði að forsetanum undir lokin að Trump væri nú þegar að gera grín að honum á samfélagsmiðlum svaraði Biden: „Hlustiði á hann“.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Tengdar fréttir Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ 12. júlí 2024 00:10 Blaðamannafundur Biden á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Joe Biden Bandaríkjaforseti heldur í kvöld blaðamannafund að leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins loknum. Hann hefur sætt gagnrýni og jafnvel áköll um að stíga til hliðar í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum vegna lélegrar frammistöðu í kappræðum milli hans og Donalds Trump mótframbjóðanda hans. 11. júlí 2024 22:43 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Vísaði til Selenskís sem Pútíns og varaforsetans sem Trumps Ymjan fór um salinn þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti fór mannavillt í annað skiptið í kvöld og kallaði Donald Trump varaforseta sinn. Hann hafði fyrr um kvöldið kynnt Volodímír Selenskí Úkraínuforseta upp í ræðustól sem „Pútín forseta.“ 12. júlí 2024 00:10
Blaðamannafundur Biden á afmælisfundi Atlantshafsbandalagsins Joe Biden Bandaríkjaforseti heldur í kvöld blaðamannafund að leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins loknum. Hann hefur sætt gagnrýni og jafnvel áköll um að stíga til hliðar í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum vegna lélegrar frammistöðu í kappræðum milli hans og Donalds Trump mótframbjóðanda hans. 11. júlí 2024 22:43