Hefja könnun á nýjum flugvelli fyrir Færeyjar Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2024 10:52 Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar. Egill Aðalsteinsson Borgarstjórn Þórshafnar hefur samþykkt að verja andvirði tíu milljóna íslenskra króna í að rannsaka nýtt flugvallarstæði á Glyvursnesi. Kanna á hvernig 2.700 til 3.000 metra langri flugbraut af nægilegri breidd til að uppfylla staðla alþjóðaflugvallar verður best komið fyrir á nesinu, sem er aðeins þrjá kílómetra sunnan við höfuðstað Færeyja. Tilgangurinn er sagður að skapa betri grundvöll fyrir frekari undirbúning, þar með talið skipulags- og fjárhagslega. Niðurstöðurnar verði lagðar fyrir borgarráð til pólitískrar stefnumörkunar. Í fréttamiðlinum Sósíalurin í gær kom fram að tillaga borgarstjórans Heðins Mortensen hafi verið samþykkt með níu atkvæðum fulltrúa Javnaðarflokksins, Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Framsóknar. Fjórir fulltrúar Þjóðveldis hafi greitt atkvæði á móti. Svona gæti upplýst flugbraut á Glyvursnesi litið út með byggðina í Þórshöfn í baksýn.Tórshavnar kommuna Heðin Mortensen tilkynnti í marsmánuði að hann hygðist setja flugvöll á Glyvursnesi aftur á dagskrá eftir að upplýst var um takmarkanir sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga. Flugbrautin þar, 1.800 metra löng, er of stutt til að Boeing 757-þota félagsins geti hafið sig til flugs fullhlaðin í langflug. Flugvélin neyðist af þeim sökum til að millilenda í Keflavík til eldsneytistöku í flugi með lax til New York. Heðin Mortensen hvatti svo til þess í viðtali við Stöð 2 í síðasta mánuði að rætt yrði við Atlantshafsbandalagið, NATO, um gerð flugvallarins. Þau ummæli komu sem sprengja inn í færeysk stjórnmál. Bæði lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, og utanríkisráðherrann Høgni Hoydal, brugðust hart við og sögðu þessa hugmynd ekki koma til greina. Þeir settu jafnframt ofan í við borgarstjórann og sögðu að öryggis- og varnarmál væru ekki á verksviði sveitarfélaga. Í viðtali við Dimmalætting segir Annika Olsen, borgarfulltrúi Þjóðveldis, að það sé algerlega óskiljanlegt að borgarstjórnin skuli hafa samþykkt að setja fjármuni í að kanna flugvöll á Glyvursnesi. Það að borgarstjórinn hafi í viðtali við íslenskan fjölmiðil blandað NATO í málið geri það bæði hlægilegt og sorglegt, en Þjóðveldi er systurflokkur Vinstri grænna á Íslandi. Samskipti við NATO séu utanríkis- og varnarmál og ekki eitt af verkefnum sveitarfélaga. Teikning að 3.000 metra langri flugbraut á Glyvursnesi við Þórshöfn.Landsverk Borgarstjórinn Heðin Mortensen segir að ef bíða ætti eftir því að Landsstjórn Færeyja gerði eitthvað í málinu yrði það löng bið. „Landsstjórnin getur ekki skipt sér af því hvað við gerum innan okkar lögsagnarumdæmis,” segir borgarstjórinn og kveðst ekki skilja í því að það hafi verið blásið upp að hann hafi nefnt NATO í viðtali við íslenskan fjölmiðil. Hér má sjá viðtalið umdeilda: Færeyjar Fréttir af flugi Samgöngur NATO Öryggis- og varnarmál Danmörk Tengdar fréttir Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. 14. maí 2024 22:22 Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Tilgangurinn er sagður að skapa betri grundvöll fyrir frekari undirbúning, þar með talið skipulags- og fjárhagslega. Niðurstöðurnar verði lagðar fyrir borgarráð til pólitískrar stefnumörkunar. Í fréttamiðlinum Sósíalurin í gær kom fram að tillaga borgarstjórans Heðins Mortensen hafi verið samþykkt með níu atkvæðum fulltrúa Javnaðarflokksins, Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Framsóknar. Fjórir fulltrúar Þjóðveldis hafi greitt atkvæði á móti. Svona gæti upplýst flugbraut á Glyvursnesi litið út með byggðina í Þórshöfn í baksýn.Tórshavnar kommuna Heðin Mortensen tilkynnti í marsmánuði að hann hygðist setja flugvöll á Glyvursnesi aftur á dagskrá eftir að upplýst var um takmarkanir sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga. Flugbrautin þar, 1.800 metra löng, er of stutt til að Boeing 757-þota félagsins geti hafið sig til flugs fullhlaðin í langflug. Flugvélin neyðist af þeim sökum til að millilenda í Keflavík til eldsneytistöku í flugi með lax til New York. Heðin Mortensen hvatti svo til þess í viðtali við Stöð 2 í síðasta mánuði að rætt yrði við Atlantshafsbandalagið, NATO, um gerð flugvallarins. Þau ummæli komu sem sprengja inn í færeysk stjórnmál. Bæði lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, og utanríkisráðherrann Høgni Hoydal, brugðust hart við og sögðu þessa hugmynd ekki koma til greina. Þeir settu jafnframt ofan í við borgarstjórann og sögðu að öryggis- og varnarmál væru ekki á verksviði sveitarfélaga. Í viðtali við Dimmalætting segir Annika Olsen, borgarfulltrúi Þjóðveldis, að það sé algerlega óskiljanlegt að borgarstjórnin skuli hafa samþykkt að setja fjármuni í að kanna flugvöll á Glyvursnesi. Það að borgarstjórinn hafi í viðtali við íslenskan fjölmiðil blandað NATO í málið geri það bæði hlægilegt og sorglegt, en Þjóðveldi er systurflokkur Vinstri grænna á Íslandi. Samskipti við NATO séu utanríkis- og varnarmál og ekki eitt af verkefnum sveitarfélaga. Teikning að 3.000 metra langri flugbraut á Glyvursnesi við Þórshöfn.Landsverk Borgarstjórinn Heðin Mortensen segir að ef bíða ætti eftir því að Landsstjórn Færeyja gerði eitthvað í málinu yrði það löng bið. „Landsstjórnin getur ekki skipt sér af því hvað við gerum innan okkar lögsagnarumdæmis,” segir borgarstjórinn og kveðst ekki skilja í því að það hafi verið blásið upp að hann hafi nefnt NATO í viðtali við íslenskan fjölmiðil. Hér má sjá viðtalið umdeilda:
Færeyjar Fréttir af flugi Samgöngur NATO Öryggis- og varnarmál Danmörk Tengdar fréttir Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. 14. maí 2024 22:22 Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. 14. maí 2024 22:22
Vill að Færeyjar fái nýjan flugvöll Bæjarstjóri Þórshafnar í Færeyjum, Heðin Mortensen, vill hefja undirbúning að gerð nýs alþjóðaflugvallar í Færeyjum. Ummælin féllu í viðtali við Kringvarpið í vikunni í framhaldi af vandræðum sem fraktflugfélagið FarCargo glímir við að nýta Vogaflugvöll til fiskflutninga með Eysturoy, Boeing 757-þotu félagsins. 29. mars 2024 08:48