Leikmenn franska landsliðsins fagna úrslitum kosninganna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2024 09:01 Það leikur enginn vafi á því að leikmönnum franska landsliðsins hafi tekist að hafa áhrif á kosningarinnar í heimalandinu. Getty/Dan Mullan Franska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Evrópumótinu í Þýskalandi en leikmenn hafa líka verið með augun á þingkosningum í heimalandinu og þeim tókst eflaust að hafa einhver áhrif á þær. Frakkar mæta Spánverjum í undanúrslitaleiknum á morgun og leikmenn franska liðsins fengu góðar fréttir í aðdraganda leiksins. Frönsku leikmennirnir höfðu nefnilega blandað sér í þingkosningarnar í Frakklandi með því að tala um að þeir vildu alls ekki að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin myndi vinna þar sigur. Aukin kosningarþátttaka bendir til þess að frönsku landsliðsmönnunum hafi tekist að virkja unga fólkið því kjörsókn hefur ekki verið meira frá árinu 1981. Fyrir kosningar hafði þjóðfylkingin, undir stjórn Marine le Pen og Jordan Bardella, farið mjög hátt í skoðanakönnunum og það var hætta á því að hægri öfgamenn tækju völdin í Frakklandi. Le soulagement est à la hauteur de l’inquiétude de ces dernières semaines, il est immense.Félicitations à tous les Français qui se sont mobilisés pour que ce beau pays qu’est la France ne se retrouve pas gouverné par l’extrême droite. 🙏🏾🇫🇷— Jules Kounde (@jkeey4) July 7, 2024 Bandalag vinstriflokka í Frakklandi náði aftur á móti að fá fleiri sæti í seinni umferð Þingkosninganna. „Þetta er mikill léttir eftir allar áhyggjur síðustu vikna. Hamingjuóskir til fólksins í Frakklandi sem tókst að taka höndum saman og sá til þess að landinu verður ekki stjórnað að hægri öfgaöflum,“ skrifaði Jules Koundé á X. @thuram „Sigur fólksins,“ skrifaði Aurélien Tchouaméni á X. Hugmyndafræði Frönsku þjóðfylkingarinnar einkennist af þjóðernishyggju, gagnrýni á Evrópusambandið og andstöðu við komu innflytjenda til Frakklands. Mjög margir leikmenn franska liðsns eru innflytjendur eða komnir af innflytjendum. Fyrirliðinn Kylian Mbappé blandaði sér í kosningabaráttuna oftar en einu sinni með því að kalla eftir stuðningi gegn hægri öfgaflokkum á fjölmiðlafundum franska landsliðsins. „Hamingjuóskir til allra sem brugðust við þessari ógn sem sveimaði yfir okkar fallega landi. Lengi lifi fjölbreytnin, lengi lífi lýðveldið, lengi lifi Frakkland“ skrifaði Marcus Thuram á Instagram. EM 2024 í Þýskalandi Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjá meira
Frakkar mæta Spánverjum í undanúrslitaleiknum á morgun og leikmenn franska liðsins fengu góðar fréttir í aðdraganda leiksins. Frönsku leikmennirnir höfðu nefnilega blandað sér í þingkosningarnar í Frakklandi með því að tala um að þeir vildu alls ekki að hægri flokkurinn Franska þjóðfylkingin myndi vinna þar sigur. Aukin kosningarþátttaka bendir til þess að frönsku landsliðsmönnunum hafi tekist að virkja unga fólkið því kjörsókn hefur ekki verið meira frá árinu 1981. Fyrir kosningar hafði þjóðfylkingin, undir stjórn Marine le Pen og Jordan Bardella, farið mjög hátt í skoðanakönnunum og það var hætta á því að hægri öfgamenn tækju völdin í Frakklandi. Le soulagement est à la hauteur de l’inquiétude de ces dernières semaines, il est immense.Félicitations à tous les Français qui se sont mobilisés pour que ce beau pays qu’est la France ne se retrouve pas gouverné par l’extrême droite. 🙏🏾🇫🇷— Jules Kounde (@jkeey4) July 7, 2024 Bandalag vinstriflokka í Frakklandi náði aftur á móti að fá fleiri sæti í seinni umferð Þingkosninganna. „Þetta er mikill léttir eftir allar áhyggjur síðustu vikna. Hamingjuóskir til fólksins í Frakklandi sem tókst að taka höndum saman og sá til þess að landinu verður ekki stjórnað að hægri öfgaöflum,“ skrifaði Jules Koundé á X. @thuram „Sigur fólksins,“ skrifaði Aurélien Tchouaméni á X. Hugmyndafræði Frönsku þjóðfylkingarinnar einkennist af þjóðernishyggju, gagnrýni á Evrópusambandið og andstöðu við komu innflytjenda til Frakklands. Mjög margir leikmenn franska liðsns eru innflytjendur eða komnir af innflytjendum. Fyrirliðinn Kylian Mbappé blandaði sér í kosningabaráttuna oftar en einu sinni með því að kalla eftir stuðningi gegn hægri öfgaflokkum á fjölmiðlafundum franska landsliðsins. „Hamingjuóskir til allra sem brugðust við þessari ógn sem sveimaði yfir okkar fallega landi. Lengi lifi fjölbreytnin, lengi lífi lýðveldið, lengi lifi Frakkland“ skrifaði Marcus Thuram á Instagram.
EM 2024 í Þýskalandi Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Stórliðið hvíldi stjörnurnar í sigri gegn Blikum Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjá meira