Viðtal á Stöð 2 kveikir upp í færeyskum stjórnmálum Kristján Már Unnarsson skrifar 17. maí 2024 11:03 Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar, í viðtalinu umdeilda á Stöð 2. Fyrir aftan er ráðhús Þórshafnar. Egill Aðalsteinsson Ummæli borgarstjóra Þórshafnar, Heðins Mortensen, um að hann vildi bjóða Atlantshafsbandalaginu að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum, komu sem sprengja inn í færeysk stjórnmál. Bæði lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, og utanríkisráðherrann Høgni Hoydal, hafa brugðist hart við og sagt þessa hugmynd ekki koma til greina. Það var í viðtali sem birtist á Stöð 2 síðastliðinn þriðjudag sem Heðin Mortensen lýsti þeirri skoðun sinni að hefja ætti viðræður við NATO um að varnarbandalagið greiddi kostnað við gerð 3.000 metra langrar flugbrautar á Glyvursnesi við Þórshöfn. Hann sagði núverandi flugvöll í Vogum of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. Fréttin á Stöð 2 hefur vakið mikla athygli færeyskra fjölmiðla og kallað fram fjörugar umræður. Fréttasíðan Portal.fo greindi strax morguninn eftir frá ummælum borgarstjórans. Kringvarpið tók málið einnig upp og leitaði eftir viðbrögðum helstu stjórnmálamanna eyjanna. Teikning að 3.000 metra langri flugbraut á Glyvursnesi við Þórshöfn sem borgarstjórinn vill fá NATO til að borga.Landsverk Í viðtali við Kringvarpið tók Heðin Mortensen hugmyndina svo áfram á næsta stig. Hann hygðist ekki sitja við orðin tóm heldur yrði málið lagt formlega fyrir næsta fund bæjarráðs Þórshafnar síðar í þessum mánuði. Hann sagði að miðað við stöðu heimsmála væri upplagt að NATO greiddi kostnað við flugvöll á Glyvursnesi, sem stærstu flugvélar gætu lent á. Það gæfi færeysku atvinnulífi mikil tækifæri og samfélaginu í heild. Lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, og utanríkisráðherrann Høgni Hoydal voru samstíga í viðbrögðum sínum og sögðu þetta ekki koma til greina. Í Kringvarpinu settu þeir jafnframt ofan í við borgarstjórann og sögðu að öryggis- og varnarmál væru ekki á verksviði sveitarfélaga. Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, og Høgni Hoydal utanríkisráðherra, hafna báðir hugmyndinni um að NATO borgi flugvöll í Færeyjum. Hér eru þeir ásamt Ruth Vang fjármálaráðherra en þau eru formenn samstarfsflokkanna sem mynda landsstjórn Færeyja.Kringvarpið Í umfjöllun á dagur.fo segir að þetta séu ekki loftkastalar og tillagan hafi aldeilis kveikt upp í umræðunni. Sagt er frá því að Bjarni Prior, bæjarstjóri í Vogum, þar sem núverandi flugvöllur er, geri stólpagrín að hugmynd borgarstjóra Þórshafnar í pistli á Facebook. Þar segist Bjarni ætla að leggja þá tillögu fyrir næsta bæjarstjórnarfund að NASA verði fengið til að byggja geimeldflaugastöð í Vogum. Einkaaðilum eins og Elon Musk og Spacex yrði einnig heimilað að skjóta þaðan gervihnöttum á sporbraut um jörðu. Í staðinn ætti Elon að afhenda hverjum íbúa Voga Teslu rafmagnsbíl að gjöf. Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar, fengi sæti út í geim í fyrstu ferðinni á kostnað bæjarstjóra Voga. Hér má sjá viðtalið umdeilda: Færeyjar NATO Öryggis- og varnarmál Danmörk Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. 14. maí 2024 22:22 Býður þjóðarhöll Færeyja undir landsleiki Íslands Smíði nýrrar þjóðarhallar Færeyinga skotgengur og er stefnt að því að fyrstu kappleikirnir verði spilaðir í febrúar á næsta ári. Borgarstjóri Þórshafnar býður Íslendingum að nýta færeysku höllina undir landsleiki Íslands. 8. maí 2024 22:33 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sjá meira
