Herforingi handtekinn eftir valdaránstilraun Lovísa Arnardóttir skrifar 27. júní 2024 06:45 Herforinginn Juan Jose Zúñiga var handtekinn eftir misheppnaða valdaránstilraun. Vísir/EPA Lögreglan í Bólivíu handtók Juan José Zúñiga fyrrverandi yfirmann bólivíska hersins í gær eftir misheppnaða tilraun hans til valdaráns í landinu. Zúñiga var handtekinn aðeins nokkrum klukkustundum eftir að hersveitir brutust inn í forsetahöllina og brynvörðum bílum var komið fyrir á Murillo torgi þar sem lykilstofnanir ríkisstjórnarinnar eru staðsettar. Í umfjöllun BBC um valdaránstilraunina segir að Zúñiga hafi sagst vilja endurskipuleggja lýðræðið. Hann bæri virðingu fyrir forseta landsins, Luis Arca, þá þyrfti að breyta til. Arca fordæmdi árásina og kallaði eftir stuðningi almennings í gær fyrir lýðræðið. „Við getum ekki enn og aftur leyft valdaránstilraunum að taka bólivísk líf,“ sagði Arca í sjónvarpávarpi til almennings. Fjöldi fólks virðist hafa tekið orð hans til sín því fjölmennt var úti á götum í kjölfarið. Fólk sem vildi sýna ríkisstjórninni stuðning. Arca tilkynnti um leið að hann myndi útnefna nýjan leiðtoga yfir hernum og að Zúñiga hefði verið leystur frá störfum eftir að hann gagnrýndi opinberlega fyrrverandi leiðtoga Bólivíu, Evo Morales. Morales fordæmdi einnig árásina og kallaði eftir því að Zúñiga og samstarfsmenn hans yrði dregnir fyrir dóm. Fram kemur í frétt BBC að saksóknari hafi hafið rannsókn á valdaránstilrauninni. Á næstu vikum mun koma í ljós hvort að um einangrað atvik hafi verið að ræða eða hvort enn sé stuðningur fyrir slíkri tilraun. Í frétt BBC segir að eftir að hermenn Zúñiga réðust inni í forsetahöllina hafi hann lýst því yfir að þau myndu endurheimta landið. Elíta hefði yfirtekið völd og skemmdarvargar eyðilagt landið. Forsetinn Luis Arce og varaforsetinn David Choquehuanca veifuðu til stuðningsfólks.Vísir/EPA Arca var kjörinn forseti árið 2019 eftir tímabil óstöðugleika. Bandamenn hans í Venesúela og Kólumbíu fordæmdu valdaránstilraunina fljótlega eftir að hún hófst og kölluðu eftir því að lýðræðið yrði virt. Þá beindu Bandaríkin því einnig til þeirra að halda ró og sögðu í tilkynningu að þau væru að fylgjast vel með framvindu mála. Fram kemur í umfjöllun Reuters að meiri spenna hafi verið í Bólivíu vegna kosninga á næsta ári. Fyrrverandi forseti landsins Evo Morales hafi lýst því yfir að hann ætli fram aftur. Morales stýrði landinu frá 2005 til 2019 þegar Arca tók við. Mögulegt framboð hans hefur myndað klofning innan sósíalistaflokksins sem er við völd. Zúñiga sagði nýlega að Morales ætti ekki að fá að bjóða fram og sagðist ætla að stöðva hann ef hann gerði það. Í kjölfarið var hann leystur frá störfum. Fjölmargir mótmæltu valdaránstilraun hermannanna.Vísir/EPA Bólivía Tengdar fréttir Óttast valdaránstilraun í Bólivíu Allt lítur út fyrir að herinn í Bólivíu sé að gera valdaránstilraun. Herlið er á víðavangi á götum höfuðborgarinnar La Paz, og brynvarin ökutæki hafa brotið sér leið að forsetahöllinni. Forseti landsins, Luis Arce, hefur krafist þess að lýðræðið verði virt. 26. júní 2024 21:13 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Í umfjöllun BBC um valdaránstilraunina segir að Zúñiga hafi sagst vilja endurskipuleggja lýðræðið. Hann bæri virðingu fyrir forseta landsins, Luis Arca, þá þyrfti að breyta til. Arca fordæmdi árásina og kallaði eftir stuðningi almennings í gær fyrir lýðræðið. „Við getum ekki enn og aftur leyft valdaránstilraunum að taka bólivísk líf,“ sagði Arca í sjónvarpávarpi til almennings. Fjöldi fólks virðist hafa tekið orð hans til sín því fjölmennt var úti á götum í kjölfarið. Fólk sem vildi sýna ríkisstjórninni stuðning. Arca tilkynnti um leið að hann myndi útnefna nýjan leiðtoga yfir hernum og að Zúñiga hefði verið leystur frá störfum eftir að hann gagnrýndi opinberlega fyrrverandi leiðtoga Bólivíu, Evo Morales. Morales fordæmdi einnig árásina og kallaði eftir því að Zúñiga og samstarfsmenn hans yrði dregnir fyrir dóm. Fram kemur í frétt BBC að saksóknari hafi hafið rannsókn á valdaránstilrauninni. Á næstu vikum mun koma í ljós hvort að um einangrað atvik hafi verið að ræða eða hvort enn sé stuðningur fyrir slíkri tilraun. Í frétt BBC segir að eftir að hermenn Zúñiga réðust inni í forsetahöllina hafi hann lýst því yfir að þau myndu endurheimta landið. Elíta hefði yfirtekið völd og skemmdarvargar eyðilagt landið. Forsetinn Luis Arce og varaforsetinn David Choquehuanca veifuðu til stuðningsfólks.Vísir/EPA Arca var kjörinn forseti árið 2019 eftir tímabil óstöðugleika. Bandamenn hans í Venesúela og Kólumbíu fordæmdu valdaránstilraunina fljótlega eftir að hún hófst og kölluðu eftir því að lýðræðið yrði virt. Þá beindu Bandaríkin því einnig til þeirra að halda ró og sögðu í tilkynningu að þau væru að fylgjast vel með framvindu mála. Fram kemur í umfjöllun Reuters að meiri spenna hafi verið í Bólivíu vegna kosninga á næsta ári. Fyrrverandi forseti landsins Evo Morales hafi lýst því yfir að hann ætli fram aftur. Morales stýrði landinu frá 2005 til 2019 þegar Arca tók við. Mögulegt framboð hans hefur myndað klofning innan sósíalistaflokksins sem er við völd. Zúñiga sagði nýlega að Morales ætti ekki að fá að bjóða fram og sagðist ætla að stöðva hann ef hann gerði það. Í kjölfarið var hann leystur frá störfum. Fjölmargir mótmæltu valdaránstilraun hermannanna.Vísir/EPA
Bólivía Tengdar fréttir Óttast valdaránstilraun í Bólivíu Allt lítur út fyrir að herinn í Bólivíu sé að gera valdaránstilraun. Herlið er á víðavangi á götum höfuðborgarinnar La Paz, og brynvarin ökutæki hafa brotið sér leið að forsetahöllinni. Forseti landsins, Luis Arce, hefur krafist þess að lýðræðið verði virt. 26. júní 2024 21:13 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Óttast valdaránstilraun í Bólivíu Allt lítur út fyrir að herinn í Bólivíu sé að gera valdaránstilraun. Herlið er á víðavangi á götum höfuðborgarinnar La Paz, og brynvarin ökutæki hafa brotið sér leið að forsetahöllinni. Forseti landsins, Luis Arce, hefur krafist þess að lýðræðið verði virt. 26. júní 2024 21:13