Erlent

Táningur á­kærður fyrir morð sjö ára drengs

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Þrettán skothylki fundust á vettvangi í Chicago-borg.
Þrettán skothylki fundust á vettvangi í Chicago-borg. Getty

Sextán ára drengur var ákærður fyrir morð í Chicago í Bandaríkjunum í gær. Hann er grunaður um að hafa orðið sjö ára dreng að bana með byssuskoti.

Fréttastofa ABC greinir frá þessu. Hinn sjö ára Jai'mani Amir Rivera stóð á gangstéttinni fyrir framan heimili sitt þegar hann var skotinn niður á þriðjudaginn. Viðbragðsaðilar fluttu hann á spítala þar sem hann lést af sárum sínum stuttu seinna.

Þrettán skotum hleypt af

Sextán ára drengur var handtekin af lögreglu í borginni innan við 48 tímum frá því að Rivera lét lífið. Hann á nú yfir höfði sér fjórar ákærur. 

Að sögn lögreglu í borginni fundu þau sakborninginn með hjálp eftirlitsmyndavéla og með hjálp samfélagsins í Chicago-borg. Maður undir nafnleynd hafði samband við lögregluna og aðstoðaði hana að hafa hendur í hári drengsins. 

Þrettán skothylki fundust á vettvangi en lögreglan telur að Rivera hafi ekki verið skotmark drengsins. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×