Frakkar ganga til sögulegra kosninga Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. júlí 2024 12:08 Emmanuel Macron Frakklandsforseti kaus í París í morgun. EPA/Mohammed Badra Frakkar ganga að kjörborðinu að nýju í dag þegar önnur umferð þingkosninga fer fram þar í landi. Búið er að opna kjörstaði. Kosningin gæti orðið söguleg en Þjóðfylking Marine Le Pen leiðir samkvæmt skoðanakönnunum. Flokkurinn var sterkastur eftir fyrri umferð, sem fram fór síðustu helgi, með 33 prósent atkvæða. Fylgi Þjóðfylkingarinnar hefur dalað aðeins eftir því sem liðið hefur á vikuna og telja fæstir því að flokkurinn muni ná hreinum meirihluta á þinginu. Spár benda til að flokkurinn muni fá 175 til 205 þingsæti af 577. Gangi það eftir tvöfaldar flokkurinn þingmenn sína, en nú eru þeir 88. Miðjuflokkum Emmanuels Macron Frakklandsforseta er spáð 148 þingsætum og líklegt er talið að bandalag vinstri flokka fái milli 145 til 175 þingsæti. Macron boðaði til þingkosninga eftir að Þjóðfylkingin vann stórsigur í Evrópuþingskosningum í síðasta mánuði. „Í dag er hættan sú að meirihlutinn stýrist af öfgahægriöflum og það væri katastrófískt,“ segir Gabriel Attal, forsætisráðherra Frakklands í viðtali á föstudaginn en í Frakklandi er allur kosningaáróður stranglega bannaður daginn áður en kosið er. Attal hefur lofað að sitja sem fastast í forsætisráðherrastólnum á meðan Macron og félagar ráða ráðum sínum. Breitt bandalag miðjuflokka gæti myndað ríkisstjórn og þar með útilokað jaðarflokkana til hægri og vinstri. Samkvæmt franska innanríkisráðuneytinu höfðu 26,6 prósent kjósenda greitt atkvæði fyrir hádegi. Það er mesta kosningaþátttaka á sama tímabili síðan þingkosninganna þar í landi árið 1981. Frakkland Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Fylgi Þjóðfylkingarinnar hefur dalað aðeins eftir því sem liðið hefur á vikuna og telja fæstir því að flokkurinn muni ná hreinum meirihluta á þinginu. Spár benda til að flokkurinn muni fá 175 til 205 þingsæti af 577. Gangi það eftir tvöfaldar flokkurinn þingmenn sína, en nú eru þeir 88. Miðjuflokkum Emmanuels Macron Frakklandsforseta er spáð 148 þingsætum og líklegt er talið að bandalag vinstri flokka fái milli 145 til 175 þingsæti. Macron boðaði til þingkosninga eftir að Þjóðfylkingin vann stórsigur í Evrópuþingskosningum í síðasta mánuði. „Í dag er hættan sú að meirihlutinn stýrist af öfgahægriöflum og það væri katastrófískt,“ segir Gabriel Attal, forsætisráðherra Frakklands í viðtali á föstudaginn en í Frakklandi er allur kosningaáróður stranglega bannaður daginn áður en kosið er. Attal hefur lofað að sitja sem fastast í forsætisráðherrastólnum á meðan Macron og félagar ráða ráðum sínum. Breitt bandalag miðjuflokka gæti myndað ríkisstjórn og þar með útilokað jaðarflokkana til hægri og vinstri. Samkvæmt franska innanríkisráðuneytinu höfðu 26,6 prósent kjósenda greitt atkvæði fyrir hádegi. Það er mesta kosningaþátttaka á sama tímabili síðan þingkosninganna þar í landi árið 1981.
Frakkland Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira