Enn ekkert spurst til týnda unga mannsins á Tenerife Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júní 2024 23:42 Síðast þegar vitað var af honum ætlaði hann að ganga heim yfir hrjóstrugt landslag eyjunnar. Það var á mánudagsmorguninn. Vísir/Samsett Vinir Jay Slater, nítján ára gamals manns sem hefur verið týndur á Tenerife síðan á mánudagsmorgun, hafa beðið bresku og spænsku lögreglurnar um að veita þeim liðsauka í leitinni. Hann var í sínu fyrsta fríi án foreldra sinna þegar hann týndist. Lögreglan á eyjunni hefur leitað að Jay árangurslaust síðan á mánudaginn með drónum og þyrlu. Það var þó ljóst að það yrði erfiðisverk þar sem svæðið sem hann sást síðast á er víðáttumikill og grýttur þjóðgarður. Síðasta þekkta staðsetning hans var á fjallvegi í Rural de Teno-þjóðgarðinum. Lucy, vinkona Jay, er meðal þeirra sem flaug út til Tenerife til að aðstoða við leitina. Guardian hefur eftir henni að hún hafi tilkynnt Jay týndan í morgunsárið á mánudaginn. Þá hafði hún fengið frá honum símtal þar sem hann sagðist ætla ganga heim yfir eyðilegt fjallendið og að síminn hans væri við það að deyja. Ekkert hefur spurst til hans síðan. „Ég held að þeir þurfi alla þá hjálp sem þeim gefst,“ segir hún í samtali við Guardian og á þá við lögregluna á Tenerife. Guardian það hefur eftir viðbragðsaðila á svæðinu að leitarteymi hafi ekki gefið upp vonina. Haldið verði áfram að leita og viðbragðsaðilar séu bjartsýnir að Slater sé enn á lífi. „Það eru engar þyrlur hérna núna. Hann er búinn að vera týndur það lengi núna, hvað eru þeir eiginlega að gera?“ segir Lucy. Ættingjar og vinir Slater hafa staðið að sjálfstæðri leit alveg frá mánudeginum og hafa gengið um fjalllendið endilangt í leit að merkjum um veru Slater þar. En ekkert bólar á honum enn. Kanaríeyjar Spánn Bretland Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira
Lögreglan á eyjunni hefur leitað að Jay árangurslaust síðan á mánudaginn með drónum og þyrlu. Það var þó ljóst að það yrði erfiðisverk þar sem svæðið sem hann sást síðast á er víðáttumikill og grýttur þjóðgarður. Síðasta þekkta staðsetning hans var á fjallvegi í Rural de Teno-þjóðgarðinum. Lucy, vinkona Jay, er meðal þeirra sem flaug út til Tenerife til að aðstoða við leitina. Guardian hefur eftir henni að hún hafi tilkynnt Jay týndan í morgunsárið á mánudaginn. Þá hafði hún fengið frá honum símtal þar sem hann sagðist ætla ganga heim yfir eyðilegt fjallendið og að síminn hans væri við það að deyja. Ekkert hefur spurst til hans síðan. „Ég held að þeir þurfi alla þá hjálp sem þeim gefst,“ segir hún í samtali við Guardian og á þá við lögregluna á Tenerife. Guardian það hefur eftir viðbragðsaðila á svæðinu að leitarteymi hafi ekki gefið upp vonina. Haldið verði áfram að leita og viðbragðsaðilar séu bjartsýnir að Slater sé enn á lífi. „Það eru engar þyrlur hérna núna. Hann er búinn að vera týndur það lengi núna, hvað eru þeir eiginlega að gera?“ segir Lucy. Ættingjar og vinir Slater hafa staðið að sjálfstæðri leit alveg frá mánudeginum og hafa gengið um fjalllendið endilangt í leit að merkjum um veru Slater þar. En ekkert bólar á honum enn.
Kanaríeyjar Spánn Bretland Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Sjá meira