Innlent

Sak­borningum í máli Quang Le fjölgar

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Gunnar Axel Davíðsson lögreglumaður segir þrjá sakborninga til viðbótar hafa verið yfirheyrða eftir húsleit í byrjun maí.
Gunnar Axel Davíðsson lögreglumaður segir þrjá sakborninga til viðbótar hafa verið yfirheyrða eftir húsleit í byrjun maí. Vísir/Samsett

Sakborningar í máli veitingamannsins Quangs Lé eru nú orðnir tólf talsins. Þrír fengu stöðu sakbornings í málinu eftir húsleit lögreglu á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæðinu í byrjun maímánaðar.

Áður hafði verið greint frá því að níu væru með stöðu sakbornings en Gunnar Axel Davíðsson, sá lögreglumaður sem fer fyrir rannsókn málsins, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

Hann segist ekki eiga von á því að sakborningum fjölgi frekar en að það sé ómögulegt að segja til um það.

„Það verður bara að sjá hvað kemur út úr gögnum,“ segir Gunnar.

Í mars réðst Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu í umfangsmiklar aðgerðir víða um land. Beindust aðgerðirnar að miklu leyti að fyrirtækjum Quangs. Quang hefur síðan þá haft stöðu sakbornings í umfangsmiklu sakamáli. Hann er grunaður um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða brotastarfsemi.

Að sögn Gunnars eru allir sakborningarnir af víetnömskum uppruna og enginn sem áður var talinn þolandi í málinu hefur fengið stöðu sakbornings.


Tengdar fréttir

Wok On gjaldþrota

WOKON ehf., sem hélt utan um veitingastaðakeðjuna Wok On, hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Félagið er að fullu í eigu veitingamannsins Quang Lé, sem grunaður er um mansal og fleiri refsiverð brot. Annað félag í hans eigu, EA17 ehf., hefur sömuleiðis verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Heilsaði upp á meint fórnarlömb sí

Síðan veitingamaðurinn Quang Le var látinn laus úr gæsluvarðhaldi hefur hann heimsótt fyrrverandi starfsfólk sitt og meint mansalsfórnarlömb á nýja vinnustaði þeirra. Sérfræðingur í mansalsmálum segir um dæmigerða vendingu í mansalsmálum að ræða.

Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best

Maður sem áður starfaði fyrir alræmda veitingamanninn Quang Le hefur opnað nýjan veitingastað í húsnæði sem áður hýsti veitingastað í eigu Le. Hann bauð fyrrverandi starfsfólki Le sem ekki hafði fengið vinnu eftir að stöðum hans var lokað, starf hjá veitingastaðnum. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×