Nýr leikmaður Chelsea sagður vera besti Brassinn síðan Neymar kom fram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2024 12:10 Estevao Willian fagnar marki með Palmeiras í bikarleik á móti Botafogo. Getty/Marco Galvão/ Chelsea hefur keypt Estevao Willian frá brasilíska félaginu Palmeiras og það vantar ekki meðmælin úr herbúðum brasilíska félagsins. Chelsea borgar til að byrja með 29 milljónir punda fyrir leikmanninn en svo bætast við bónusar eftir því hvernig hann stendur sig. „Ég hef ekki séð svona leikmann áður,“ sagði Abel Ferreira, þjálfari Palmeiras eftir sigurleik í maí. Þessi virti þjálfari er ekki þekktur fyrir stórar yfirlýsingar en það var ljóst að hann hefur miklar mætur á stráknum. Breska ríkisútvarpið fjallar um strákinn. Chelsea Football Club has agreed a deal to sign teenage forward Estevao Willian from Palmeiras, with the Brazilian to officially join Chelsea next summer. 🤝 pic.twitter.com/SHLVRaD4gi— Chelsea FC (@ChelseaFC) June 22, 2024 Hinn sautján ára gamli Willian hafði þarna tryggt Palmeiras sigur á Botafogo á lokmínútunum í bikarleik félaganna og spilað frábærlega í leiknum. Þessi vinstri vængmaður hefur vakið mikla athygli en Chelsea var í baráttu um hann við Bayern München, Paris Saint-Germain og Manchester City. Chelsea gæti á endanum þurft að borga 52 milljónir punda fyrir hann. Hann kemur þó ekki á Stamford Bridge fyrr en eftir heimsmeistarakeppni félagsliða í júlí á næsta ári. Former World Cup winner with Brazil Branco believes that new Chelsea signing Estevao Willian is the best Brazilian born player he’s seen since Neymar 👊🇧🇷 pic.twitter.com/aDyZq5Ckhc— Talk Chelsea (@talkchelsea) June 21, 2024 Brasilískir táningar eins og Vinicius Jr og Rodrygo hafa farið til Evrópu fyrir stórar upphæðir á síðustu árum. Það var þó talað um hvorugan þeirra eins og er talað um Estevao Willian. Það er tilfinning manna í Brasilíu að þessi sveitastrákur frá Sao Paulo gæti verið sér á báti. „Estevao er besti leikmaðurinn sem hefur komið frá Brasilíu síðan Neymar kom fram. Þegar þú horfir á hann spila þá verður þú strax ástfanginn,“ sagði Joao Paulo Sampaio, yfirmaður knattspyrnuakademíu Palmeiras. „Hann hefur þegar hrifið alla með tækni sinni en eins og var með Neymar á sínum tíma þá á hann eftir að bæta við líkamlega þáttinn. Hann er ekki eins sterkur og Endrick og á því eftir langa leið á því sviði. Það er samt það sem fær fólk til að halda að þakið fyrr hann sé mjög hátt,“ sagði Sampaio. 🚨🔵 Here’s Willian Estevão with family and agent André Cury after signing his Chelsea contract until June 2033.“Congrats to Palmeiras for the biggest sale ever from South America to Europe”, Cury said.⤵️📸 pic.twitter.com/hBIoL1KeRd— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 22, 2024 Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Sjá meira
Chelsea borgar til að byrja með 29 milljónir punda fyrir leikmanninn en svo bætast við bónusar eftir því hvernig hann stendur sig. „Ég hef ekki séð svona leikmann áður,“ sagði Abel Ferreira, þjálfari Palmeiras eftir sigurleik í maí. Þessi virti þjálfari er ekki þekktur fyrir stórar yfirlýsingar en það var ljóst að hann hefur miklar mætur á stráknum. Breska ríkisútvarpið fjallar um strákinn. Chelsea Football Club has agreed a deal to sign teenage forward Estevao Willian from Palmeiras, with the Brazilian to officially join Chelsea next summer. 🤝 pic.twitter.com/SHLVRaD4gi— Chelsea FC (@ChelseaFC) June 22, 2024 Hinn sautján ára gamli Willian hafði þarna tryggt Palmeiras sigur á Botafogo á lokmínútunum í bikarleik félaganna og spilað frábærlega í leiknum. Þessi vinstri vængmaður hefur vakið mikla athygli en Chelsea var í baráttu um hann við Bayern München, Paris Saint-Germain og Manchester City. Chelsea gæti á endanum þurft að borga 52 milljónir punda fyrir hann. Hann kemur þó ekki á Stamford Bridge fyrr en eftir heimsmeistarakeppni félagsliða í júlí á næsta ári. Former World Cup winner with Brazil Branco believes that new Chelsea signing Estevao Willian is the best Brazilian born player he’s seen since Neymar 👊🇧🇷 pic.twitter.com/aDyZq5Ckhc— Talk Chelsea (@talkchelsea) June 21, 2024 Brasilískir táningar eins og Vinicius Jr og Rodrygo hafa farið til Evrópu fyrir stórar upphæðir á síðustu árum. Það var þó talað um hvorugan þeirra eins og er talað um Estevao Willian. Það er tilfinning manna í Brasilíu að þessi sveitastrákur frá Sao Paulo gæti verið sér á báti. „Estevao er besti leikmaðurinn sem hefur komið frá Brasilíu síðan Neymar kom fram. Þegar þú horfir á hann spila þá verður þú strax ástfanginn,“ sagði Joao Paulo Sampaio, yfirmaður knattspyrnuakademíu Palmeiras. „Hann hefur þegar hrifið alla með tækni sinni en eins og var með Neymar á sínum tíma þá á hann eftir að bæta við líkamlega þáttinn. Hann er ekki eins sterkur og Endrick og á því eftir langa leið á því sviði. Það er samt það sem fær fólk til að halda að þakið fyrr hann sé mjög hátt,“ sagði Sampaio. 🚨🔵 Here’s Willian Estevão with family and agent André Cury after signing his Chelsea contract until June 2033.“Congrats to Palmeiras for the biggest sale ever from South America to Europe”, Cury said.⤵️📸 pic.twitter.com/hBIoL1KeRd— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 22, 2024
Enski boltinn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Sjá meira