„Í mínum huga alveg útilokað“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. júlí 2024 22:45 Sigurgeir B. Kristgeirsson er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. vísir „Það er í mínum huga alvega útilokað að þetta teljist stórfellt gáleysi,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun bæjarráðs Vestmannaeyjarbæjar um að höfða skaðabótamál á hendur fyrirtækinu. Í dag var greint frá ákvörðun bæjarráðsins um að fara í hart við Vinnslustöðina og VÍS vegna tjóns sem varð þegar akkeri skipsins Hugins VE hafnaði á vatnslögn til Vestmannaeyja. Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar segir tjónið að minnsta kosti vera 1.500 milljónir. Vinnslustöðin hefur vísað til ákvæða siglingalaga sem heimila að takmarka tjónabæturnar við 360 milljónir. Páll vísar til þess á móti að óhappið stafi af stórfelldu gáleysi sem leiði til þess að regla um hámarksbætur gildi ekki. Sigurgeir ræddi málið í samtali við Vísi. „Við erum auðvitað tryggð fyrir þessu tjóni. Höfum keypt okkar tryggingar fyrir öllum fjandanum, þar á meðal þessu. Þetta fellur bara undir vátryggingaverndina okkar og það er viðurkennt af tryggingafélaginu,“ segir Sigurgeir og heldur áfram: „Í tjóni sem þessu er það þannig að hámarksbætur eru til staðar. Þetta byggir á alþjóðalögum sem við heyrum undir. Sambærilegt atvik átti sér stað þegar skip sigldi niður brú í Bandaríkjunum, þar átti sama regla við. Bæturnar takmörkuðust við ákveðið hlutfall af verðmæti skipsins. Þannig eru bara reglurnar í þessu og lögin. Tryggingafélagið er annars bara með þetta mál.“ Hér á landi takmarkist bætur og miði við stærð skipa. Þær reglur séu í samræmi við alþjóðlegar reglur og samninga. Útgerðin lúti sömu reglum og aðrir, sem séu í senn íslenskar og alþjóðlegar. Þar gildi ekki aðrar reglur um Huginn en önnur skip, hvort heldur þau eru frá Vestmannaeyjum, öðrum útgerðum á Íslandi eða frá Færeyjum, svo dæmi sé tekið. Býst við deilum fyrir dómstólum „Í mínum huga var aldrei neinn ásetningur í þessu tjóni eða slysi, það liggur alveg í augum uppi. Ég játa að í þessum tryggingafræðum má Páll Magnússon hafa sínar skoðanir á þessu en þetta verði aldrei öðruvísi en túlkað fyrir dómstólum. Bærinn mun væntanlega láta reyna á þetta fyrir dómstólum og ekkert óeðlilegt við það. En fyrir mér og tryggingafélaginu þá er þetta bara svona, það eru hámarksbætur í svona tjónum.“ Hann segir Vinnslustöðina leggja upp úr því að gæta þess að starfsmenn og öll starfsemi sé vel tryggð. „Svo verður bara að fara eftir því sem skilmálar segja hverju sinni og fyrir það borgum við.“ Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Vatn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Krefja Vinnslustöðina um 1,5 milljarða króna Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa sent Vinnslustöð Vestmannaeyja hf. og tryggingafélagi fyrirtækisins kröfubréf þar sem farið er fram á að tjónið á vatnslögn til Eyja verði að fullu bætt. Eins og staðan er í dag er áætlað heildartjón á bilinu 1.380 til 1.485 milljónir króna. 7. júní 2024 13:34 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Í dag var greint frá ákvörðun bæjarráðsins um að fara í hart við Vinnslustöðina og VÍS vegna tjóns sem varð þegar akkeri skipsins Hugins VE hafnaði á vatnslögn til Vestmannaeyja. Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar segir tjónið að minnsta kosti vera 1.500 milljónir. Vinnslustöðin hefur vísað til ákvæða siglingalaga sem heimila að takmarka tjónabæturnar við 360 milljónir. Páll vísar til þess á móti að óhappið stafi af stórfelldu gáleysi sem leiði til þess að regla um hámarksbætur gildi ekki. Sigurgeir ræddi málið í samtali við Vísi. „Við erum auðvitað tryggð fyrir þessu tjóni. Höfum keypt okkar tryggingar fyrir öllum fjandanum, þar á meðal þessu. Þetta fellur bara undir vátryggingaverndina okkar og það er viðurkennt af tryggingafélaginu,“ segir Sigurgeir og heldur áfram: „Í tjóni sem þessu er það þannig að hámarksbætur eru til staðar. Þetta byggir á alþjóðalögum sem við heyrum undir. Sambærilegt atvik átti sér stað þegar skip sigldi niður brú í Bandaríkjunum, þar átti sama regla við. Bæturnar takmörkuðust við ákveðið hlutfall af verðmæti skipsins. Þannig eru bara reglurnar í þessu og lögin. Tryggingafélagið er annars bara með þetta mál.“ Hér á landi takmarkist bætur og miði við stærð skipa. Þær reglur séu í samræmi við alþjóðlegar reglur og samninga. Útgerðin lúti sömu reglum og aðrir, sem séu í senn íslenskar og alþjóðlegar. Þar gildi ekki aðrar reglur um Huginn en önnur skip, hvort heldur þau eru frá Vestmannaeyjum, öðrum útgerðum á Íslandi eða frá Færeyjum, svo dæmi sé tekið. Býst við deilum fyrir dómstólum „Í mínum huga var aldrei neinn ásetningur í þessu tjóni eða slysi, það liggur alveg í augum uppi. Ég játa að í þessum tryggingafræðum má Páll Magnússon hafa sínar skoðanir á þessu en þetta verði aldrei öðruvísi en túlkað fyrir dómstólum. Bærinn mun væntanlega láta reyna á þetta fyrir dómstólum og ekkert óeðlilegt við það. En fyrir mér og tryggingafélaginu þá er þetta bara svona, það eru hámarksbætur í svona tjónum.“ Hann segir Vinnslustöðina leggja upp úr því að gæta þess að starfsmenn og öll starfsemi sé vel tryggð. „Svo verður bara að fara eftir því sem skilmálar segja hverju sinni og fyrir það borgum við.“
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Vatn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Krefja Vinnslustöðina um 1,5 milljarða króna Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa sent Vinnslustöð Vestmannaeyja hf. og tryggingafélagi fyrirtækisins kröfubréf þar sem farið er fram á að tjónið á vatnslögn til Eyja verði að fullu bætt. Eins og staðan er í dag er áætlað heildartjón á bilinu 1.380 til 1.485 milljónir króna. 7. júní 2024 13:34 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Krefja Vinnslustöðina um 1,5 milljarða króna Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa sent Vinnslustöð Vestmannaeyja hf. og tryggingafélagi fyrirtækisins kröfubréf þar sem farið er fram á að tjónið á vatnslögn til Eyja verði að fullu bætt. Eins og staðan er í dag er áætlað heildartjón á bilinu 1.380 til 1.485 milljónir króna. 7. júní 2024 13:34