Íslenski boltinn

Óskar gefið skýrt til kynna að hann vilji ekki taka við KR

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson. Vísir/Hulda Margrét

Gregg Ryder var látinn fara sem þjálfari KR í Bestu deild karla í knattspyrnu fyrr í dag. Pálmi Rafn Pálmason mun stýra liðinu en Óskar Hrafn Þorvaldsson, nýráðinn ráðgjafi knattspyrnudeildar félagsins, mun ekki taka við liðinu að svo stöddu.

Þetta staðfestir Páll Kristjánsson, formaður KR, í viðtali við Fótbolti.net. Ljóst er að Pálmi Rafn Pálmason, aðstoðarþjálfari liðsins, mun stýra KR þegar það heimsækir Íslandsmeistara Víkings á sunnudag.

Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR.Stöð 2

Páll segir KR vera með stórt teymi í kringum liðið en Pálmi Rafn sjálfur þurfi að meta hvort það komi einhver nýr inn í teymið.

„Auðvitað þurfum við að flýta okkur, en við flýtum okkur hægt,“ sagði Páll um leit KR að nýjum þjálfara.

Óskar Hrafn Þorvaldsson tók nýverið við störfum innan knattspyrnudeildar KR en hann hefur gefið út að hann hafi ekki áhuga á því að þjálfa meistaraflokk á næstunni.

„Það var engin pressa eða umræða um hann. Hann hefur ekki verið inn í myndinni núna til að taka við liðinu, þess vegna er Pálmi Rafn kallaður út,“ sagði Páll að endingu í viðtali sínu við Fótbolti.net.


Tengdar fréttir

KR lætur Ryder fara

KR hefur sagt Gregg Ryder upp. „Ástæða uppsagnar er óviðunandi árangur liðsins það sem af er sumri,“ segir í yfirlýsingu KR.

Óskar um nýja starfið hjá KR: „Ég er ekki ógn við Gregg Ryder“

Knattspyrnudeild KR greindi frá því í hádeginu að Óskar Hrafn Þorvaldsson hefði verið ráðinn til starfa hjá félaginu. Óskar Hrafn mun verða deildinni innan handar en þó ekki í starfi aðalþjálfara karlaliðs félagsins eins og hefur verið hvíslað um undanfarnar vikur. Óskar sjálfur segist ekki vera ógn við núverandi þjálfara karlaliðs félagsins, Gregg Ryder. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×