Hæstiréttur segir Trump njóta friðhelgi að hluta Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2024 15:43 Sonia Sotomayor dómari sagði forsetann vera orðinn konung og yfir lög hafinn í minnihlutaálitinu. AP/Dave Sanders Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna eigi rétt á friðhelgi að hluta til, að minnsta kosti hvað við kemur það sem þeir gera í embætti forseta. Málið varðar friðhelgi Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta vegna háttsemi hans í kringum forsetakosningarnar 2020. Málinu var vísað aftur til neðra dómstigs. Dómararnir skiptust sex gegn þremur. John Roberts dómsforseti las upp meirihlutaákvörðunina þar sem segir að forseti njóti friðhelgi í málum sem lúta stjórnarskrárvörðu valdi hans. CNN greinir frá. Sonia Sotomayor, dómari hæstaréttar, kaus gegn meirihlutaákvörðuninni og kom óánægju sinni skýrt á framfæri í minnihlutaálitinu. „Sama hvernig [forsetinn] beitir sínu embættisvaldi verður hann friðhelgur, samkvæmt málflutningi meirihlutans. Ef hann skipar sérsveit sjóhersins að taka stjórnmálaandstæðing af lífi, nýtur hann friðhelgi. Skipuleggur valdarán með hernum til að halda í völd sín, nýtur hann friðhelgi. Þiggur mútur í skiptum fyrir náðun, nýtur hann friðhelgi,“ skrifar Sotomayor. „Því ef hann vissi að hann gæti einn daginn þurft að mæta afleiðingum þess að brjóta lögin, þá væri hann kannski ekki jafndjarfur og óttalaus og við viljum að hann sé. Þau eru skilaboð meirihlutans í dag,“ skrifar hún. Hún segir gagnkvæmt samband forseta og þjóðar rofið og það óafturkræft. Forsetinn sé orðinn konungur sem er yfir lög hafinn. „Jafnvel þó að þessi martraðarútspil verði aldrei að raunveruleika, og ég vona að svo verði aldrei, er skaðinn skeður. Sambands forsetans og þess fólks sem hann þjónar hefur breyst á óafturkræfan hátt. Í öllum embættisstörfum er forsetinn nú konungur og yfir lög hafinn,“ skrifar Sotomayor. Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Sjá meira
Málinu var vísað aftur til neðra dómstigs. Dómararnir skiptust sex gegn þremur. John Roberts dómsforseti las upp meirihlutaákvörðunina þar sem segir að forseti njóti friðhelgi í málum sem lúta stjórnarskrárvörðu valdi hans. CNN greinir frá. Sonia Sotomayor, dómari hæstaréttar, kaus gegn meirihlutaákvörðuninni og kom óánægju sinni skýrt á framfæri í minnihlutaálitinu. „Sama hvernig [forsetinn] beitir sínu embættisvaldi verður hann friðhelgur, samkvæmt málflutningi meirihlutans. Ef hann skipar sérsveit sjóhersins að taka stjórnmálaandstæðing af lífi, nýtur hann friðhelgi. Skipuleggur valdarán með hernum til að halda í völd sín, nýtur hann friðhelgi. Þiggur mútur í skiptum fyrir náðun, nýtur hann friðhelgi,“ skrifar Sotomayor. „Því ef hann vissi að hann gæti einn daginn þurft að mæta afleiðingum þess að brjóta lögin, þá væri hann kannski ekki jafndjarfur og óttalaus og við viljum að hann sé. Þau eru skilaboð meirihlutans í dag,“ skrifar hún. Hún segir gagnkvæmt samband forseta og þjóðar rofið og það óafturkræft. Forsetinn sé orðinn konungur sem er yfir lög hafinn. „Jafnvel þó að þessi martraðarútspil verði aldrei að raunveruleika, og ég vona að svo verði aldrei, er skaðinn skeður. Sambands forsetans og þess fólks sem hann þjónar hefur breyst á óafturkræfan hátt. Í öllum embættisstörfum er forsetinn nú konungur og yfir lög hafinn,“ skrifar Sotomayor.
Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Sjá meira