Það var í viðtali sem birtist á Stöð 2 síðastliðinn þriðjudag sem Heðin Mortensen lýsti þeirri skoðun sinni að hefja ætti viðræður við NATO um að varnarbandalagið greiddi kostnað við gerð 3.000 metra langrar flugbrautar á Glyvursnesi við Þórshöfn. Hann sagði núverandi flugvöll í Vogum of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. Fréttin á Stöð 2 hefur vakið mikla athygli færeyskra fjölmiðla og kallað fram fjörugar umræður. Fréttasíðan Portal.fo greindi strax morguninn eftir frá ummælum borgarstjórans. Kringvarpið tók málið einnig upp og leitaði eftir viðbrögðum helstu stjórnmálamanna eyjanna. Teikning að 3.000 metra langri flugbraut á Glyvursnesi við Þórshöfn sem borgarstjórinn vill fá NATO til að borga.Landsverk Í viðtali við Kringvarpið tók Heðin Mortensen hugmyndina svo áfram á næsta stig. Hann hygðist ekki sitja við orðin tóm heldur yrði málið lagt formlega fyrir næsta fund bæjarráðs Þórshafnar síðar í þessum mánuði. Hann sagði að miðað við stöðu heimsmála væri upplagt að NATO greiddi kostnað við flugvöll á Glyvursnesi, sem stærstu flugvélar gætu lent á. Það gæfi færeysku atvinnulífi mikil tækifæri og samfélaginu í heild. Lögmaður Færeyja, Aksel V. Johannesen, og utanríkisráðherrann Høgni Hoydal voru samstíga í viðbrögðum sínum og sögðu þetta ekki koma til greina. Í Kringvarpinu settu þeir jafnframt ofan í við borgarstjórann og sögðu að öryggis- og varnarmál væru ekki á verksviði sveitarfélaga. Aksel V. Johannesen, lögmaður Færeyja, og Høgni Hoydal utanríkisráðherra, hafna báðir hugmyndinni um að NATO borgi flugvöll í Færeyjum. Hér eru þeir ásamt Ruth Vang fjármálaráðherra en þau eru formenn samstarfsflokkanna sem mynda landsstjórn Færeyja.Kringvarpið Í umfjöllun á dagur.fo segir að þetta séu ekki loftkastalar og tillagan hafi aldeilis kveikt upp í umræðunni. Sagt er frá því að Bjarni Prior, bæjarstjóri í Vogum, þar sem núverandi flugvöllur er, geri stólpagrín að hugmynd borgarstjóra Þórshafnar í pistli á Facebook. Þar segist Bjarni ætla að leggja þá tillögu fyrir næsta bæjarstjórnarfund að NASA verði fengið til að byggja geimeldflaugastöð í Vogum. Einkaaðilum eins og Elon Musk og Spacex yrði einnig heimilað að skjóta þaðan gervihnöttum á sporbraut um jörðu. Í staðinn ætti Elon að afhenda hverjum íbúa Voga Teslu rafmagnsbíl að gjöf. Heðin Mortensen, borgarstjóri Þórshafnar, fengi sæti út í geim í fyrstu ferðinni á kostnað bæjarstjóra Voga. Hér má sjá viðtalið umdeilda:
Færeyjar NATO Öryggis- og varnarmál Danmörk Fréttir af flugi Tengdar fréttir Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. 14. maí 2024 22:22 Býður þjóðarhöll Færeyja undir landsleiki Íslands Smíði nýrrar þjóðarhallar Færeyinga skotgengur og er stefnt að því að fyrstu kappleikirnir verði spilaðir í febrúar á næsta ári. Borgarstjóri Þórshafnar býður Íslendingum að nýta færeysku höllina undir landsleiki Íslands. 8. maí 2024 22:33 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sjá meira
Vill bjóða NATO að byggja nýjan flugvöll í Færeyjum Borgarstjóri Þórshafnar vill bjóða NATO að byggja nýjan alþjóðaflugvöll í Færeyjum. Hann segir núverandi flugvöll of lítinn til að geta þjónað Færeyingum til framtíðar. 14. maí 2024 22:22
Býður þjóðarhöll Færeyja undir landsleiki Íslands Smíði nýrrar þjóðarhallar Færeyinga skotgengur og er stefnt að því að fyrstu kappleikirnir verði spilaðir í febrúar á næsta ári. Borgarstjóri Þórshafnar býður Íslendingum að nýta færeysku höllina undir landsleiki Íslands. 8. maí 2024 22:33