Íslenski boltinn

Sveinn Sigurður farinn vestur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sveinn Sigurður Jóhannesson í leik með Val á síðasta tímabili.
Sveinn Sigurður Jóhannesson í leik með Val á síðasta tímabili. vísir/hulda margrét

Markvörðurinn Sveinn Sigurður Jóhannesson er genginn í raðir Vestra sem er í 11. sæti Bestu deildar karla.

Sveinn verður William Eskelinen til halds og trausts það sem eftir lifir tímabils en varamarkvörðurinn Marvin Darri Steinarsson er samkvæmt Fótbolta.net á förum frá félaginu.

Sveinn, sem er 29 ára, er uppalinn hjá Stjörnunni og lék einn deildarleik með liðinu þegar það varð Íslandsmeistari 2014. Hann var lánaður til Fjarðabyggðar 2016 og gekk svo til liðs við Val 2018.

Á síðasta tímabili lék Sveinn sjö leiki fyrir Val í Bestu deildinni, þar af alla fimm leikina í úrslitakeppninni.

Næsti leikur Vestra er gegn KA fyrir vestan á sunnudaginn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×