Dráttarbáturinn Hrafn Jökulsson standsettur Jakob Bjarnar skrifar 28. júní 2024 14:34 Hrafn Jökulsson er genginn aftur, nú í líki dráttarbáts sem ætlað er það verkefni að koma að hreinsun strandlengjunnar. Verður þetta nafn að teljast vel til fundið. vísir/egill/fb Svo virðist sem Hafn Jökulsson sé hvergi nærri hættur að láta til sín taka við að hreinsa fjörur landsins – þó hann sé nú allur. Það er dráttarbáturinn Hrafn Jökulsson hins vegar ekki, hann er nú í slipp og verið að gera hann kláran í verkið. „Eitt af því sem Hrafn bróðir minn fékkst við hin síðustu misseri sín var að hreinsa fjörur á Ströndum. Gekk hann til þeirra verka af miklum eldmóði en þurfti svo að bregða sér frá. En sjá! Hér er hann mættur aftur til sömu starfa og nú sem bátur. Vel til fundið og fallegt,” segir Illugi Jökulsson rithöfundur og þjóðfélagsrýnir á Facebooksíðu sinni og birtir mynd af skipinu. Hrafn var maður eigi einhamur og víst er að hann gekk í verkin. Þannig lét hann hreinun strandlengjunnar sig varða og óð í það verk af gríðarlegri atorku. Hjá Samgöngustofu var hins vegar engar upplýsingar að hafa, þar hafði ekki verið skráð skip undir þessu nafni né hefur það verið tekið frá. En á húsið má hins vegar sjá lógó alþjóðlegu samtakanna World Wide Friends, en þau sjálfboðaliðasamtök hafa látið til sín taka á Íslandi við hreinsun strandlengjunnar. Ekki náðist í neinn og því engar nánari upplýsingar fyrirliggjandi á þessu stigi. En ákaflega vel til fundið og mjög í anda Hrafns að nefna bátinn Hrafn Jökulsson. Samkvæmt skráningarnúmeri, ef rétt er með farið, þá hét þetta skip áður Flatey og flokkast sem dráttarskip. Það er í eigu Þörungaverksmiðjunnar og sagt smíðað í Bátalóni 1975. Skráð lengd eru tæpir 12 metrar og brúttótonn eru tæp 17. Heimahöfn er Reykhólar í umdæmi Barðastrandasýslu. Skipaflutningar Umhverfismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Eitt af því sem Hrafn bróðir minn fékkst við hin síðustu misseri sín var að hreinsa fjörur á Ströndum. Gekk hann til þeirra verka af miklum eldmóði en þurfti svo að bregða sér frá. En sjá! Hér er hann mættur aftur til sömu starfa og nú sem bátur. Vel til fundið og fallegt,” segir Illugi Jökulsson rithöfundur og þjóðfélagsrýnir á Facebooksíðu sinni og birtir mynd af skipinu. Hrafn var maður eigi einhamur og víst er að hann gekk í verkin. Þannig lét hann hreinun strandlengjunnar sig varða og óð í það verk af gríðarlegri atorku. Hjá Samgöngustofu var hins vegar engar upplýsingar að hafa, þar hafði ekki verið skráð skip undir þessu nafni né hefur það verið tekið frá. En á húsið má hins vegar sjá lógó alþjóðlegu samtakanna World Wide Friends, en þau sjálfboðaliðasamtök hafa látið til sín taka á Íslandi við hreinsun strandlengjunnar. Ekki náðist í neinn og því engar nánari upplýsingar fyrirliggjandi á þessu stigi. En ákaflega vel til fundið og mjög í anda Hrafns að nefna bátinn Hrafn Jökulsson. Samkvæmt skráningarnúmeri, ef rétt er með farið, þá hét þetta skip áður Flatey og flokkast sem dráttarskip. Það er í eigu Þörungaverksmiðjunnar og sagt smíðað í Bátalóni 1975. Skráð lengd eru tæpir 12 metrar og brúttótonn eru tæp 17. Heimahöfn er Reykhólar í umdæmi Barðastrandasýslu.
Skipaflutningar Umhverfismál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira